Ráðleggur Íslendingum að fara ekki til útlanda Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2020 14:55 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sóttvarnalæknir ráðleggur Íslendingum að láta það vera að fara til útlanda eins og staðan er nú. Enn sé víða mikil óvissa um faraldur kórónuveiru í öðrum löndum og tilefni til að fara varlega. Ríki heims eru mörg nú að stíga skref í átt að opnun landamæra eftir faraldurinn. Þannig hafa fulltrúar Evrópusambandsins hvatt aðildarríki til að slaka á aðgerðum og takmörkunum. Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og Litháen hafa til að mynda opnað landamæri sín gagnvart hvert öðru og Þjóðverjar hyggjast opna landamæri sín að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardag. Þá er víða stefnt að algjörri opnun landamæra í júní. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sjálfur sagt að hann gerði ekki ráð fyrir að ferðast til útlanda á þessu ári. Þórólfur var á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis inntur eftir ráðleggingum til þeirra Íslendinga sem sjá nú fyrir sér utanlandsferðir á árinu í kjölfar tilslakana. Þórólfur benti á að staðan væri óviss í flestum löndum og erfitt væri að fá skýra mynd af því hvar útbreiðsla veikinnar væri mikil eða lítil. Þannig væri mismikið tekið af sýnum eftir löndum o.s.frv. „Þannig að eins og staðan er núna finnst mér þetta ekki víst og öruggt hverju maður á að treysta í því. Þannig að ég myndi ráðleggja öllum að fara bara mjög varlega, vera ekkert að fara til útlanda nema það sé mjög brýn ástæða. En þetta breytist á næstunni, á vikum og mánuðum, og þá fær maður örugglega betri mynd af því sem er að gerast. En þannig lít ég á það núna,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gætum þurft að vinda ofan af ónákvæmum fréttum um opnun Íslands Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. 15. maí 2020 11:15 Margir hafa hug á að ferðast hingað til lands Mikill áhugi er á Íslandi sem áfangastað meðal ferðafólks og þeim sem geta hugsað sér að ferðast á milli Evrópu og Norður-Ameríku fjölgar. 15. maí 2020 06:39 Slóvenar segja faraldurinn yfirstaðinn í landinu Slóvenía varð í morgun fyrsta Evrópulandið til að lýsa því yfir að kórónuveirufaraldurinn sé yfirstaðinn í landinu. 15. maí 2020 09:03 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Sóttvarnalæknir ráðleggur Íslendingum að láta það vera að fara til útlanda eins og staðan er nú. Enn sé víða mikil óvissa um faraldur kórónuveiru í öðrum löndum og tilefni til að fara varlega. Ríki heims eru mörg nú að stíga skref í átt að opnun landamæra eftir faraldurinn. Þannig hafa fulltrúar Evrópusambandsins hvatt aðildarríki til að slaka á aðgerðum og takmörkunum. Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og Litháen hafa til að mynda opnað landamæri sín gagnvart hvert öðru og Þjóðverjar hyggjast opna landamæri sín að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardag. Þá er víða stefnt að algjörri opnun landamæra í júní. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sjálfur sagt að hann gerði ekki ráð fyrir að ferðast til útlanda á þessu ári. Þórólfur var á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis inntur eftir ráðleggingum til þeirra Íslendinga sem sjá nú fyrir sér utanlandsferðir á árinu í kjölfar tilslakana. Þórólfur benti á að staðan væri óviss í flestum löndum og erfitt væri að fá skýra mynd af því hvar útbreiðsla veikinnar væri mikil eða lítil. Þannig væri mismikið tekið af sýnum eftir löndum o.s.frv. „Þannig að eins og staðan er núna finnst mér þetta ekki víst og öruggt hverju maður á að treysta í því. Þannig að ég myndi ráðleggja öllum að fara bara mjög varlega, vera ekkert að fara til útlanda nema það sé mjög brýn ástæða. En þetta breytist á næstunni, á vikum og mánuðum, og þá fær maður örugglega betri mynd af því sem er að gerast. En þannig lít ég á það núna,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gætum þurft að vinda ofan af ónákvæmum fréttum um opnun Íslands Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. 15. maí 2020 11:15 Margir hafa hug á að ferðast hingað til lands Mikill áhugi er á Íslandi sem áfangastað meðal ferðafólks og þeim sem geta hugsað sér að ferðast á milli Evrópu og Norður-Ameríku fjölgar. 15. maí 2020 06:39 Slóvenar segja faraldurinn yfirstaðinn í landinu Slóvenía varð í morgun fyrsta Evrópulandið til að lýsa því yfir að kórónuveirufaraldurinn sé yfirstaðinn í landinu. 15. maí 2020 09:03 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Gætum þurft að vinda ofan af ónákvæmum fréttum um opnun Íslands Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. 15. maí 2020 11:15
Margir hafa hug á að ferðast hingað til lands Mikill áhugi er á Íslandi sem áfangastað meðal ferðafólks og þeim sem geta hugsað sér að ferðast á milli Evrópu og Norður-Ameríku fjölgar. 15. maí 2020 06:39
Slóvenar segja faraldurinn yfirstaðinn í landinu Slóvenía varð í morgun fyrsta Evrópulandið til að lýsa því yfir að kórónuveirufaraldurinn sé yfirstaðinn í landinu. 15. maí 2020 09:03
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent