Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2020 13:41 Dagný Linda Kristjánsdóttir, iðjuþjálfi og skíðakona, og Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja. Guðmundur Jakobsson/Aðsend Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. Fyrir breytingarnar fóru eigendurnir samanlagt með 86,5% hlutafjár í Samherja en hlutur þeirra verður 2,0% eftir breytingarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Umræddir aðaleigendur eru auk Þorsteins þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir. Stærstu hluthafar verða nú Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.Vísir/vilhelm Í tilkynningu segir að undirbúningur þessara breytinga hafi staðið undanfarin tvö ár. Áformin og framkvæmd þeirra hafi formlega verið kynnt í stjórn félagsins á miðju ári 2019. „Með þessum hætti vilja stofnendur Samherja treysta og viðhalda þeim mikilvægu fjölskyldutengslum sem félagið hefur ætíð byggst á og hafa verið hornsteinn í rekstrinum,“ segir í tilkynningu. Frændurnir halda ótrauðir áfram Þorsteinn Már mun áfram gegna starfi forstjóra og Kristján Vilhelmsson verður áfram útgerðarstjóri þrátt fyrir hlutabréfaframsalið. Þá varðar framsalið eingöngu hlutabréfin í Samherja hf. en ekki systurfélaginu Samherja Holding ehf. Haft er eftir Þorsteini Má og Kristjáni í tilkynningu að „þeir frændurnir“ hafi fullan metnað til að taka þátt í áframhaldandi rekstri Samherja. Félagið eigi „mikla og bjarta framtíð og hefur vaxið og dafnað þrátt fyrir ýmsa erfiðleika.“ Erfiðleikarnir sem frændurnir vísa þar í eru líklega fyrst og fremst rannsókn héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra á starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar þar um í lok síðasta árs. Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja vegna málsins. Framkvæmdastjóri og skíðadrottning Stærstu hluthafar verða nú, Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Af þeim Samherjabörnum sem nú taka við eignarhaldi fyrirtækisins hafa Baldvin og Dagný Linda haft sig mest í frammi. Baldvin er sonur Þorsteins Más og fæddur árið 1983. Hann hefur starfað hjá Samherja um árabil og gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Samherja. Þá er hann einnig stjórnarformaður Eimskips. Athygli vakti í mars í fyrra þegar Baldvin lét Má Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi. Á fundinum var Samherjamálið svokallaða, þ.e. umdeild húsleit í höfuðsvöðvum Samherja, og vinnubrögð Seðlabankans í málinu til umfjöllunar. Dagný er dóttir Kristjáns Vilhelmssonar og var um árabil fremsta skíðakona landsins. Þegar hún lagði skíðin á hilluna árið 2008 átti hún að baki átján Íslandsmeistaratitla og var sjö sinnum valin skíðakona ársins. Hún lauk BS-prófi í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri árið 2013 og hefur starfað á því síðustu ár, ásamt því að sinna kennslu við HA. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Markaðir Tengdar fréttir Samherji endurgreiðir ríkinu hlutabætur Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélag Akureyringa hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum. Félög Samherja muni í staðinn sjálf bera allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna sinna. 13. maí 2020 20:32 Samherja veitt undanþága frá tilboðsskyldu í Eimskip Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti Samherja Holding, systurfélagi Samherja, undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélag Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja. 31. mars 2020 20:32 Þorsteinn Már snýr aftur í stól forstjóra Samherja Stjórn Samherja ákvað í dag að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur til starfa og verði forstjóri við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið. 27. mars 2020 15:21 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Sjá meira
Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. Fyrir breytingarnar fóru eigendurnir samanlagt með 86,5% hlutafjár í Samherja en hlutur þeirra verður 2,0% eftir breytingarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Umræddir aðaleigendur eru auk Þorsteins þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir. Stærstu hluthafar verða nú Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.Vísir/vilhelm Í tilkynningu segir að undirbúningur þessara breytinga hafi staðið undanfarin tvö ár. Áformin og framkvæmd þeirra hafi formlega verið kynnt í stjórn félagsins á miðju ári 2019. „Með þessum hætti vilja stofnendur Samherja treysta og viðhalda þeim mikilvægu fjölskyldutengslum sem félagið hefur ætíð byggst á og hafa verið hornsteinn í rekstrinum,“ segir í tilkynningu. Frændurnir halda ótrauðir áfram Þorsteinn Már mun áfram gegna starfi forstjóra og Kristján Vilhelmsson verður áfram útgerðarstjóri þrátt fyrir hlutabréfaframsalið. Þá varðar framsalið eingöngu hlutabréfin í Samherja hf. en ekki systurfélaginu Samherja Holding ehf. Haft er eftir Þorsteini Má og Kristjáni í tilkynningu að „þeir frændurnir“ hafi fullan metnað til að taka þátt í áframhaldandi rekstri Samherja. Félagið eigi „mikla og bjarta framtíð og hefur vaxið og dafnað þrátt fyrir ýmsa erfiðleika.“ Erfiðleikarnir sem frændurnir vísa þar í eru líklega fyrst og fremst rannsókn héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra á starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar þar um í lok síðasta árs. Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja vegna málsins. Framkvæmdastjóri og skíðadrottning Stærstu hluthafar verða nú, Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Af þeim Samherjabörnum sem nú taka við eignarhaldi fyrirtækisins hafa Baldvin og Dagný Linda haft sig mest í frammi. Baldvin er sonur Þorsteins Más og fæddur árið 1983. Hann hefur starfað hjá Samherja um árabil og gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Samherja. Þá er hann einnig stjórnarformaður Eimskips. Athygli vakti í mars í fyrra þegar Baldvin lét Má Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi. Á fundinum var Samherjamálið svokallaða, þ.e. umdeild húsleit í höfuðsvöðvum Samherja, og vinnubrögð Seðlabankans í málinu til umfjöllunar. Dagný er dóttir Kristjáns Vilhelmssonar og var um árabil fremsta skíðakona landsins. Þegar hún lagði skíðin á hilluna árið 2008 átti hún að baki átján Íslandsmeistaratitla og var sjö sinnum valin skíðakona ársins. Hún lauk BS-prófi í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri árið 2013 og hefur starfað á því síðustu ár, ásamt því að sinna kennslu við HA. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Markaðir Tengdar fréttir Samherji endurgreiðir ríkinu hlutabætur Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélag Akureyringa hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum. Félög Samherja muni í staðinn sjálf bera allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna sinna. 13. maí 2020 20:32 Samherja veitt undanþága frá tilboðsskyldu í Eimskip Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti Samherja Holding, systurfélagi Samherja, undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélag Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja. 31. mars 2020 20:32 Þorsteinn Már snýr aftur í stól forstjóra Samherja Stjórn Samherja ákvað í dag að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur til starfa og verði forstjóri við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið. 27. mars 2020 15:21 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Sjá meira
Samherji endurgreiðir ríkinu hlutabætur Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélag Akureyringa hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum. Félög Samherja muni í staðinn sjálf bera allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna sinna. 13. maí 2020 20:32
Samherja veitt undanþága frá tilboðsskyldu í Eimskip Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti Samherja Holding, systurfélagi Samherja, undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélag Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja. 31. mars 2020 20:32
Þorsteinn Már snýr aftur í stól forstjóra Samherja Stjórn Samherja ákvað í dag að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur til starfa og verði forstjóri við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið. 27. mars 2020 15:21