Mótmæla hugmyndum um bann við kynfræðslu og hertari reglum um þungunarrof Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2020 06:49 Strangar reglur um samkomubann þýða í raun að mótmælaaðgerðir á götum úti eru í raun óheimilar. Í Varsjá hafa andstæðingar stjórnarinnar notast við hjól og bíla til að koma óánægju sinni á framfæri. AP Stjórnarandstæðingar í Póllandi hafa sakað stjórnarflokkinn Lög og réttlæti (PiS) um að misnota sér ástandið í landinu og heiminum og koma nú umdeildum málum í gegn. Stefnir flokkurinn að því að koma frumvörpum í gegn sem myndu fela í sér að kynfræðsla fyrir börn yrði bönnuð og sömuleiðis að reglur um skilyrði fyrir þungunarrofi hertar enn frekar. Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) og ýmsir aðgerðasinnar hafa gagnrýnt pólsk stjórnvöld harðlega og sakað þau um að misnota ástandið. Strangar reglur um samkomubann þýða að mótmælaaðgerðir á götum úti eru í raun óheimilar. Í Póllandi má fólk nú að hámarki tveir koma saman á hverjum tíma. Einhverjir stjórnarandstæðingar hafa því notast við hjól og bíla til að koma óánægju sinni á framfæri. Hertar reglur um þungunarrof Ein lagabreytingin sem PiS reynir nú að ná í gegn felur í sér bann við þungunarrofi, í þeim tilfellum þar sem sannað er að fóstrið sé alvarlega skaðað. Í frétt NRK kemur fram að í Póllandi sé nú einungis heimilt að gangast undir þungunarrof eftir nauðgun, sé líf konunnar í hættu eða ef sannað þykir að fóstrið sé alvarlega skaddað. Stjórnin stefnir nú að því að fjarlægja þetta þriðja skilyrði úr lögunum. Eru það fyrst og fremst kaþólska kirkjan og trúarlegir þrýstihópar sem hafa þrýst á lagabreytinguna. Pólska stjórnin reyndi einnig að koma breytingunni í gegn árið 2016, en þurfti að bakka með tillögurnar eftir umfangsmiklar mótmælaaðgerðir tugþúsunda kvenna víðs vegar um landið. Sagt á pari við barnaníð Stjórnin hefur einnig lagt fram tillögu sem felur í sér að það verði refsivert og varðað fimm ára fangelsi að skipuleggja kynfræðslu fyrir börn í skólum. Er slíkt sagt jafnast á við barnaníð, en Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi PiS, hefur sagt kynfræðslu árás á hefðbundið fjölskyldumynstur. Pólska þingið tekur málin til umræðu í dag og er talið að fyrsta atkvæðagreiðsla kunni einnig að fara fram. Pólland Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir fyrir væntanlegt vopnahlé Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Stjórnarandstæðingar í Póllandi hafa sakað stjórnarflokkinn Lög og réttlæti (PiS) um að misnota sér ástandið í landinu og heiminum og koma nú umdeildum málum í gegn. Stefnir flokkurinn að því að koma frumvörpum í gegn sem myndu fela í sér að kynfræðsla fyrir börn yrði bönnuð og sömuleiðis að reglur um skilyrði fyrir þungunarrofi hertar enn frekar. Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) og ýmsir aðgerðasinnar hafa gagnrýnt pólsk stjórnvöld harðlega og sakað þau um að misnota ástandið. Strangar reglur um samkomubann þýða að mótmælaaðgerðir á götum úti eru í raun óheimilar. Í Póllandi má fólk nú að hámarki tveir koma saman á hverjum tíma. Einhverjir stjórnarandstæðingar hafa því notast við hjól og bíla til að koma óánægju sinni á framfæri. Hertar reglur um þungunarrof Ein lagabreytingin sem PiS reynir nú að ná í gegn felur í sér bann við þungunarrofi, í þeim tilfellum þar sem sannað er að fóstrið sé alvarlega skaðað. Í frétt NRK kemur fram að í Póllandi sé nú einungis heimilt að gangast undir þungunarrof eftir nauðgun, sé líf konunnar í hættu eða ef sannað þykir að fóstrið sé alvarlega skaddað. Stjórnin stefnir nú að því að fjarlægja þetta þriðja skilyrði úr lögunum. Eru það fyrst og fremst kaþólska kirkjan og trúarlegir þrýstihópar sem hafa þrýst á lagabreytinguna. Pólska stjórnin reyndi einnig að koma breytingunni í gegn árið 2016, en þurfti að bakka með tillögurnar eftir umfangsmiklar mótmælaaðgerðir tugþúsunda kvenna víðs vegar um landið. Sagt á pari við barnaníð Stjórnin hefur einnig lagt fram tillögu sem felur í sér að það verði refsivert og varðað fimm ára fangelsi að skipuleggja kynfræðslu fyrir börn í skólum. Er slíkt sagt jafnast á við barnaníð, en Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi PiS, hefur sagt kynfræðslu árás á hefðbundið fjölskyldumynstur. Pólska þingið tekur málin til umræðu í dag og er talið að fyrsta atkvæðagreiðsla kunni einnig að fara fram.
Pólland Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir fyrir væntanlegt vopnahlé Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira