80 prósent greiddu atkvæði utan kjörfundar Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2020 12:35 Kjörstöðum í Milwaukee var fækkað úr 180 í fimm. AP/Morry Gash Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. Vegna framlengingar á því tímabili sem utankjörfundaratkvæði gátu borist varð niðurstaðan ekki ljós fyrr en í gærkvöldi. Bráðabirgðaniðurstöður segja 1.37 milljónir íbúa hafa greitt atkvæði, sem samsvarar um 31 prósents kjörsókn. Svo virðist þó sem að utankjörfundaratkvæði hafi samsvarað um 80 prósentum af öllum greiddum atkvæðum. Sem er verulega hátt hlutfall og er að mestu rekið til faraldurs nýju kórónuveirunnar. Í forvalinu 2016 var hlutfall utankjörfundaratkvæða um tíu prósent og 27 prósent í kosningunum sjálfum seinna það ár. Þessi aukning mun líklega hafa mikil áhrif á kosningarnar í nóvember. Forval Demókrataflokksins var ekki mjög spennandi þar sem Joe Biden hafði svo gott sem tryggt sér tilnefningu flokksins og til marks um það hætti Bernie Sanders þátttöku sinni degi eftir kosningarnar. Allra augu beindust að Hæstarétti Kosningar til Hæstaréttar Wisconsin, sem fóru einnig fram, vöktu þó mikla athygli. Donald Trump, forseti, hafði sjálfur mikinn áhuga á kosningunum og hafði lýst yfir stuðningi við dómara á vegum Repúblikanaflokksins. Tæknilega séð eiga kosningar til Hæstaréttar Wisconsin ekki að vera pólitískar en undanfarin ár hefur mikil harka færst í leikana þegar kemur að kosningum í ríkinu og vörðu bæði Demókratar og Repúblikanar milljónum dala til stuðnings þeirra frambjóðenda. Repúblikanar í Wisconsin voru andvígir því að fresta kosningunum, þó kosningum hafi verið frestað vegna faraldursins víðsvegar um Bandaríkin. Ástæða þess var að þeir töldu að lægri kjörsókn og þá sérstaklega í þéttbýlum svæðum, myndi hagnast þeim. TIl marks um það fækkuðu yfirvöld Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin, kjörstöðum úr 180 í fimm. Langar raðir mynduðust á kjörstöðum í borginni og komust færri að en vildu. Sjá einnig: Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Það vakti gífurlega athygli í síðustu viku þegar Robin Vos, leiðtogi Repúblikana í Wisconsin, lýsti því yfir að fólk gæti alveg farið út að kjósa. Það væri öruggt. Þetta sagði hann fullklæddur hlífðarbúnaði. Republican Speaker Robin Vos says you are incredibly safe to go out on election day.He said that while dressed head-to-toe in a gown, mask and gloves. pic.twitter.com/vjVccO9x1s— UpNorthNews (@UpNorthNewsWI) April 7, 2020 Niðurstaðan var sú að Jill Karofsky, frambjóðandi á vegum Demókrataflokksins, bar sigur úr býtum og hlaut 54 prósent atkvæða. Karofsky segir niðurstöðuna til marks um að fólk vilji láta í sér heyra. Kjósendur hafi með þessu hafnað tilraunum Repúblikana til að draga úr kjörsókn. Samkvæmt frétt FiveThirtyEight er kosningunum þó alls ekki lokið. Líklegt þykir að þeim muni fylgja dómsmál til langs tíma vegna ýmissa vandræða sem tengjast utankjörfundaratkvæðum. Fjölmargar fregnir hafa borist af því að atkvæði hafi ekki skilað sér og að kjósendur hafi ekki fengið kjörseðla. Gífurleg aukning í utankjörfundaratkvæðum verður líklega vatn á myllu þeirra sem ætla að berjast fyrir því að fólki verði gert auðveldara að greiða atkvæði þannig í kosningunum í nóvember. Það vilja Demókratar en Repúblikanar segjast óttast kosningasvik verði það gert. