Formaður KSÍ reiknar með frekari frestun á Íslandsmótum í knattspyrnu Arnar Geir Halldórsson skrifar 12. apríl 2020 12:00 Guðni Bergsson, formaður KSÍ. mynd/ksí Líklegt þykir að Íslandsmótum í knattspyrnu verði frestað enn frekar en reikna má með tilkynningu þess efnis frá KSÍ um miðja viku. Eins og kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi almannavarna í gær mun samkomubanni vera aflétt í hægum skrefum auk þess sem takmarkanir verði á stórum samkomum í sumar. Vísir hafði samband við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, eins og greint var frá í gær. Þar kom fram að sambandið myndi funda með almannavörnum í vikunni. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, að allar líkur væru á því að mótum KSÍ yrði frestað frekar en stefnt hafði verið að því að byrja um miðjan maí. „Jú við erum að horfa á að því verði frestað lengur en fram í miðjan maí. Það er næsta víst eins og Bjarni Fel segir. Ég sé fram á frekari frestun,“ segir Guðni. Forseti alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA, ítrekaði tilmæli til aðildarfélaga sinna í ávarpi á föstudag en í máli hans kom fram að það væri fullkomlega óábyrgt að þröngva af stað deildarkeppnum í fótbolta of snemma með tilliti til útbreiðslu kórónaveirufaraldursins. „Auðvitað vonast ég til að við getum haldið mótið í sumar, bæði í yngri flokkum og í meistaraflokkum. Það er kannski ekki tímabært að tjá sig um það núna. Við fáum betri mynd af þessu á fundi með yfirvöldum í næstu viku. Þá vitum við meira varðandi afléttingu samkomubannsins og það skýrir okkar stöðu hvað framhaldið varðar, bæði með æfingar og keppni,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00 Forseti FIFA leggur áherslu á að fótboltasamfélagið fari sér hægt Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA beinir þeim tilmælum til aðildarfélaga sinna að fara ekki af stað með fótboltadeildir um víða veröld fyrr en það er fullkomlega öruggt. 11. apríl 2020 13:09 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Líklegt þykir að Íslandsmótum í knattspyrnu verði frestað enn frekar en reikna má með tilkynningu þess efnis frá KSÍ um miðja viku. Eins og kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi almannavarna í gær mun samkomubanni vera aflétt í hægum skrefum auk þess sem takmarkanir verði á stórum samkomum í sumar. Vísir hafði samband við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, eins og greint var frá í gær. Þar kom fram að sambandið myndi funda með almannavörnum í vikunni. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, að allar líkur væru á því að mótum KSÍ yrði frestað frekar en stefnt hafði verið að því að byrja um miðjan maí. „Jú við erum að horfa á að því verði frestað lengur en fram í miðjan maí. Það er næsta víst eins og Bjarni Fel segir. Ég sé fram á frekari frestun,“ segir Guðni. Forseti alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA, ítrekaði tilmæli til aðildarfélaga sinna í ávarpi á föstudag en í máli hans kom fram að það væri fullkomlega óábyrgt að þröngva af stað deildarkeppnum í fótbolta of snemma með tilliti til útbreiðslu kórónaveirufaraldursins. „Auðvitað vonast ég til að við getum haldið mótið í sumar, bæði í yngri flokkum og í meistaraflokkum. Það er kannski ekki tímabært að tjá sig um það núna. Við fáum betri mynd af þessu á fundi með yfirvöldum í næstu viku. Þá vitum við meira varðandi afléttingu samkomubannsins og það skýrir okkar stöðu hvað framhaldið varðar, bæði með æfingar og keppni,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00 Forseti FIFA leggur áherslu á að fótboltasamfélagið fari sér hægt Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA beinir þeim tilmælum til aðildarfélaga sinna að fara ekki af stað með fótboltadeildir um víða veröld fyrr en það er fullkomlega öruggt. 11. apríl 2020 13:09 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00
Forseti FIFA leggur áherslu á að fótboltasamfélagið fari sér hægt Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA beinir þeim tilmælum til aðildarfélaga sinna að fara ekki af stað með fótboltadeildir um víða veröld fyrr en það er fullkomlega öruggt. 11. apríl 2020 13:09