Litlu sjávarútvegsfyrirtækin og íslensku risarnir Svanur Guðmundsson skrifar 15. maí 2020 17:00 Því er oft haldið fram að fyrirtæki í sjávarútvegi séu of stór og kvótinn sé á fárra manna höndum. Samhliða eru nefnd til sögunnar nokkur stærstu fyrirtækin og stjórnendur þeirra og gjarnan sagt: Þetta gengur ekki! En er þetta rétt, hver er hin raunverulega stærð þeirra og hvernig er samanburður við annan fyrirtækjarekstur hér á landi eða erlendis? Ef við skoðum til að mynda neytendamarkað á Íslandi þá sést að þau fyrirtæki sem þjónusta einstaklinga og heimili hér á landi eru helst dagvöruverslanir, orkuveitur, tryggingafélög, fjölmiðlafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki, olíusölur og bankar. Sjálfsagt er hér einhverjum gleymt en öll þessi félög hafa mikil áhrif á heimilisbókhald landsmanna og því forvitnilegt að skoða hverjir ráða þar för. Gnæfa sjávarútvegsfyrirtækin yfir þessi félög í stærð og umfangi? Nei, síður en svo. Skoðum það nánar. Fyrirtæki heimilanna Að sölu dagvöru standa að mestu tveir til þrír aðilar. Ef bara er tiltekin matvara sem er í lægra VSK þrepi þá er veltan þar nærri 160 milljarðar. Einungis þrír stórir (og 6 litlir aðilar) sjá um alla mjólk og kjötvöru, samtals með veltu uppá 60 milljarða.[1] Raforkusalar eru örfáir og aðeins einn dreifingaraðili. Í tryggingageiranum ráða þrjú félög yfir stærstum hluta markaðsins og þeir sem selja eldsneyti eru þrír stórir og tveir litlir. Þeir sem deila til okkar sjónvarpi og síma eru aðeins þrír og 2 lang stærstir. Viðskiptabankarnir eru þrír og þeir ákveða vaxtastigið og þjónustugjöldin. Út frá þessu má leiða líkur að því að þau fyrirtæki sem ákveða í raun afkomu heimilanna eru hugsanlega á milli 15 og 20. Þetta er ekki vísindaleg greining en sett fram til að varpa ljósi samanburðinn við sjávarútveginn. Til samanburðar er stærsta sjávarútvegsfyrirtækið hér á landi, Brim hf., með svipaða veltu af innlendri starfsemi og Costco í Garðabæ (bensín, matvara og dægurvara).[2] Fjögur olíufélög eru með meiri veltu en öll útgerð í landinu og hagnaður þeirra svipaður árið 2018.[3] [4] Þá er ekki dregið frá auðlindagjaldið sem leggst á útgerðina. Margir hafa horn í síðu sjávarútvegsins og býsnast yfir samþjöppun og stærð en eru á sama tíma ekki mikið að velta fyrir sér stærð og umfangi þeirra fyrirtækja sem standa að sölu á dagvöru, bensíni, tryggingum, fjarskiptum, orku eða fjármálaþjónustu. Þó eru það þeir liðir sem mestu máli skipta fyrir heimilin í landinu. Hömlur skaða sjávarútvegsfyrirtækin Aflahlutdeild er úthlutað á 466 skip hér við land sem landa á 66 hafnir hringinn í kringum landið. 23 félög eiga 75% kvótans og 50 félög sem eiga 89% kvótans (Fiskistofa, 2019) [9]. Lætur nærri að um helmingur kvótans sé í eigu tíu félaga. Svona er lengi er hægt að telja en ekkert félag á meira en 10% af kvótanum. Þegar þetta er skoðað sést að sjávarútvegurinn stendur síður en svo fyrir meiri samþjöppun en önnur svið viðskiptalífsins. Fyrirtæki í sjávarútvegi hér á landi eru í harðri samkeppni á mörkuðum erlendis og þá oft á tíðum við miklu stærri fyrirtæki. Fyrirtæki sem þjónusta tæknihluta vinnslunnar eru bara tvö hér á landi og þau gætu hugsanlega staðið betur að samkeppni á erlendum vettvangi sameinuð. Sama á við um sjávarútveginn. Samkeppnin er á erlendum mörkuðum og þangað eigum að horfa. Ef horft er til stærðar erlendra sjávarútvegsfyrirtækja þá eru 10 stærstu fyrirtækin í heiminum með meðaltalsveltu uppá 500 milljarða. Við þau fyrirtæki eru íslensku fyrirtækin að keppa. Með því að leita á erlenda markaði getum við með stærri fyrirtækjum sett mark okkar á alþjóðlegan sjávarútveg. Þar vefst fyrir mönnum að ná tökum á auðlindastýringu og rekstri fyrirtækja sem nýta sameiginlegar auðlindir. Við getum því sem hægast leiðbeint öðrum þjóðum og veitt þeim aðstoð byggða á þeirri forskrift sem við höfum byggt upp með sjálfbærri nýtingu auðlinda. Það að opinberar reglur takmarki stærð fyrirtækja hér á landi, til þess eins að einstaka aðilar græði ekki of mikið, er fásinna. Þeim sem gengur vel á að styrkja til að eflast og dafna í stað þess að setja á þá hömlur. Í lögum um stjórn fiskveiða segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar [...] Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Mörgum sem fylgst hafa með sjávarútveginum og vilja efla hann finnst eins og við séum föst í fyrstu setningunni og við sem þjóð vitum ekki hvert stefna eigi. Við höfum hins vegar náð þeim markmiðunum sem koma fram í næstu setningu og getum gert enn betur. Við getum til dæmis aukið þekkingu í landinu umtalsvert með því að deila henni með öðrum. Um allt land er reynslumikið fólk sem veit hvernig á að reka sjávarútvegsfyrirtæki en er fast innan þess ramma sem við höfum búið okkur til. Horfum út fyrir kassann, ...hve skal lengi dorga dáðlaus upp við sand, orti Einar Benediktsson. Fleytan er of smá sá guli er utar, á líka við. Í stað þess að agnúast út í sjávarútveginn eigum við að standa saman að því að gera enn betur. Sú sátt sem hefur verið boðuð og meðfylgjandi umræðupólitík leggur lítið til málanna en eykur frekar á öfund og úlfúð. Hættum því og leitum saman leiða að því að gera enn betur. Förum í víking með okkar fiskveiðistjórnunarkerfi og okkar reynslu af því að reka sjávarútveg með hagkvæmum hætti. Allir þeir sem hingað til hafa viljað breyta einhverju gefst tækifæri núna til að breyta heiminum. Hver er með? Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Heimildir [1] https://www.si.is/framleidsla-og-matvaeli/smk/ [2] https://www.vb.is/frettir/costco-med-10-markadshlutdeild/147264/?q=Bens%C3%ADn [3] https://www.vb.is/frettir/gerjun-i-oliugeiranum/151742/ [4] http://hagstofan.s3.amazonaws.com/media/public/2019/1cdb302d-e138-4dac-a4d1-140a31842f81.pdf [5] Velta 2017 skv Samkeppnisstofnun: https://www.samkeppni.is/media/akvardanir-2019/29-2019.pdf [6] https://www.fiskifrettir.is/frettir/tiu-staerstu-sjavarutvegsfyrirtaeki-velta-36-milljordum-dollara/133546/ [7] https://www.samherji.is/is/frettir/farsaell-rekstur-samherja-2017 [8] https://www.brim.is/library/Sidumyndir---skjol/Financial-Information/Fjarmal/arsskyrslur/%c3%81rsreikningur%20Brims%202019.pdf [9] http://www.fiskistofa.is/media/utgefid_efni/Yfirlit_uthlutun_1920.xlsx Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Því