Gummi Ben stýrir nýjum þætti um Pepsi Max deildina í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2020 15:15 Guðmundur Benediktsson mun fjalla um Pepsi Max deild karla á Stöð 2 Sport í sumar. Vísir Guðmundur Benediktsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í dag í þáttinn Sportið og kynnti þar nýjan þátt sem mun fjalla um Pepsi Max deild karla í sumar. Tveir þættir verða á dagskrá eftir hverja umferð í Pepsi Max deild karla í sumar. Annar verður markaþáttur í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar en hinn verður umræðuþáttur um deildina sem Guðmundur Benediktsson stjórnar. Markaþátturinn verður fyrri daginn en svo verður farið mun nánar yfir umferðina hjá Gumma Ben daginn eftir. Sjö sérfræðingar verða til taks í sumar í umfjöllun Stöðvar tvö um Pepsi Max deild karla. Hjörvar Hafliðason og Tómas Ingi Tómasson snúa báðir aftur en eftir að hafa báðir verið í mislöngum hléi frá slíkum sérfræðingastörfum í Pepsi Max deildinni. Atli Viðar Björnsson, Reynir Leósson og Þorkell Máni Pétursson verða áfram eins og í fyrra. Það eru líka tveir nýir sérfræðingar eða þeir Davíð Þór Viðarsson og Sigurvin Ólafsson sem eru báðir margfaldir Íslandsmeistarar. Davíð Þór varð sjö sinnum Íslandsmeistari en Sigurvin vann fimm Íslandsmeistaratitla. Hér fyrir neðan má sjá Guðmund kynna umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla. Klippa: Sportið í dag - Gummi Ben um umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla Guðmund Benediktsson og Kjartan Atla Kjartansson þarf ekki að kynna enda hafa þeir unnið báðir lengi við þáttargerð hjá Stöð 2 Sport. Guðmundur stýrði síðast þætti um Pepsi deildina sumarið 2017 þegar hann sá um Teiginn en þetta verður í fyrsta sinn sem Kjartan Atli fjallar um íslenska fótboltann. Hjörvar Hafliðason hefur mikla reynslu af störfum sínum sem knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpi og var þar á meðal í mörg ár í Pepsi mörkunum. Hann lék á sínum tíma 40 leiki í efstu deild í marki Vals og Breiðabliks. Tómas Ingi Tómasson var annar af fyrstu tveimur sérfræðingum Pepsi markanna þegar þau byrjuðu í núverandi mynd á Stöð 2 Sport fyrir rúmum áratug. Hann var farsæll leikmaður sjálfur og hefur einnig þjálfað þar á meðal sem aðstoðarþjálfari Eyjólfs Sverrissonar hjá 21 árs landsliðinu. Atli Viðar Björnsson er á sínu öðru tímabili í Pepsi mörkunum en hann vann átta Íslandsmeistaratitla með FH og er eini leikmaður sem hefur náð bæði að spila yfir 200 leiki og skora yfir 100 mörk fyrir eitt lið í efstu deild á Íslandi. Reynir Leósson hefur verið sérfræðingur í Pepsi mörkunum undanfarin tvö tímabil en hann átti sjálfur mjög farsælan feril sem leikmaður og var atvinnumaður í Svíþjóð. Reynir spilaði yfir tvö hundruð leiki í efstu deild fyrir ÍA, Val og Fram og náði því að vera Íslandsmeistari með Skagamönnum. Þorkell Máni Pétursson er á sínu öðru ári sem sérfræðingur Pepsi Max deildarinnar á Stöð 2 Sport en var áður sérfræðingur í Pepsi deild kvenna. Þorkell Máni er þekktur fyrir alvöru skoðanir og hefur mikla reynslu sem knattspyrnuþjálfari í efstu deild kvenna. Davíð Þór Viðarsson er annar af tveimur nýliðum í hópi sérfræðinganna í ár. Davíð Þór setti skóna upp á hillu í fyrra en hann tók fjórum sinnum við Íslandsbikarnum sem fyrirliði FH og vann hann alls sjö sinnum. Davíð Þór lék 240 leiki fyrir FH í efstu deild. Sigurvin Ólafsson er hinn nýliðinn en líkt og Davíð Þór var hann mjög sigursæll á sínum ferli. Sigurvin náði því að vera Íslandsmeistari með þremur félögum eða ÍBV, KR og FH. Sigurvin spilaði með mörgum félögum á ferlum þar á meðal Gróttu sem er nú í efstu deild í fyrsta sinn. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Guðmundur Benediktsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í dag í þáttinn Sportið og kynnti þar nýjan þátt sem mun fjalla um Pepsi Max deild karla í sumar. Tveir þættir verða á dagskrá eftir hverja umferð í Pepsi Max deild karla í sumar. Annar verður markaþáttur í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar en hinn verður umræðuþáttur um deildina sem Guðmundur Benediktsson stjórnar. Markaþátturinn verður fyrri daginn en svo verður farið mun nánar yfir umferðina hjá Gumma Ben daginn eftir. Sjö sérfræðingar verða til taks í sumar í umfjöllun Stöðvar tvö um Pepsi Max deild karla. Hjörvar Hafliðason og Tómas Ingi Tómasson snúa báðir aftur en eftir að hafa báðir verið í mislöngum hléi frá slíkum sérfræðingastörfum í Pepsi Max deildinni. Atli Viðar Björnsson, Reynir Leósson og Þorkell Máni Pétursson verða áfram eins og í fyrra. Það eru líka tveir nýir sérfræðingar eða þeir Davíð Þór Viðarsson og Sigurvin Ólafsson sem eru báðir margfaldir Íslandsmeistarar. Davíð Þór varð sjö sinnum Íslandsmeistari en Sigurvin vann fimm Íslandsmeistaratitla. Hér fyrir neðan má sjá Guðmund kynna umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla. Klippa: Sportið í dag - Gummi Ben um umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla Guðmund Benediktsson og Kjartan Atla Kjartansson þarf ekki að kynna enda hafa þeir unnið báðir lengi við þáttargerð hjá Stöð 2 Sport. Guðmundur stýrði síðast þætti um Pepsi deildina sumarið 2017 þegar hann sá um Teiginn en þetta verður í fyrsta sinn sem Kjartan Atli fjallar um íslenska fótboltann. Hjörvar Hafliðason hefur mikla reynslu af störfum sínum sem knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpi og var þar á meðal í mörg ár í Pepsi mörkunum. Hann lék á sínum tíma 40 leiki í efstu deild í marki Vals og Breiðabliks. Tómas Ingi Tómasson var annar af fyrstu tveimur sérfræðingum Pepsi markanna þegar þau byrjuðu í núverandi mynd á Stöð 2 Sport fyrir rúmum áratug. Hann var farsæll leikmaður sjálfur og hefur einnig þjálfað þar á meðal sem aðstoðarþjálfari Eyjólfs Sverrissonar hjá 21 árs landsliðinu. Atli Viðar Björnsson er á sínu öðru tímabili í Pepsi mörkunum en hann vann átta Íslandsmeistaratitla með FH og er eini leikmaður sem hefur náð bæði að spila yfir 200 leiki og skora yfir 100 mörk fyrir eitt lið í efstu deild á Íslandi. Reynir Leósson hefur verið sérfræðingur í Pepsi mörkunum undanfarin tvö tímabil en hann átti sjálfur mjög farsælan feril sem leikmaður og var atvinnumaður í Svíþjóð. Reynir spilaði yfir tvö hundruð leiki í efstu deild fyrir ÍA, Val og Fram og náði því að vera Íslandsmeistari með Skagamönnum. Þorkell Máni Pétursson er á sínu öðru ári sem sérfræðingur Pepsi Max deildarinnar á Stöð 2 Sport en var áður sérfræðingur í Pepsi deild kvenna. Þorkell Máni er þekktur fyrir alvöru skoðanir og hefur mikla reynslu sem knattspyrnuþjálfari í efstu deild kvenna. Davíð Þór Viðarsson er annar af tveimur nýliðum í hópi sérfræðinganna í ár. Davíð Þór setti skóna upp á hillu í fyrra en hann tók fjórum sinnum við Íslandsbikarnum sem fyrirliði FH og vann hann alls sjö sinnum. Davíð Þór lék 240 leiki fyrir FH í efstu deild. Sigurvin Ólafsson er hinn nýliðinn en líkt og Davíð Þór var hann mjög sigursæll á sínum ferli. Sigurvin náði því að vera Íslandsmeistari með þremur félögum eða ÍBV, KR og FH. Sigurvin spilaði með mörgum félögum á ferlum þar á meðal Gróttu sem er nú í efstu deild í fyrsta sinn. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira