Innlent

Gæsluvarðhald í Hvalfjarðagangamálinu framlengt

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Hvalfjarðargöngum.
Frá Hvalfjarðargöngum. Vísir/vilhelm

Fjórir karlmenn, sem handteknir voru í aðgerðum lögreglunnar við Hvalfjarðargöng í 29. febrúar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 10. maí í þágu rannsóknar.

Sjá einnig: Fimm handtekin í og við Hvalfjarðargöng

Fimm voru handtekin grunuð um aðild að fíkniefnamáli morguninn 29. febrúar. Voru þau stöðvuð á tveimur bílum, annar var stöðvaður í Hvalfjarðargöngum en hinn við norðurenda ganganna. Í fórum mannanna fundust fíkniefni. Fjórum var að endingu haldið eftir en Jaroslava Davíðsson var látin laus úr haldi 16 .mars.

Lagt hefur verið hald á talsvert magn amfetamíns við rannsókn málsins sem miðar vel eftir því sem fram kemur í tilkynningu. Mennirnir fjórir eru grunaðir um aðild að framleiðslu amfetamíns hér á landi. Upphaflega var farið fram á tveggja vikna gæsluvarðhald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×