Biðja íbúa um að gefa heilbrigðisstarfsfólki regnkápur í stað hlífðarbúnaðar Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2020 11:24 Borgarstjóri Osaka hefur beðið íbúa og forsvarsmenn fyrirtækja um hjálp vegna skorts á hlífðarbúnaði. EPA/FRANCK ROBICHON Yfirvöld borgarinnar Osaka í Japan hafa kallað eftir því að forsvarsmenn verslana og íbúar gefi regnkápur sínar til heilbrigðisstarfsmanna. Það var gert vegna mikils skorts á hlífðarbúnaði þar sem læknar hafa klæðst ruslapokum. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, lýsti yfir neyðarástandi á sex svæðum í Japan í síðustu viku. Þar á meðal í Osaka. Þrátt fyrir það hefur smituðum fjölgað tiltölulega hratt í Japan og hafa nú minnst 8.200 smitast og 166 dáið. Í Osaka hafa því 900 smitast af nýju kórónuveirunni. Ichiro Matsui, borgarstjóri Osaka, sagði frá því í gær að sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir skorti hlífðarbúnað. Kallaði hann eftir því að íbúar gæfu borginni regnkápur og sagði að þær mættu vera í öllum litum, samkvæmt frétt Reuters. Hann sagði einnig að ekki væri hægt að sigra nýju kórónuveiruna án heilbrigðisstarfsfólks. Því væri nauðsynlegt að tryggja að þau sýktust ekki. Regnkápurnar mega ekki vera notaðar og er beiðninni því að mestu beint til eiganda verslana. Matsui tók þó fram að íbúar megi einnig gefa sínar regnkápur sem þeir hafi aldrei notað. Japan Times segir þennan skort eiga við um allt landið. Hann verði sífellt alvarlegri en yfirvöld biðluðu til forsvarsmanna fyrirtækja í síðustu viku og báðu þá um að framleiða þennan nauðsynlega hlífðarbúnað eins og grímur og kápur. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Yfirvöld borgarinnar Osaka í Japan hafa kallað eftir því að forsvarsmenn verslana og íbúar gefi regnkápur sínar til heilbrigðisstarfsmanna. Það var gert vegna mikils skorts á hlífðarbúnaði þar sem læknar hafa klæðst ruslapokum. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, lýsti yfir neyðarástandi á sex svæðum í Japan í síðustu viku. Þar á meðal í Osaka. Þrátt fyrir það hefur smituðum fjölgað tiltölulega hratt í Japan og hafa nú minnst 8.200 smitast og 166 dáið. Í Osaka hafa því 900 smitast af nýju kórónuveirunni. Ichiro Matsui, borgarstjóri Osaka, sagði frá því í gær að sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir skorti hlífðarbúnað. Kallaði hann eftir því að íbúar gæfu borginni regnkápur og sagði að þær mættu vera í öllum litum, samkvæmt frétt Reuters. Hann sagði einnig að ekki væri hægt að sigra nýju kórónuveiruna án heilbrigðisstarfsfólks. Því væri nauðsynlegt að tryggja að þau sýktust ekki. Regnkápurnar mega ekki vera notaðar og er beiðninni því að mestu beint til eiganda verslana. Matsui tók þó fram að íbúar megi einnig gefa sínar regnkápur sem þeir hafi aldrei notað. Japan Times segir þennan skort eiga við um allt landið. Hann verði sífellt alvarlegri en yfirvöld biðluðu til forsvarsmanna fyrirtækja í síðustu viku og báðu þá um að framleiða þennan nauðsynlega hlífðarbúnað eins og grímur og kápur.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira