Gætum þurft að vinda ofan af ónákvæmum fréttum um opnun Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2020 11:15 Heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og forsætisráðherra voru meðal þeirra sem kynntu áætlanir um móttöku ferðamanna frá 15. júní á þriðjudag. Þar var ekkert minnst á hver mun greiða fyrir kórónuveirupróf við komuna til landsins. vísir/vilhelm Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. Þannig segir fjöldi erlendra miðla að kórónuveiruprófin sem munu standa ferðamönnum til boða frá 15. júní verði greidd upp í topp af íslenska ríkinu - en engin ákvörðun um slíkt liggur fyrir. Stefnt er að því að ferðamönnum standi þrír kostir til boða vilji þeir sækja Ísland heim í sumar: Að sæta tveggja vikna sóttkví, framvísa heilbrigðisvottorði sem sýni að þeir séu lausir við kórónuveiruna eða að undirgangast skimun við komuna til landsins. Áætlunin, sem kynnt var á þriðjudag, vakti heimsathygli og hefur henni víða verið hrósað. Til að mynda segir í umfjöllun Forbes um málið að svo virðist sem fyrirætlanir Íslendinga séu þær „úthugsuðustu og kröftugustu,“ sem nokkurt ríki hefur sett fram, en fjölmörg önnur ríki undirbúa nú móttöku ferðamanna eftir frost undanfarinna mánaða. Mögulega rukkað fyrir skimun eins og í Austurríki Mörgu er þó enn ósvarað um hvernig íslensk stjórnvöld ætla að standa að skimun ferðamanna og er útfærslan nú í vinnslu. Í skýrslu starfshópsins sem fenginn var til að teikna upp aðgerðirnar er gengið út frá því að veirufræðideild LSH muni annast skimun á Keflavíkurflugvelli og sýnum yrði svo ekið til Reykjavíkur. Ferðamenn myndu fá niðurstöðu samdægurs og segir starfshópurinn að þeir myndu ekki þurfa að bíða eftir henni á flugvellinum „enda væru þeir með smitrakningarforrit og önnur nauðsynleg forrit í síma.“ Ekki er búið að leggja kostnaðarmat á verkefnið eða hvernig það verður fjármagnað. Þannig er sérstaklega tekið fram í skýrslu starfshópsins að það hafi verið til skoðunar að rukka ferðamenn fyrir sýnatökuna á flugvellinum. Í því samhengi er vísað til reynslu Austurríkismanna en 4. maí síðastliðinn var byrjað að bjóða upp á skimun fyrir COVID-19 á flugvellinum í Vín. Niðurstöðu er lofað innan þriggja klukkustunda. Hvert próf kostar 190 evrur, sem í dag eru rúmlega 30 þúsund krónur, og greiðir farþeginn þann kostnað. Nánari upplýsingar um austurrísku leiðina má nálgast hér. Ókeypis próf í kaupbæti Útlenskir miðlar sem hafa fjallað um íslensku tilraunina virðast þó margir ekki meðvitaðir um að útfærslan og möguleg rukkun á landamærunum sé enn til skoðunar hér á landi. Þannig segir í fyrrnefndri umfjöllun Forbes að ferðamenn muni fá skimun við komuna til Íslands, „sem greidd er af stjórnvöldum,“ áður en ferðamennirnir fá að halda á dvalarstaðinn sinn. Sé prófið neikvætt fær fólk að halda ferð sinni um Ísland áfram. Sem fyrr segir þykir blaðamanni Forbes mikið til áætlunarinnar koma: „Hún gæti orðið góð forskrift fyrir aðra sem vilja opna aftur fyrir ferðamenn með öruggum hætti.“ Fleiri miðlar gera sér mat úr því að skimunin á Íslandi verði ókeypis fyrir ferðamenn. Hið víðlesna rit New York Post fullyrti það t.a.m. í fyrirsögn í gær, rétt eins og Insider og ástralski vefmiðilinn news.co.au, sem laðar til sín um 10 milljón lesendur í mánuði, gerir slíkt hið sama: „Opnun Íslands: Ferðamönnum hleypt inn í landið, ókeypis kórónuveirupróf í kaupbæti.“ Enn fleiri miðlar minnast svo á hin meintu ókeypis kórónuveirupróf inni í umfjöllunum sínum um væntanlega opnun Íslands. Barist um ferðamennina Sem fyrr segir er útfærsla skimunarinnar ennþá til skoðunar hjá íslenskum stjórnvöldum og því ekki búið að taka ákvörðun um það hver mun greiða fyrir prófið; ferðamaðurinn eða ríkið. Fari svo að ferðamenn borgi brúsann munu íslensk stjórnvöld því þurfa að leiðrétta fyrrnefndar fullyrðingar sem þegar eru farnar á flug í erlendum miðlum. Ljóst að nokkur áhugi er á Íslandsferðum ef marka má könnun sem framkvæmd var fyrir Icelandair. Næstum 90 prósent svarenda könnunarinnar segjast treysta Íslandi þegar kemur að málefnum sem tengjast útbreiðslu kórónuveirunnar og þegar fólk er síðan spurt hvort það sé áhugasamt um að ferðast til Íslands í framtíðinni segja 76% svarenda að áhuginn sé fyrir hendi. Ísland verður þó ekki eitt um ferðamannahituna. Fleiri lönd eru farin að huga að opnun landamæra og sum þegar farin að höfða til ferðamanna með frumlegum tilboðum. Í því samhengi má nefna að ferðamálayfirvöld á Sikiley hyggjast niðurgreiða flugferðir til eyjunnar um helming, borga þriðju hverju gistinótt og rukka ekki aðgangseyri að ýmsum söfnum og fornleifum. Áætlað er að hvatarnir muni kosta um 50 milljón dali, rúmlega 7,3 milljarða íslenskra króna. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Orðspor Íslands laskað næstu árin ef opnun landsins fer illa Takist fyrirhuguð opnun landsins ekki sem skyldi má vænta þess að það gæti orðið Íslendingum mjög kostnaðarsamt. 14. maí 2020 11:15 Mörgum spurningum ósvarað varðandi opnun landamæra Áhættugreining fyrir Landspítala liggur ekki fyrir. Forstjórinn segir að ekki verði teflt á tæpasta vað. 13. maí 2020 18:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. Þannig segir fjöldi erlendra miðla að kórónuveiruprófin sem munu standa ferðamönnum til boða frá 15. júní verði greidd upp í topp af íslenska ríkinu - en engin ákvörðun um slíkt liggur fyrir. Stefnt er að því að ferðamönnum standi þrír kostir til boða vilji þeir sækja Ísland heim í sumar: Að sæta tveggja vikna sóttkví, framvísa heilbrigðisvottorði sem sýni að þeir séu lausir við kórónuveiruna eða að undirgangast skimun við komuna til landsins. Áætlunin, sem kynnt var á þriðjudag, vakti heimsathygli og hefur henni víða verið hrósað. Til að mynda segir í umfjöllun Forbes um málið að svo virðist sem fyrirætlanir Íslendinga séu þær „úthugsuðustu og kröftugustu,“ sem nokkurt ríki hefur sett fram, en fjölmörg önnur ríki undirbúa nú móttöku ferðamanna eftir frost undanfarinna mánaða. Mögulega rukkað fyrir skimun eins og í Austurríki Mörgu er þó enn ósvarað um hvernig íslensk stjórnvöld ætla að standa að skimun ferðamanna og er útfærslan nú í vinnslu. Í skýrslu starfshópsins sem fenginn var til að teikna upp aðgerðirnar er gengið út frá því að veirufræðideild LSH muni annast skimun á Keflavíkurflugvelli og sýnum yrði svo ekið til Reykjavíkur. Ferðamenn myndu fá niðurstöðu samdægurs og segir starfshópurinn að þeir myndu ekki þurfa að bíða eftir henni á flugvellinum „enda væru þeir með smitrakningarforrit og önnur nauðsynleg forrit í síma.“ Ekki er búið að leggja kostnaðarmat á verkefnið eða hvernig það verður fjármagnað. Þannig er sérstaklega tekið fram í skýrslu starfshópsins að það hafi verið til skoðunar að rukka ferðamenn fyrir sýnatökuna á flugvellinum. Í því samhengi er vísað til reynslu Austurríkismanna en 4. maí síðastliðinn var byrjað að bjóða upp á skimun fyrir COVID-19 á flugvellinum í Vín. Niðurstöðu er lofað innan þriggja klukkustunda. Hvert próf kostar 190 evrur, sem í dag eru rúmlega 30 þúsund krónur, og greiðir farþeginn þann kostnað. Nánari upplýsingar um austurrísku leiðina má nálgast hér. Ókeypis próf í kaupbæti Útlenskir miðlar sem hafa fjallað um íslensku tilraunina virðast þó margir ekki meðvitaðir um að útfærslan og möguleg rukkun á landamærunum sé enn til skoðunar hér á landi. Þannig segir í fyrrnefndri umfjöllun Forbes að ferðamenn muni fá skimun við komuna til Íslands, „sem greidd er af stjórnvöldum,“ áður en ferðamennirnir fá að halda á dvalarstaðinn sinn. Sé prófið neikvætt fær fólk að halda ferð sinni um Ísland áfram. Sem fyrr segir þykir blaðamanni Forbes mikið til áætlunarinnar koma: „Hún gæti orðið góð forskrift fyrir aðra sem vilja opna aftur fyrir ferðamenn með öruggum hætti.“ Fleiri miðlar gera sér mat úr því að skimunin á Íslandi verði ókeypis fyrir ferðamenn. Hið víðlesna rit New York Post fullyrti það t.a.m. í fyrirsögn í gær, rétt eins og Insider og ástralski vefmiðilinn news.co.au, sem laðar til sín um 10 milljón lesendur í mánuði, gerir slíkt hið sama: „Opnun Íslands: Ferðamönnum hleypt inn í landið, ókeypis kórónuveirupróf í kaupbæti.“ Enn fleiri miðlar minnast svo á hin meintu ókeypis kórónuveirupróf inni í umfjöllunum sínum um væntanlega opnun Íslands. Barist um ferðamennina Sem fyrr segir er útfærsla skimunarinnar ennþá til skoðunar hjá íslenskum stjórnvöldum og því ekki búið að taka ákvörðun um það hver mun greiða fyrir prófið; ferðamaðurinn eða ríkið. Fari svo að ferðamenn borgi brúsann munu íslensk stjórnvöld því þurfa að leiðrétta fyrrnefndar fullyrðingar sem þegar eru farnar á flug í erlendum miðlum. Ljóst að nokkur áhugi er á Íslandsferðum ef marka má könnun sem framkvæmd var fyrir Icelandair. Næstum 90 prósent svarenda könnunarinnar segjast treysta Íslandi þegar kemur að málefnum sem tengjast útbreiðslu kórónuveirunnar og þegar fólk er síðan spurt hvort það sé áhugasamt um að ferðast til Íslands í framtíðinni segja 76% svarenda að áhuginn sé fyrir hendi. Ísland verður þó ekki eitt um ferðamannahituna. Fleiri lönd eru farin að huga að opnun landamæra og sum þegar farin að höfða til ferðamanna með frumlegum tilboðum. Í því samhengi má nefna að ferðamálayfirvöld á Sikiley hyggjast niðurgreiða flugferðir til eyjunnar um helming, borga þriðju hverju gistinótt og rukka ekki aðgangseyri að ýmsum söfnum og fornleifum. Áætlað er að hvatarnir muni kosta um 50 milljón dali, rúmlega 7,3 milljarða íslenskra króna.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Orðspor Íslands laskað næstu árin ef opnun landsins fer illa Takist fyrirhuguð opnun landsins ekki sem skyldi má vænta þess að það gæti orðið Íslendingum mjög kostnaðarsamt. 14. maí 2020 11:15 Mörgum spurningum ósvarað varðandi opnun landamæra Áhættugreining fyrir Landspítala liggur ekki fyrir. Forstjórinn segir að ekki verði teflt á tæpasta vað. 13. maí 2020 18:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Orðspor Íslands laskað næstu árin ef opnun landsins fer illa Takist fyrirhuguð opnun landsins ekki sem skyldi má vænta þess að það gæti orðið Íslendingum mjög kostnaðarsamt. 14. maí 2020 11:15
Mörgum spurningum ósvarað varðandi opnun landamæra Áhættugreining fyrir Landspítala liggur ekki fyrir. Forstjórinn segir að ekki verði teflt á tæpasta vað. 13. maí 2020 18:00