Húsið friðlýst sem Alvar Aalto sagði hið fallegasta á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2020 13:10 Laxabakki með Sogið í bakgrunni. Myndin er af Facebook-síðu Laxabakka - Fallegasta hús á Íslandi. Bærinn Laxabakki við sunnanvert Sog í Árnessýslu skammt neðan brúarinnar við Þrastalund verður friðlýstur. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur hefur samþykkt tillögu Minjastofnunar Íslands þess efnis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Húsið átti og reisti Ósvaldur Knudsen (1899-1975) málarameistari og brautryðjandi í gerð leikinna kvikmynda og heimildamynda um íslenska náttúru. Var það var byggt sem veiði- og frístundahús en Ósvaldur hannaði og smíðaði húsið í mynd íslensks torfbæjar með tveimur misháum burstum, torfi á þaki og hlöðnum hliðarveggjum úr hraunhellum. Við árbakkann skammt frá húsinu eru leifar bátaskýlis með torfþekju sem nú er fallin. Að neðan má sjá myndina Sogið sem Ósvaldur gerði á sínum tíma. „Ég fagna því að þetta fallega og sögufræga hús fái þá viðurkenningu sem því ber. Húsið hefur mikla sérstöðu en fá torfhús með burstalagi eru enn uppistandandi á suðvesturhorni landsins,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. View this post on Instagram A post shared by Laxabakki_Bauen Wohnen Denken (@laxabakki) on Dec 12, 2019 at 6:19pm PST Laxabakki er sambland af torfbæ og timburhúsi sem stendur föstum fótum í innlendri byggingarhefð en sker sig jafnframt úr sem sjálfstætt verk með sterk höfundareinkenni. Baðstofa hússins er rétt smíðuð samkvæmt aldagamalli hefð. Færa má fyrir því rök að húsið sé seinasti hlekkurinn í óslitinni, ellefu hundruð ára þróunarsögu íslenska bæjarins. View this post on Instagram A post shared by Laxabakki_Bauen Wohnen Denken (@laxabakki) on Jul 28, 2019 at 8:40am PDT Finnski arkitektinn Alvar Aalto sótti Laxabakka heim árið 1968 og er til ljósmynd af honum við húsið ásamt Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt. Haft var eftir Aalto að Laxabakki væri að hans mati fegursta bygging á Íslandi. Í friðlýsingartillögu Minjastofnunar Íslands kemur fram að varðveislugildi Laxabakka sé mikið þrátt fyrir bágborið ástand hússins, og felst það gildi þess ekki síst í samspili byggingarlistar við náttúru og umhverfi. View this post on Instagram A post shared by Laxabakki_Bauen Wohnen Denken (@laxabakki) on Jul 17, 2019 at 1:43pm PDT Minjastofnun Íslands mun þinglýsa friðlýsingunni og tilkynna hlutaðeigandi aðilum um hana samkvæmt ákvæðum laga um menningarminjar. Sérstök Facebook-síða er til fyrir Laxabakka þar sem meðal annars má sjá myndir frá uppbyggingu hússins síðastliðið sumar. Með því að smella á myndirnar að ofan má sjá Instagram reikning sama verkefnis með nýlegri myndum. Hús og heimili Grímsnes- og Grafningshreppur Húsavernd Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Bærinn Laxabakki við sunnanvert Sog í Árnessýslu skammt neðan brúarinnar við Þrastalund verður friðlýstur. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur hefur samþykkt tillögu Minjastofnunar Íslands þess efnis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Húsið átti og reisti Ósvaldur Knudsen (1899-1975) málarameistari og brautryðjandi í gerð leikinna kvikmynda og heimildamynda um íslenska náttúru. Var það var byggt sem veiði- og frístundahús en Ósvaldur hannaði og smíðaði húsið í mynd íslensks torfbæjar með tveimur misháum burstum, torfi á þaki og hlöðnum hliðarveggjum úr hraunhellum. Við árbakkann skammt frá húsinu eru leifar bátaskýlis með torfþekju sem nú er fallin. Að neðan má sjá myndina Sogið sem Ósvaldur gerði á sínum tíma. „Ég fagna því að þetta fallega og sögufræga hús fái þá viðurkenningu sem því ber. Húsið hefur mikla sérstöðu en fá torfhús með burstalagi eru enn uppistandandi á suðvesturhorni landsins,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. View this post on Instagram A post shared by Laxabakki_Bauen Wohnen Denken (@laxabakki) on Dec 12, 2019 at 6:19pm PST Laxabakki er sambland af torfbæ og timburhúsi sem stendur föstum fótum í innlendri byggingarhefð en sker sig jafnframt úr sem sjálfstætt verk með sterk höfundareinkenni. Baðstofa hússins er rétt smíðuð samkvæmt aldagamalli hefð. Færa má fyrir því rök að húsið sé seinasti hlekkurinn í óslitinni, ellefu hundruð ára þróunarsögu íslenska bæjarins. View this post on Instagram A post shared by Laxabakki_Bauen Wohnen Denken (@laxabakki) on Jul 28, 2019 at 8:40am PDT Finnski arkitektinn Alvar Aalto sótti Laxabakka heim árið 1968 og er til ljósmynd af honum við húsið ásamt Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt. Haft var eftir Aalto að Laxabakki væri að hans mati fegursta bygging á Íslandi. Í friðlýsingartillögu Minjastofnunar Íslands kemur fram að varðveislugildi Laxabakka sé mikið þrátt fyrir bágborið ástand hússins, og felst það gildi þess ekki síst í samspili byggingarlistar við náttúru og umhverfi. View this post on Instagram A post shared by Laxabakki_Bauen Wohnen Denken (@laxabakki) on Jul 17, 2019 at 1:43pm PDT Minjastofnun Íslands mun þinglýsa friðlýsingunni og tilkynna hlutaðeigandi aðilum um hana samkvæmt ákvæðum laga um menningarminjar. Sérstök Facebook-síða er til fyrir Laxabakka þar sem meðal annars má sjá myndir frá uppbyggingu hússins síðastliðið sumar. Með því að smella á myndirnar að ofan má sjá Instagram reikning sama verkefnis með nýlegri myndum.
Hús og heimili Grímsnes- og Grafningshreppur Húsavernd Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira