„Ég hef heyrt margt ljótt um mig, sérstaklega frá konum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. maí 2020 14:00 Gurrý hefur verið einn vinsælasti einkaþjálfari landsins í mörg ár. MYND/EMILÍA ANNA „Ég hef heyrt að ég sé alltaf að reyna að drepa fólk í ræktinni, sé svakalega hörð og tillitslaus. Fyrst særði það mig því ég er ekki þannig, en ég veit hvaðan þetta kemur,“ segir Guðríður Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, í ítarlegu viðtali í DV í dag. Í viðtalinu kemur fram að hún sé skilin á að borði og sæng við eiginmann sinn Markús Má Þorgeirsson eftir 17 ára hjónaband. Gurrý er einn vinsælasti einkaþjálfari landsins. Hún segir að fólk líti á hana sem harða og erfiða og það hafi mikið til byrjað eftir að hún fór að birtast á skjánum í Biggest Loser. Mesta kryddið sýnt „Biggest Loser er auðvitað sjónvarpsefni þar sem búið er að klippa allt til, þannig að bara mesta kryddið er sýnt og samtöl jafnvel ekki sýnd í heilu lagi. Ég segi alveg það sem mér finnst, en ég er passlega næs,“ segir hún í samtali við DV. „Ég hef heyrt margt ljótt um mig, sérstaklega frá konum. Sumir eru bara fífl. En síðan eru eins og gengur aðrir sem vita ekki betur, draga upp einhverja mynd sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Auðvitað er það stundum óþægilegt að heyra hvernig fólk heldur að ég sé og misskilur mig. Ég veit að ég tala frekar hátt og er að reyna að vanda mig við að milda tóninn í röddinni. Ég geng um bein í baki og virðist hörð í gegn en er bara ósköp venjuleg kona sem fær appelsínuhúð og ber falleg ör eftir að hafa gengið með þrjú börn. Ég elska fólk og ég elska að fylgjast með árangri þeirra sem ég er að hjálpa. Ég er sátt við mig, líður vel þar sem ég er.“ Gurrý fór af stað með morgunæfingar á Vísi á dögunum og birtust nokkrir þættir þar sem fólk gat æft heima hjá sér í samkomubanni. Ástin og lífið Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Sjá meira
„Ég hef heyrt að ég sé alltaf að reyna að drepa fólk í ræktinni, sé svakalega hörð og tillitslaus. Fyrst særði það mig því ég er ekki þannig, en ég veit hvaðan þetta kemur,“ segir Guðríður Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, í ítarlegu viðtali í DV í dag. Í viðtalinu kemur fram að hún sé skilin á að borði og sæng við eiginmann sinn Markús Má Þorgeirsson eftir 17 ára hjónaband. Gurrý er einn vinsælasti einkaþjálfari landsins. Hún segir að fólk líti á hana sem harða og erfiða og það hafi mikið til byrjað eftir að hún fór að birtast á skjánum í Biggest Loser. Mesta kryddið sýnt „Biggest Loser er auðvitað sjónvarpsefni þar sem búið er að klippa allt til, þannig að bara mesta kryddið er sýnt og samtöl jafnvel ekki sýnd í heilu lagi. Ég segi alveg það sem mér finnst, en ég er passlega næs,“ segir hún í samtali við DV. „Ég hef heyrt margt ljótt um mig, sérstaklega frá konum. Sumir eru bara fífl. En síðan eru eins og gengur aðrir sem vita ekki betur, draga upp einhverja mynd sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Auðvitað er það stundum óþægilegt að heyra hvernig fólk heldur að ég sé og misskilur mig. Ég veit að ég tala frekar hátt og er að reyna að vanda mig við að milda tóninn í röddinni. Ég geng um bein í baki og virðist hörð í gegn en er bara ósköp venjuleg kona sem fær appelsínuhúð og ber falleg ör eftir að hafa gengið með þrjú börn. Ég elska fólk og ég elska að fylgjast með árangri þeirra sem ég er að hjálpa. Ég er sátt við mig, líður vel þar sem ég er.“ Gurrý fór af stað með morgunæfingar á Vísi á dögunum og birtust nokkrir þættir þar sem fólk gat æft heima hjá sér í samkomubanni.
Ástin og lífið Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Sjá meira