Hreiðar Már sýknaður í síðasta hrunmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2020 16:04 Hreiðar Már Sigurðsson hefur þurft að svara fyrir ýmislegt í dómssölum undanfarinn áratug. Vísir/Vilhelm Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var í Landsrétti í dag sýknaður af ákæru um umboðssvik og innherjasvikum fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem forstjóri bankans þegar hann lét bankann veita sér lán án samþykki stjórnar bankans. Hreiðar Már hafði í héraðsdómi verið sýknaður af ákæru um umboðssvik en sakfelldur í þeim lið ákærunnar sem sneri að innherjasvikunum. 575 milljóna lán Landsréttur staðfesti sömuleiðis sýknudóm úr héraði yfir Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans. Hreiðar Már var ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og látið bankann veita sér lán upp á 575 milljónir króna án þess að fá samþykki stjórnar bankans. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir innherjasvik þegar hann færði hlutina yfir í eignarhaldsfélagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. sem hann notaði til að halda utan um hlutabréfaeign sína í bankanum. Samkvæmt ákæru keypti Hreiðar Már bréfin á kaupréttargengi en seldi eigin félagi á markaðsvirði sem var töluvert hærra. Mismunurinn, sem var um 324 milljónir króna, hafi svo runnið inn á bankareikning hans. Við aðalmeðferð málsins í október sagði Hreiðar Már að hver einasta króna sem hann fékk við sölu bréfanna hafi runnið til ríkissjóðs í formi skattgreiðslna. Ekki sannað að Heiðar hefði tekið ákvörðunina Guðný var ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram. Einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008 vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi. Í dómi Landsréttar þótti ekki upplýst svo óyggjandi væri að Hreiðar Már hefði í reynd tekið ákvörðun um lánveitingar til einkahlutafélags í hans eigu. Því var hann ekki talinn hafa misnotað aðstöðu sína þannig að það varðaði við ákvæðið um umboðssvik. Allan vafa um það yrði að virða honum í hag. Voru þau Hreiðar Már og Guðný því sýknuð. Varðandi meint innherjasvik skírskotaði rétturinn til þess að þegar horft væri á atvik málsins í heild og til þeirra hagsmuna sem reglum um innherjaviðskipti væri ætlað að vernda yrði ákvæðið ekki skýrt þannig að það ætti við um viðskipti þeirra sem byggju yfir sömu innherjaupplýsingum þegar þeir ættu viðskipti með fjármálagerning. Féllst Landsréttur því ekki á að það brot sem ákært var fyrir gæti talist innherjasvik í skilningi laga um verðbréfaviðskipti. Var Hreiðar Már því sýknaður. Um er að ræða síðasta hrunmálið, eða síðustu ákæruna sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, gaf út tengda meintum brotum í bankakerfinu á árunum fyrir hrun bankanna haustið 2008. Hrunið Dómsmál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var í Landsrétti í dag sýknaður af ákæru um umboðssvik og innherjasvikum fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem forstjóri bankans þegar hann lét bankann veita sér lán án samþykki stjórnar bankans. Hreiðar Már hafði í héraðsdómi verið sýknaður af ákæru um umboðssvik en sakfelldur í þeim lið ákærunnar sem sneri að innherjasvikunum. 575 milljóna lán Landsréttur staðfesti sömuleiðis sýknudóm úr héraði yfir Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans. Hreiðar Már var ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og látið bankann veita sér lán upp á 575 milljónir króna án þess að fá samþykki stjórnar bankans. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir innherjasvik þegar hann færði hlutina yfir í eignarhaldsfélagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. sem hann notaði til að halda utan um hlutabréfaeign sína í bankanum. Samkvæmt ákæru keypti Hreiðar Már bréfin á kaupréttargengi en seldi eigin félagi á markaðsvirði sem var töluvert hærra. Mismunurinn, sem var um 324 milljónir króna, hafi svo runnið inn á bankareikning hans. Við aðalmeðferð málsins í október sagði Hreiðar Már að hver einasta króna sem hann fékk við sölu bréfanna hafi runnið til ríkissjóðs í formi skattgreiðslna. Ekki sannað að Heiðar hefði tekið ákvörðunina Guðný var ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram. Einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008 vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi. Í dómi Landsréttar þótti ekki upplýst svo óyggjandi væri að Hreiðar Már hefði í reynd tekið ákvörðun um lánveitingar til einkahlutafélags í hans eigu. Því var hann ekki talinn hafa misnotað aðstöðu sína þannig að það varðaði við ákvæðið um umboðssvik. Allan vafa um það yrði að virða honum í hag. Voru þau Hreiðar Már og Guðný því sýknuð. Varðandi meint innherjasvik skírskotaði rétturinn til þess að þegar horft væri á atvik málsins í heild og til þeirra hagsmuna sem reglum um innherjaviðskipti væri ætlað að vernda yrði ákvæðið ekki skýrt þannig að það ætti við um viðskipti þeirra sem byggju yfir sömu innherjaupplýsingum þegar þeir ættu viðskipti með fjármálagerning. Féllst Landsréttur því ekki á að það brot sem ákært var fyrir gæti talist innherjasvik í skilningi laga um verðbréfaviðskipti. Var Hreiðar Már því sýknaður. Um er að ræða síðasta hrunmálið, eða síðustu ákæruna sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, gaf út tengda meintum brotum í bankakerfinu á árunum fyrir hrun bankanna haustið 2008.
Hrunið Dómsmál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira