Segir frammistöðu Elvars og Ýmis það jákvæðasta við EM 2020 Anton Ingi Leifsson skrifar 15. maí 2020 11:00 Aron í þættinum Sportinu í dag en hann er líklegur til þess að vera næsti landsliðsfyrirliði eftir að Guðjón Valur Sigurðsson hætti. vísir/s2s Landsliðsmaðurinn í handbolta, Aron Pálmarsson, segir að það jákvæðasta sem hann sér þegar hann líti til baka á EM 2020 sem fór fram í janúar hafi verið frammistaða Elvars Arnars Jónssonar og Ýmis Arnar Gíslasonar í miðjublokk-liðsins varnarlega séð. Aron var gestur í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson meðal annars um launalækkun hjá Barcelona vegna kórónuveirufaraldursins og fyrirliðastöðuna í landsliðinu. Hann gerði einnig upp EM 2020. „Maður gerir alltaf upp mótin. Maður tekur viku eða tvær að kúpla sig frá og fer að ræða þetta og gera þetta upp. Þetta skilaði okkur HM sæti og við náðum í frábær úrslit en auðvitað hefði maður viljað fara lengra,“ sagði Aron. „Það sem situr mest í mér er Ungverjaleikurinn. Dana leikurinn var geggjaður og svo eigum við Ungverjana og það eru mestu vonbrigðin finnst mér. Við erum með leikinn, þetta er jafnt og allt það en svo erum við bara skelfilegir í síðari hálfleik.“ Hann segir að tapið gegn Ungverjum svíði og hann kennir sjálfum sér að hluta til um tapið. „Þetta var ekkert stöngin út heldur erum við bara að gefa þeim boltana og förum svoleiðis með þetta þar. Þú getur ekki kennt um að hann hafi varið allt og það voru margir tapaðir boltar. Það var ekki reynsluleysi því þetta var ég, þetta var Alexander og það er langt síðan maður hefur upplifað það. Það eru mestu vonbrigðin.“ „Það er jákvætt að það eru fullt af strákum sem fá þessa reynslu og eru komnir sumir með tvö stórmót á engum aldri. Þetta lítur vel út. Viggó kemur sterkur inn. Maður hafði ekki séð hann að viti áður, Haukur, Janus og miðjublokkin, Ýmir og Elvar.“ Hann var virkilega ánægður með varnarleik þeirra Ýmis og Elvars og segir að það sé einna jákvæðasta við mótið í janúar. „Mér finnst það vera jákvæðast. Þeir tveir; fólk áttar sig ekki á vinnunni hjá þeim. Þeir eru að taka bestu leikmenn í heimi og þetta er ekki auðvelt að spila þessa vörn en þeir gerðu það óaðfinnalega miðað við reynslu og hafa ekki spilað áður saman í þristunum. Það er mjög jákvætt upp á framhaldið.“ Klippa: Sportið í dag - Aron gerir upp EM 2020 Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Landsliðsmaðurinn í handbolta, Aron Pálmarsson, segir að það jákvæðasta sem hann sér þegar hann líti til baka á EM 2020 sem fór fram í janúar hafi verið frammistaða Elvars Arnars Jónssonar og Ýmis Arnar Gíslasonar í miðjublokk-liðsins varnarlega séð. Aron var gestur í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson meðal annars um launalækkun hjá Barcelona vegna kórónuveirufaraldursins og fyrirliðastöðuna í landsliðinu. Hann gerði einnig upp EM 2020. „Maður gerir alltaf upp mótin. Maður tekur viku eða tvær að kúpla sig frá og fer að ræða þetta og gera þetta upp. Þetta skilaði okkur HM sæti og við náðum í frábær úrslit en auðvitað hefði maður viljað fara lengra,“ sagði Aron. „Það sem situr mest í mér er Ungverjaleikurinn. Dana leikurinn var geggjaður og svo eigum við Ungverjana og það eru mestu vonbrigðin finnst mér. Við erum með leikinn, þetta er jafnt og allt það en svo erum við bara skelfilegir í síðari hálfleik.“ Hann segir að tapið gegn Ungverjum svíði og hann kennir sjálfum sér að hluta til um tapið. „Þetta var ekkert stöngin út heldur erum við bara að gefa þeim boltana og förum svoleiðis með þetta þar. Þú getur ekki kennt um að hann hafi varið allt og það voru margir tapaðir boltar. Það var ekki reynsluleysi því þetta var ég, þetta var Alexander og það er langt síðan maður hefur upplifað það. Það eru mestu vonbrigðin.“ „Það er jákvætt að það eru fullt af strákum sem fá þessa reynslu og eru komnir sumir með tvö stórmót á engum aldri. Þetta lítur vel út. Viggó kemur sterkur inn. Maður hafði ekki séð hann að viti áður, Haukur, Janus og miðjublokkin, Ýmir og Elvar.“ Hann var virkilega ánægður með varnarleik þeirra Ýmis og Elvars og segir að það sé einna jákvæðasta við mótið í janúar. „Mér finnst það vera jákvæðast. Þeir tveir; fólk áttar sig ekki á vinnunni hjá þeim. Þeir eru að taka bestu leikmenn í heimi og þetta er ekki auðvelt að spila þessa vörn en þeir gerðu það óaðfinnalega miðað við reynslu og hafa ekki spilað áður saman í þristunum. Það er mjög jákvætt upp á framhaldið.“ Klippa: Sportið í dag - Aron gerir upp EM 2020 Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira