Ráðleggur Íslendingum að fara ekki til útlanda Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2020 14:55 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sóttvarnalæknir ráðleggur Íslendingum að láta það vera að fara til útlanda eins og staðan er nú. Enn sé víða mikil óvissa um faraldur kórónuveiru í öðrum löndum og tilefni til að fara varlega. Ríki heims eru mörg nú að stíga skref í átt að opnun landamæra eftir faraldurinn. Þannig hafa fulltrúar Evrópusambandsins hvatt aðildarríki til að slaka á aðgerðum og takmörkunum. Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og Litháen hafa til að mynda opnað landamæri sín gagnvart hvert öðru og Þjóðverjar hyggjast opna landamæri sín að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardag. Þá er víða stefnt að algjörri opnun landamæra í júní. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sjálfur sagt að hann gerði ekki ráð fyrir að ferðast til útlanda á þessu ári. Þórólfur var á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis inntur eftir ráðleggingum til þeirra Íslendinga sem sjá nú fyrir sér utanlandsferðir á árinu í kjölfar tilslakana. Þórólfur benti á að staðan væri óviss í flestum löndum og erfitt væri að fá skýra mynd af því hvar útbreiðsla veikinnar væri mikil eða lítil. Þannig væri mismikið tekið af sýnum eftir löndum o.s.frv. „Þannig að eins og staðan er núna finnst mér þetta ekki víst og öruggt hverju maður á að treysta í því. Þannig að ég myndi ráðleggja öllum að fara bara mjög varlega, vera ekkert að fara til útlanda nema það sé mjög brýn ástæða. En þetta breytist á næstunni, á vikum og mánuðum, og þá fær maður örugglega betri mynd af því sem er að gerast. En þannig lít ég á það núna,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gætum þurft að vinda ofan af ónákvæmum fréttum um opnun Íslands Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. 15. maí 2020 11:15 Margir hafa hug á að ferðast hingað til lands Mikill áhugi er á Íslandi sem áfangastað meðal ferðafólks og þeim sem geta hugsað sér að ferðast á milli Evrópu og Norður-Ameríku fjölgar. 15. maí 2020 06:39 Slóvenar segja faraldurinn yfirstaðinn í landinu Slóvenía varð í morgun fyrsta Evrópulandið til að lýsa því yfir að kórónuveirufaraldurinn sé yfirstaðinn í landinu. 15. maí 2020 09:03 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Sóttvarnalæknir ráðleggur Íslendingum að láta það vera að fara til útlanda eins og staðan er nú. Enn sé víða mikil óvissa um faraldur kórónuveiru í öðrum löndum og tilefni til að fara varlega. Ríki heims eru mörg nú að stíga skref í átt að opnun landamæra eftir faraldurinn. Þannig hafa fulltrúar Evrópusambandsins hvatt aðildarríki til að slaka á aðgerðum og takmörkunum. Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og Litháen hafa til að mynda opnað landamæri sín gagnvart hvert öðru og Þjóðverjar hyggjast opna landamæri sín að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardag. Þá er víða stefnt að algjörri opnun landamæra í júní. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sjálfur sagt að hann gerði ekki ráð fyrir að ferðast til útlanda á þessu ári. Þórólfur var á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis inntur eftir ráðleggingum til þeirra Íslendinga sem sjá nú fyrir sér utanlandsferðir á árinu í kjölfar tilslakana. Þórólfur benti á að staðan væri óviss í flestum löndum og erfitt væri að fá skýra mynd af því hvar útbreiðsla veikinnar væri mikil eða lítil. Þannig væri mismikið tekið af sýnum eftir löndum o.s.frv. „Þannig að eins og staðan er núna finnst mér þetta ekki víst og öruggt hverju maður á að treysta í því. Þannig að ég myndi ráðleggja öllum að fara bara mjög varlega, vera ekkert að fara til útlanda nema það sé mjög brýn ástæða. En þetta breytist á næstunni, á vikum og mánuðum, og þá fær maður örugglega betri mynd af því sem er að gerast. En þannig lít ég á það núna,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gætum þurft að vinda ofan af ónákvæmum fréttum um opnun Íslands Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. 15. maí 2020 11:15 Margir hafa hug á að ferðast hingað til lands Mikill áhugi er á Íslandi sem áfangastað meðal ferðafólks og þeim sem geta hugsað sér að ferðast á milli Evrópu og Norður-Ameríku fjölgar. 15. maí 2020 06:39 Slóvenar segja faraldurinn yfirstaðinn í landinu Slóvenía varð í morgun fyrsta Evrópulandið til að lýsa því yfir að kórónuveirufaraldurinn sé yfirstaðinn í landinu. 15. maí 2020 09:03 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Gætum þurft að vinda ofan af ónákvæmum fréttum um opnun Íslands Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. 15. maí 2020 11:15
Margir hafa hug á að ferðast hingað til lands Mikill áhugi er á Íslandi sem áfangastað meðal ferðafólks og þeim sem geta hugsað sér að ferðast á milli Evrópu og Norður-Ameríku fjölgar. 15. maí 2020 06:39
Slóvenar segja faraldurinn yfirstaðinn í landinu Slóvenía varð í morgun fyrsta Evrópulandið til að lýsa því yfir að kórónuveirufaraldurinn sé yfirstaðinn í landinu. 15. maí 2020 09:03
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent