Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á laugardaginn: Kynning á leikmönnunum í Árbæjarslagnum Anton Ingi Leifsson skrifar 16. apríl 2020 12:30 Íslandsmótið í eFótbolta hefur farið fram undanfarnar vikur. vísir/ksí Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarna daga. Undanúrslit hefjast klukkan 15.00 með leik Róberts Daða úr Fylki og Tinds Örvars úr Elliða en síðari undanúrslitaleikurinn verður á milli Arons Þormars úr Fylki og Leifs úr LFG. Eins og fyrr segir verða báðir undanúrslitaleikirnir í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Róbert Daði spilar fyrir Fylki. Vissi ekki að íþróttafélög væru í efótbolta Róbert Daði 18 ára leikmaður Fylkis hefur komið eins og stormsveipur inn í keppnisumhverfið á Íslandi og tryggði sig fyrstur inn í úrslit á fyrsta mótinu sínu. Hann skrifaði undir samning hjá Fylki fyrr á árinu eftir að Aron Þormar Lárusson landsliðsmaður í eFótbolta og leikmaður Fylkis frá stofnun Rafíþróttadeildarinnar hafði verið að leita af öflugum leikmanni til að spila með í tvíliðakeppni í FIFA. Aron hafði mætt Róberti nokkrum sinnum í helgarkeppnum FIFA og í kjölfarið var hann sannfærður um að þarna væri leikmaður sem hefði allt sem þurfti til að búa til öflugt lið. En hefðbundið keppnisform þegar Covid hangir ekki yfir okkur er tvíliðaleikir. Róbert þáði boðið og mynda þeir félagar nú öflugt teymi. Nýliði í leiknum Róbert hefur ekki spilað FIFA lengi á neinum mælikvarða, margir hafa spilað leikinn síðan þeir voru ungir krakkar en Róbert byrjar ekki að spila af alvöru fyrr en 2018 og fór fljótlega að horfa á atvinnumenn erlendis spila og fékk þá áhuga fyrir helgarkeppni FIFA og ekki leið á löngu þar til hann var farinn að enda viku eftir viku í efstu þremur prósentunum. Róbert sagði okkur frá því að hann áttaði sig á því að hann væri orðinn góður í FIFA þegar hann sagði vinum sínum frá sínum árangri í helgarkeppnum og var að ná mikið lengra en aðrir. Það er líka bara nýlega sem Róbert yfirhöfuð vissi af því að það væri keppt í efótbolta á Íslandi. Hann hafði í sjálfu sér ekki hugmynd um það að það væru keppnislið fyrr en Fylkir hafði samband við hann. Síðan þá hafa draumar um árangur í efótbolta kviknað og sér hann fyrir sér að vinna titla með Fylki og keppa fyrir hönd landsliðsins. Róbert æfir einnig fótbolta með Fram og hafa liðsfélagar hans þar verið duglegir að fylgjast með honum á Íslandsmótinu en eiga stundum erfitt með að venjast því að sjá hann í appelsínugulu. Róbert segir að það sé magnað að vera partur af rafíþróttadeildarumhverfi Fylkis þar sem þeir tefla fram sigursælum liðum í hverjum leik sem er keppt í og öll umgjörðin mikið stærri en hann óraði fyrir. Vonar að efótbolti haldi áfram að vaxa á Íslandi Róbert vonar eftir því að efbótbolti verði jafn vinsæll á Íslandi og víðast hvar erlendis þar sem er keppt í stórum landskeppnum og mörg landsliðsverkefni í boði. Því það hefur komið Róbert rosalega mikið á óvart hversu margir góðir leikmenn eru á Íslandi. En spurður að því hvernig er best að æfa sig í efótbolta þá segir Róbert að hann horfi mjög mikið á atvinnumenn og reynir að herma eftir þeim. Í gegnum þær hermiæfingar hefur Róbert náð mjög góðum tökum á tæknispili og telur það sinn helsta styrkleika. Tindur Örvar Örvarsson fer fyrir liði Elliða.vísir/aron Það er sigurinn sem skiptir máli Tindur Örvar Örvarsson 19 ára hefur komið mörgum á óvart þegar hann slóg út þekkta leikmenn á leiðinni í úrslit. Tindur er leikmaður Elliða og hefur orð á sér að vera leikmaður sem minnir helst á Mourinho hann gerir það sem gera þarf til að sigra andstæðingana sína. Tindur er varnarsinnaðari en margir leikmenn Íslandsmótsins og beitir mikið hröðum skyndisóknum og þegar Tindur er yfir, þá skammast hann sín ekkert fyrir að tefja, þegar uppi er staðið er það sigurinn sem skiptir máli. Það er nú þannig að það spyr enginn um hvaða leið þú ferð þegar þú kemst á toppinn segir Tindur. Leiðist ekki að vinna Árbæjarslagi Tindur hefur spilað FIFA í svoldin tíma en áttaði sig á því að hann væri mjög góður þegar vinir hans nenntu ekki lengur að spila við hann. En í helgarkeppni FIFA þá hefur Tindur verið að sigra atvinnumenn í leiknum og hefur vingast við Joksan sem er heimsmeistari í FIFA20 eClub World Cup sem er stærsta FIFA keppni heims og segist hafa lært mikið á því að spila við Joksan. Tindur er eini leikmaður Elliða en segir að það sé frábær stemming innan raða Elliða að eiga mann í úrslitum og fá að mæta Fylki í undanúrslitum. Tindur segist ætla að gera gott betur og slág þessa Fylkis menn alveg úr keppninni, en í leik upp á að komast í undanúrslit slóg Tindur út annan Fylkismann og segist vel geta hugsað sér að halda því áfram. Tindur sér þetta mót sem vettvang til þess að sanna sína getu og ætlar sér að komast í landsliðið þar sem hann getur ekki séð efótbolta gera neitt annað en að vaxa á næstu árum. ,,Þetta er frábær afþreying og ótrúlega gaman að horfa á efótbolta, hann er svo hraður” segir Tindur um hvert efótbolti stefnir. Tindur og Róbert þekkjast vel svo það verður áhugavert að sjá hvernig þeir stilla upp sínum liðum á laugardaginn. Rafíþróttir Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar kjöldrógu gestina og halda einvíginu á lífi Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnars Arnarsonar Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Sjá meira
Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarna daga. Undanúrslit hefjast klukkan 15.00 með leik Róberts Daða úr Fylki og Tinds Örvars úr Elliða en síðari undanúrslitaleikurinn verður á milli Arons Þormars úr Fylki og Leifs úr LFG. Eins og fyrr segir verða báðir undanúrslitaleikirnir í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Róbert Daði spilar fyrir Fylki. Vissi ekki að íþróttafélög væru í efótbolta Róbert Daði 18 ára leikmaður Fylkis hefur komið eins og stormsveipur inn í keppnisumhverfið á Íslandi og tryggði sig fyrstur inn í úrslit á fyrsta mótinu sínu. Hann skrifaði undir samning hjá Fylki fyrr á árinu eftir að Aron Þormar Lárusson landsliðsmaður í eFótbolta og leikmaður Fylkis frá stofnun Rafíþróttadeildarinnar hafði verið að leita af öflugum leikmanni til að spila með í tvíliðakeppni í FIFA. Aron hafði mætt Róberti nokkrum sinnum í helgarkeppnum FIFA og í kjölfarið var hann sannfærður um að þarna væri leikmaður sem hefði allt sem þurfti til að búa til öflugt lið. En hefðbundið keppnisform þegar Covid hangir ekki yfir okkur er tvíliðaleikir. Róbert þáði boðið og mynda þeir félagar nú öflugt teymi. Nýliði í leiknum Róbert hefur ekki spilað FIFA lengi á neinum mælikvarða, margir hafa spilað leikinn síðan þeir voru ungir krakkar en Róbert byrjar ekki að spila af alvöru fyrr en 2018 og fór fljótlega að horfa á atvinnumenn erlendis spila og fékk þá áhuga fyrir helgarkeppni FIFA og ekki leið á löngu þar til hann var farinn að enda viku eftir viku í efstu þremur prósentunum. Róbert sagði okkur frá því að hann áttaði sig á því að hann væri orðinn góður í FIFA þegar hann sagði vinum sínum frá sínum árangri í helgarkeppnum og var að ná mikið lengra en aðrir. Það er líka bara nýlega sem Róbert yfirhöfuð vissi af því að það væri keppt í efótbolta á Íslandi. Hann hafði í sjálfu sér ekki hugmynd um það að það væru keppnislið fyrr en Fylkir hafði samband við hann. Síðan þá hafa draumar um árangur í efótbolta kviknað og sér hann fyrir sér að vinna titla með Fylki og keppa fyrir hönd landsliðsins. Róbert æfir einnig fótbolta með Fram og hafa liðsfélagar hans þar verið duglegir að fylgjast með honum á Íslandsmótinu en eiga stundum erfitt með að venjast því að sjá hann í appelsínugulu. Róbert segir að það sé magnað að vera partur af rafíþróttadeildarumhverfi Fylkis þar sem þeir tefla fram sigursælum liðum í hverjum leik sem er keppt í og öll umgjörðin mikið stærri en hann óraði fyrir. Vonar að efótbolti haldi áfram að vaxa á Íslandi Róbert vonar eftir því að efbótbolti verði jafn vinsæll á Íslandi og víðast hvar erlendis þar sem er keppt í stórum landskeppnum og mörg landsliðsverkefni í boði. Því það hefur komið Róbert rosalega mikið á óvart hversu margir góðir leikmenn eru á Íslandi. En spurður að því hvernig er best að æfa sig í efótbolta þá segir Róbert að hann horfi mjög mikið á atvinnumenn og reynir að herma eftir þeim. Í gegnum þær hermiæfingar hefur Róbert náð mjög góðum tökum á tæknispili og telur það sinn helsta styrkleika. Tindur Örvar Örvarsson fer fyrir liði Elliða.vísir/aron Það er sigurinn sem skiptir máli Tindur Örvar Örvarsson 19 ára hefur komið mörgum á óvart þegar hann slóg út þekkta leikmenn á leiðinni í úrslit. Tindur er leikmaður Elliða og hefur orð á sér að vera leikmaður sem minnir helst á Mourinho hann gerir það sem gera þarf til að sigra andstæðingana sína. Tindur er varnarsinnaðari en margir leikmenn Íslandsmótsins og beitir mikið hröðum skyndisóknum og þegar Tindur er yfir, þá skammast hann sín ekkert fyrir að tefja, þegar uppi er staðið er það sigurinn sem skiptir máli. Það er nú þannig að það spyr enginn um hvaða leið þú ferð þegar þú kemst á toppinn segir Tindur. Leiðist ekki að vinna Árbæjarslagi Tindur hefur spilað FIFA í svoldin tíma en áttaði sig á því að hann væri mjög góður þegar vinir hans nenntu ekki lengur að spila við hann. En í helgarkeppni FIFA þá hefur Tindur verið að sigra atvinnumenn í leiknum og hefur vingast við Joksan sem er heimsmeistari í FIFA20 eClub World Cup sem er stærsta FIFA keppni heims og segist hafa lært mikið á því að spila við Joksan. Tindur er eini leikmaður Elliða en segir að það sé frábær stemming innan raða Elliða að eiga mann í úrslitum og fá að mæta Fylki í undanúrslitum. Tindur segist ætla að gera gott betur og slág þessa Fylkis menn alveg úr keppninni, en í leik upp á að komast í undanúrslit slóg Tindur út annan Fylkismann og segist vel geta hugsað sér að halda því áfram. Tindur sér þetta mót sem vettvang til þess að sanna sína getu og ætlar sér að komast í landsliðið þar sem hann getur ekki séð efótbolta gera neitt annað en að vaxa á næstu árum. ,,Þetta er frábær afþreying og ótrúlega gaman að horfa á efótbolta, hann er svo hraður” segir Tindur um hvert efótbolti stefnir. Tindur og Róbert þekkjast vel svo það verður áhugavert að sjá hvernig þeir stilla upp sínum liðum á laugardaginn.
Rafíþróttir Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar kjöldrógu gestina og halda einvíginu á lífi Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnars Arnarsonar Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar kjöldrógu gestina og halda einvíginu á lífi Körfubolti
Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar kjöldrógu gestina og halda einvíginu á lífi Körfubolti