er oft haldið fram að fyrirtæki í sjávarútvegi séu of stór og kvótinn sé á fárra manna höndum. Samhliða eru nefnd til sögunnar nokkur stærstu fyrirtækin og stjórnendur þeirra og gjarnan sagt: Þetta gengur ekki! En er þetta rétt, hver er hin raunverulega stærð þeirra og hvernig er samanburður við annan fyrirtækjarekstur hér á landi eða erlendis? Ef við skoðum til að mynda neytendamarkað á Íslandi þá sést að þau fyrirtæki sem þjónusta einstaklinga og heimili hér á landi eru helst dagvöruverslanir, orkuveitur, tryggingafélög, fjölmiðlafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki, olíusölur og bankar. Sjálfsagt er hér einhverjum gleymt en öll þessi félög hafa mikil áhrif á heimilisbókhald landsmanna og því forvitnilegt að skoða hverjir ráða þar för. Gnæfa sjávarútvegsfyrirtækin yfir þessi félög í stærð og umfangi? Nei, síður en svo. Skoðum það nánar. Fyrirtæki heimilanna Að sölu dagvöru standa að mestu tveir til þrír aðilar. Ef bara er tiltekin matvara sem er í lægra VSK þrepi þá er veltan þar nærri 160 milljarðar. Einungis þrír stórir (og 6 litlir aðilar) sjá um alla mjólk og kjötvöru, samtals með veltu uppá 60 milljarða.[1] Raforkusalar eru örfáir og aðeins einn dreifingaraðili. Í tryggingageiranum ráða þrjú félög yfir stærstum hluta markaðsins og þeir sem selja eldsneyti eru þrír stórir og tveir litlir. Þeir sem deila til okkar sjónvarpi og síma eru aðeins þrír og 2 lang stærstir. Viðskiptabankarnir eru þrír og þeir ákveða vaxtastigið og þjónustugjöldin. Út frá þessu má leiða líkur að því að þau fyrirtæki sem ákveða í raun afkomu heimilanna eru hugsanlega á milli 15 og 20. Þetta er ekki vísindaleg greining en sett fram til að varpa ljósi samanburðinn við sjávarútveginn. Til samanburðar er stærsta sjávarútvegsfyrirtækið hér á landi, Brim hf., með svipaða veltu af innlendri starfsemi og Costco í Garðabæ (bensín, matvara og dægurvara).[2] Fjögur olíufélög eru með meiri veltu en öll útgerð í landinu og hagnaður þeirra svipaður árið 2018.[3] [4] Þá er ekki dregið frá auðlindagjaldið sem leggst á útgerðina. Margir hafa horn í síðu sjávarútvegsins og býsnast yfir samþjöppun og stærð en eru á sama tíma ekki mikið að velta fyrir sér stærð og umfangi þeirra fyrirtækja sem standa að sölu á dagvöru, bensíni, tryggingum, fjarskiptum, orku eða fjármálaþjónustu. Þó eru það þeir liðir sem mestu máli skipta fyrir heimilin í landinu. Hömlur skaða sjávarútvegsfyrirtækin Aflahlutdeild er úthlutað á 466 skip hér við land sem landa á 66 hafnir hringinn í kringum landið. 23 félög eiga 75% kvótans og 50 félög sem eiga 89% kvótans (Fiskistofa, 2019) [9]. Lætur nærri að um helmingur kvótans sé í eigu tíu félaga. Svona er lengi er hægt að telja en ekkert félag á meira en 10% af kvótanum. Þegar þetta er skoðað sést að sjávarútvegurinn stendur síður en svo fyrir meiri samþjöppun en önnur svið viðskiptalífsins. Fyrirtæki í sjávarútvegi hér á landi eru í harðri samkeppni á mörkuðum erlendis og þá oft á tíðum við miklu stærri fyrirtæki. Fyrirtæki sem þjónusta tæknihluta vinnslunnar eru bara tvö hér á landi og þau gætu hugsanlega staðið betur að samkeppni á erlendum vettvangi sameinuð. Sama á við um sjávarútveginn. Samkeppnin er á erlendum mörkuðum og þangað eigum að horfa. Ef horft er til stærðar erlendra sjávarútvegsfyrirtækja þá eru 10 stærstu fyrirtækin í heiminum með meðaltalsveltu uppá 500 milljarða. Við þau fyrirtæki eru íslensku fyrirtækin að keppa. Með því að leita á erlenda markaði getum við með stærri fyrirtækjum sett mark okkar á alþjóðlegan sjávarútveg. Þar vefst fyrir mönnum að ná tökum á auðlindastýringu og rekstri fyrirtækja sem nýta sameiginlegar auðlindir. Við getum því sem hægast leiðbeint öðrum þjóðum og veitt þeim aðstoð byggða á þeirri forskrift sem við höfum byggt upp með sjálfbærri nýtingu auðlinda. Það að opinberar reglur takmarki stærð fyrirtækja hér á landi, til þess eins að einstaka aðilar græði ekki of mikið, er fásinna. Þeim sem gengur vel á að styrkja til að eflast og dafna í stað þess að setja á þá hömlur. Í lögum um stjórn fiskveiða segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar [...] Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Mörgum sem fylgst hafa með sjávarútveginum og vilja efla hann finnst eins og við séum föst í fyrstu setningunni og við sem þjóð vitum ekki hvert stefna eigi. Við höfum hins vegar náð þeim markmiðunum sem koma fram í næstu setningu og getum gert enn betur. Við getum til dæmis aukið þekkingu í landinu umtalsvert með því að deila henni með öðrum. Um allt land er reynslumikið fólk sem veit hvernig á að reka sjávarútvegsfyrirtæki en er fast innan þess ramma sem við höfum búið okkur til. Horfum út fyrir kassann, ...hve skal lengi dorga dáðlaus upp við sand, orti Einar Benediktsson. Fleytan er of smá sá guli er utar, á líka við. Í stað þess að agnúast út í sjávarútveginn eigum við að standa saman að því að gera enn betur. Sú sátt sem hefur verið boðuð og meðfylgjandi umræðupólitík leggur lítið til málanna en eykur frekar á öfund og úlfúð. Hættum því og leitum saman leiða að því að gera enn betur. Förum í víking með okkar fiskveiðistjórnunarkerfi og okkar reynslu af því að reka sjávarútveg með hagkvæmum hætti. Allir þeir sem hingað til hafa viljað breyta einhverju gefst tækifæri núna til að breyta heiminum. Hver er með? Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Heimildir [1] https://www.si.is/framleidsla-og-matvaeli/smk/ [2] https://www.vb.is/frettir/costco-med-10-markadshlutdeild/147264/?q=Bens%C3%ADn [3] https://www.vb.is/frettir/gerjun-i-oliugeiranum/151742/ [4] http://hagstofan.s3.amazonaws.com/media/public/2019/1cdb302d-e138-4dac-a4d1-140a31842f81.pdf [5] Velta 2017 skv Samkeppnisstofnun: https://www.samkeppni.is/media/akvardanir-2019/29-2019.pdf [6] https://www.fiskifrettir.is/frettir/tiu-staerstu-sjavarutvegsfyrirtaeki-velta-36-milljordum-dollara/133546/ [7] https://www.samherji.is/is/frettir/farsaell-rekstur-samherja-2017 [8] https://www.brim.is/library/Sidumyndir---skjol/Financial-Information/Fjarmal/arsskyrslur/%c3%81rsreikningur%20Brims%202019.pdf [9] http://www.fiskistofa.is/media/utgefid_efni/Yfirlit_uthlutun_1920.xlsx
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar