Vigdís Finnbogadóttir er níræð í dag Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2020 08:56 Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vísir/Vilhelm Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skrifaði Vigdísi kveðju í tilefni dagsins á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði framlag Vigdísar til jafnréttismála vera ómetanlegt, bæði á Íslandi og á heimsvísu. „Með sigri í lýðræðislegum kosningum var brotið glerþak sem engin kona hafði áður gert. Þá hefur ástríða Vigdísar fyrir íslenskri tungu verið afar dýrmæt, enda kenndi hún okkur betur en aðrir að meta samspil tungumáls og menningar. Jafnframt jók hún mjög hróður Íslands á alþjóðavettvangi. Fleira mætti telja til, svo sem baráttu hennar fyrir skógrækt og umhverfismálum og að tengja saman kynslóðir með framsýni,“ segir Lilja. Kjörin forseti sumarið 1980 Vigdís var kjörin forseti þann 29. júní 1980, endurkjörin án atkvæðagreiðslu 1984, endurkjörin í kosningum 1988, aftur án atkvæðagreiðslu 1992 og lét af embætti 1996. Hún sagðist síðar meir sjá eftir því að hafa gefið kost á sér síðasta kjörtímabilið en þrýstingur hér á landi sem utan hefði verið mjög mikil á að sitja fjögur ár í viðbót. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti.Embætti forseta Íslands Á vef embættis forseta Íslands er farið yfir náms- og starfsferil Vigdísar. Þar segir að hún hafi orðið stúdent árið 1949, stundað nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París 1949-1953. „Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1957-1958, tók BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslufræðum 1968. Vigdís er heiðursdoktor og heiðursprófessor við marga háskóla og stofnanir víðs vegar um heiminn.“ Fyrsta konan sem kjörin var forseti Ennfremur segir að hún hafi verið blaðafulltrúi Þjóðleikhússins á árunum 1954 til 1957 og aftur 1961 til 1964, leiðsögumaður á sumrin um árabil, kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1962 til 1967 og við Menntaskólann við Hamrahlíð 1967 til 1972. „Hún kenndi um skeið við Háskóla Íslands og var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1972-1980. Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir á vef forsetaembættisins. Heimsathygli vakti þegar Vigdís var kjörin forseti enda fyrsti lýðræðislegi kjörni kvenforseti í heiminum auk þess sem hún var einstæð móðir. Vigdís hlaut 33,8 prósent atkvæða í kosningunum, Guðlaugur Þorvaldsson 32,3 prósent, Albert Guðmundsson 19,8 prósent og Pétur J. Thorsteinsson 14,1 prósent. Að neðan má sjá heimildarmyndina Ljós heimsins eftir Ragnar Halldórsson. Þá fjallaði Elín Hirst um Vigdísi Finnbogadóttur og ævisögu hennar Kona verður forseti sem Páll Valsson ritaði. Einnig má nefna að árið 1988 kom út bókin Ein á forsetavakt eftir Steinunni Sigurðardóttur sem hefur nú verið endurútgefin í tilefni af afmæli Vigdísar. Eins gerði Steinunn heimildamynd um Vigdísi sem bar heitið Vigdís forseti og frumsýnd árið 1995. Tímamót Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skrifaði Vigdísi kveðju í tilefni dagsins á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði framlag Vigdísar til jafnréttismála vera ómetanlegt, bæði á Íslandi og á heimsvísu. „Með sigri í lýðræðislegum kosningum var brotið glerþak sem engin kona hafði áður gert. Þá hefur ástríða Vigdísar fyrir íslenskri tungu verið afar dýrmæt, enda kenndi hún okkur betur en aðrir að meta samspil tungumáls og menningar. Jafnframt jók hún mjög hróður Íslands á alþjóðavettvangi. Fleira mætti telja til, svo sem baráttu hennar fyrir skógrækt og umhverfismálum og að tengja saman kynslóðir með framsýni,“ segir Lilja. Kjörin forseti sumarið 1980 Vigdís var kjörin forseti þann 29. júní 1980, endurkjörin án atkvæðagreiðslu 1984, endurkjörin í kosningum 1988, aftur án atkvæðagreiðslu 1992 og lét af embætti 1996. Hún sagðist síðar meir sjá eftir því að hafa gefið kost á sér síðasta kjörtímabilið en þrýstingur hér á landi sem utan hefði verið mjög mikil á að sitja fjögur ár í viðbót. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti.Embætti forseta Íslands Á vef embættis forseta Íslands er farið yfir náms- og starfsferil Vigdísar. Þar segir að hún hafi orðið stúdent árið 1949, stundað nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París 1949-1953. „Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1957-1958, tók BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslufræðum 1968. Vigdís er heiðursdoktor og heiðursprófessor við marga háskóla og stofnanir víðs vegar um heiminn.“ Fyrsta konan sem kjörin var forseti Ennfremur segir að hún hafi verið blaðafulltrúi Þjóðleikhússins á árunum 1954 til 1957 og aftur 1961 til 1964, leiðsögumaður á sumrin um árabil, kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1962 til 1967 og við Menntaskólann við Hamrahlíð 1967 til 1972. „Hún kenndi um skeið við Háskóla Íslands og var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1972-1980. Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir á vef forsetaembættisins. Heimsathygli vakti þegar Vigdís var kjörin forseti enda fyrsti lýðræðislegi kjörni kvenforseti í heiminum auk þess sem hún var einstæð móðir. Vigdís hlaut 33,8 prósent atkvæða í kosningunum, Guðlaugur Þorvaldsson 32,3 prósent, Albert Guðmundsson 19,8 prósent og Pétur J. Thorsteinsson 14,1 prósent. Að neðan má sjá heimildarmyndina Ljós heimsins eftir Ragnar Halldórsson. Þá fjallaði Elín Hirst um Vigdísi Finnbogadóttur og ævisögu hennar Kona verður forseti sem Páll Valsson ritaði. Einnig má nefna að árið 1988 kom út bókin Ein á forsetavakt eftir Steinunni Sigurðardóttur sem hefur nú verið endurútgefin í tilefni af afmæli Vigdísar. Eins gerði Steinunn heimildamynd um Vigdísi sem bar heitið Vigdís forseti og frumsýnd árið 1995.
Tímamót Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira