Allir farþegar þyrlunnar létust af völdum höggáverka Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 10:39 Kobe Bryant og dóttir hans Gianna létust í slysinu. Vísir/Getty Farþegarnir níu sem létust í þyrluslysi í Los Angeles í janúar síðastliðnum létust af völdum höggáverka þegar þyrlan skall í fjallshlíð. Á meðal þeirra sem létust voru feðginin Kobe Bryant og 13 ára dóttir hans Gianna. Þetta kemur fram í krufningarskýrslu sem gerð var opinber á föstudag. Þar kemur jafnframt fram að þyrluflugmaðurinn hafi verið allsgáður þegar hann flaug með farþegana, sem voru allir á leið á körfuboltamót í Mamba-körfuboltaakademíunni í Thousand Oaks þar sem Gianna spilaði. Í skýrslunni segir að það sé nánast öruggt að farþegarnir hafi látist samstundist. Höggið hafi verið svo mikið að það sé nær útilokað að einhver hafi lifað af eftir að þyrlan skall í hlíðinni. Vannessa Bryant, ekkja Bryant, höfðaði mál og fór fram á skaðabætur vegna dauða Kobe og dóttur þeirra. Lögmenn hennar lögðu fram kæru í febrúar gegn fyrirtækinu sem gerði út þyrluna á þeim grundvelli að Ara Zobayan, flugmaður þyrlunnar sem dó einnig, hafi sýnt mikið skeytingarleysi í starfi sínu. Aðstæður hefðu verið slæmar, mikil þoka yfir Los Angeles og því skyggni verulega slæmt. Þokan var svo slæm þennan dag að þyrlur lögreglu Los Angeles voru kyrrsettar en Zobayan bað um og fékk undanþágu til að fljúga af stað með farþega sína. Í kærunni segir að þyrlunni hafi verið flogið á tæplega 300 kílómetra hraða. Zobayan var reynslumikill flugmaður og hafði oft flogið með Bryant og fjölskyldu hans. Vegna þess hraða sem þyrlan var á var höggið svo mikið að brak þyrlunnar dreifðist yfir svæði á stærð við fótboltavöll í fjallshlíðinni. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Tengdar fréttir Vanessa Bryant fann óopnað bréf frá Kobe Bryant Vanessa Bryant hélt upp á 38 ára afmælisdaginn sinn á mjög sérstakan hátt eða með því að opna bréf frá eiginmanni sínum Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn. 6. maí 2020 09:00 Vanessa Bryant: Ég óska þess á hverjum degi að ég gæti farið aftur til þessa morguns Í gær voru fjögur ár síðan að Kobe Bryant bauð upp á einn flottasta endi sögunnar á ferli leikmanns í NBA-deildinni. 14. apríl 2020 08:30 Kobe innvígður í frægðarhöll NBA-deildarinnar í haust Kobe Bryant heitinn er einn þeirra átta sem verða tekin inn í frægðarhöll NBA þann 29. ágúst næstkomandi. 5. apríl 2020 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Farþegarnir níu sem létust í þyrluslysi í Los Angeles í janúar síðastliðnum létust af völdum höggáverka þegar þyrlan skall í fjallshlíð. Á meðal þeirra sem létust voru feðginin Kobe Bryant og 13 ára dóttir hans Gianna. Þetta kemur fram í krufningarskýrslu sem gerð var opinber á föstudag. Þar kemur jafnframt fram að þyrluflugmaðurinn hafi verið allsgáður þegar hann flaug með farþegana, sem voru allir á leið á körfuboltamót í Mamba-körfuboltaakademíunni í Thousand Oaks þar sem Gianna spilaði. Í skýrslunni segir að það sé nánast öruggt að farþegarnir hafi látist samstundist. Höggið hafi verið svo mikið að það sé nær útilokað að einhver hafi lifað af eftir að þyrlan skall í hlíðinni. Vannessa Bryant, ekkja Bryant, höfðaði mál og fór fram á skaðabætur vegna dauða Kobe og dóttur þeirra. Lögmenn hennar lögðu fram kæru í febrúar gegn fyrirtækinu sem gerði út þyrluna á þeim grundvelli að Ara Zobayan, flugmaður þyrlunnar sem dó einnig, hafi sýnt mikið skeytingarleysi í starfi sínu. Aðstæður hefðu verið slæmar, mikil þoka yfir Los Angeles og því skyggni verulega slæmt. Þokan var svo slæm þennan dag að þyrlur lögreglu Los Angeles voru kyrrsettar en Zobayan bað um og fékk undanþágu til að fljúga af stað með farþega sína. Í kærunni segir að þyrlunni hafi verið flogið á tæplega 300 kílómetra hraða. Zobayan var reynslumikill flugmaður og hafði oft flogið með Bryant og fjölskyldu hans. Vegna þess hraða sem þyrlan var á var höggið svo mikið að brak þyrlunnar dreifðist yfir svæði á stærð við fótboltavöll í fjallshlíðinni.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Tengdar fréttir Vanessa Bryant fann óopnað bréf frá Kobe Bryant Vanessa Bryant hélt upp á 38 ára afmælisdaginn sinn á mjög sérstakan hátt eða með því að opna bréf frá eiginmanni sínum Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn. 6. maí 2020 09:00 Vanessa Bryant: Ég óska þess á hverjum degi að ég gæti farið aftur til þessa morguns Í gær voru fjögur ár síðan að Kobe Bryant bauð upp á einn flottasta endi sögunnar á ferli leikmanns í NBA-deildinni. 14. apríl 2020 08:30 Kobe innvígður í frægðarhöll NBA-deildarinnar í haust Kobe Bryant heitinn er einn þeirra átta sem verða tekin inn í frægðarhöll NBA þann 29. ágúst næstkomandi. 5. apríl 2020 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Vanessa Bryant fann óopnað bréf frá Kobe Bryant Vanessa Bryant hélt upp á 38 ára afmælisdaginn sinn á mjög sérstakan hátt eða með því að opna bréf frá eiginmanni sínum Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn. 6. maí 2020 09:00
Vanessa Bryant: Ég óska þess á hverjum degi að ég gæti farið aftur til þessa morguns Í gær voru fjögur ár síðan að Kobe Bryant bauð upp á einn flottasta endi sögunnar á ferli leikmanns í NBA-deildinni. 14. apríl 2020 08:30
Kobe innvígður í frægðarhöll NBA-deildarinnar í haust Kobe Bryant heitinn er einn þeirra átta sem verða tekin inn í frægðarhöll NBA þann 29. ágúst næstkomandi. 5. apríl 2020 07:00