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. Vegna framlengingar á því tímabili sem utankjörfundaratkvæði gátu borist varð niðurstaðan ekki ljós fyrr en í gærkvöldi. Bráðabirgðaniðurstöður segja 1.37 milljónir íbúa hafa greitt atkvæði, sem samsvarar um 31 prósents kjörsókn. Svo virðist þó sem að utankjörfundaratkvæði hafi samsvarað um 80 prósentum af öllum greiddum atkvæðum. Sem er verulega hátt hlutfall og er að mestu rekið til faraldurs nýju kórónuveirunnar. Í forvalinu 2016 var hlutfall utankjörfundaratkvæða um tíu prósent og 27 prósent í kosningunum sjálfum seinna það ár. Þessi aukning mun líklega hafa mikil áhrif á kosningarnar í nóvember. Forval Demókrataflokksins var ekki mjög spennandi þar sem Joe Biden hafði svo gott sem tryggt sér tilnefningu flokksins og til marks um það hætti Bernie Sanders þátttöku sinni degi eftir kosningarnar. Allra augu beindust að Hæstarétti Kosningar til Hæstaréttar Wisconsin, sem fóru einnig fram, vöktu þó mikla athygli. Donald Trump, forseti, hafði sjálfur mikinn áhuga á kosningunum og hafði lýst yfir stuðningi við dómara á vegum Repúblikanaflokksins. Tæknilega séð eiga kosningar til Hæstaréttar Wisconsin ekki að vera pólitískar en undanfarin ár hefur mikil harka færst í leikana þegar kemur að kosningum í ríkinu og vörðu bæði Demókratar og Repúblikanar milljónum dala til stuðnings þeirra frambjóðenda. Repúblikanar í Wisconsin voru andvígir því að fresta kosningunum, þó kosningum hafi verið frestað vegna faraldursins víðsvegar um Bandaríkin. Ástæða þess var að þeir töldu að lægri kjörsókn og þá sérstaklega í þéttbýlum svæðum, myndi hagnast þeim. TIl marks um það fækkuðu yfirvöld Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin, kjörstöðum úr 180 í fimm. Langar raðir mynduðust á kjörstöðum í borginni og komust færri að en vildu. Sjá einnig: Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Það vakti gífurlega athygli í síðustu viku þegar Robin Vos, leiðtogi Repúblikana í Wisconsin, lýsti því yfir að fólk gæti alveg farið út að kjósa. Það væri öruggt. Þetta sagði hann fullklæddur hlífðarbúnaði. Republican Speaker Robin Vos says you are incredibly safe to go out on election day.He said that while dressed head-to-toe in a gown, mask and gloves. pic.twitter.com/vjVccO9x1s— UpNorthNews (@UpNorthNewsWI) April 7, 2020 Niðurstaðan var sú að Jill Karofsky, frambjóðandi á vegum Demókrataflokksins, bar sigur úr býtum og hlaut 54 prósent atkvæða. Karofsky segir niðurstöðuna til marks um að fólk vilji láta í sér heyra. Kjósendur hafi með þessu hafnað tilraunum Repúblikana til að draga úr kjörsókn. Samkvæmt frétt FiveThirtyEight er kosningunum þó alls ekki lokið. Líklegt þykir að þeim muni fylgja dómsmál til langs tíma vegna ýmissa vandræða sem tengjast utankjörfundaratkvæðum. Fjölmargar fregnir hafa borist af því að atkvæði hafi ekki skilað sér og að kjósendur hafi ekki fengið kjörseðla. Gífurleg aukning í utankjörfundaratkvæðum verður líklega vatn á myllu þeirra sem ætla að berjast fyrir því að fólki verði gert auðveldara að greiða atkvæði þannig í kosningunum í nóvember. Það vilja Demókratar en Repúblikanar segjast óttast kosningasvik verði það gert.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira