Óttast að útgöngu- og samkomubann leiði til „flóðbylgju geðkvilla“ Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 15:42 Geðlæknar óttast fólk leiti sér síður hjálpar. Vísir/Getty Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. Fólk leiti sér síður hjálpar og byrgi vandamálin inni. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að nýleg könnun hafi leitt það í ljós að reglubundnum heimsóknum til geðlækna hefur fækkað en neyðartilfellum fjölgað. Geðlæknar óttist mikið álag þegar takmörkunum verði aflétt þar sem fólk virðist veigra sér við að leita sér hjálpar á meðan mikið álag er á heilbrigðiskerfinu vegna Covid-19. Því er biðlað til fólks að nýta sér þau úrræði sem eru í boði og áréttað að langflestar þjónustur sem sinna geðheilbrigðismálum séu enn starfandi þrátt fyrir skerta þjónustu á mörgum sviðum samfélagsins. Í könnun á vegum geðheilbrigðissamtakanna Rethink Mental Illness kom í ljós að fjöldi fólks taldi geðheilsu sína hafa versnað frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á með miklum þunga. Rútínuleysi hafi leitt til þess að fólk upplifði minna öryggi og ánægju. Mikilvægt að gæta að grunnþörfum Rauði krossinn hefur vakið athygli á andlegri líðan landsmanna á þessum tímum og áréttað mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á hér á landi hringdu tvöfalt fleiri í Hjálparsíma Rauða krossins og fólk upplifði meiri kvíða. Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar fræðslu- og bataseturs Rauða krossins í Reykjavík fyrir fólk með geðraskanir, sagði í skoðanapistli hér á Vísi að andleg heilsa væri ekki síður mikilvæg en handþvottur á tímum Covid-19. Mikil fjölmiðlaumfjöllun gæti valdið kvíða og það væri mikilvægt að vera vakandi fyrir einkennum. „Helstu bjargráðin eru að gæta að grunnþörfunum. Að passa rútínuna, gæta að svefnvenjum, mataræði og hreyfingu og forðast áfengi og tóbak og allt sem deyfir og dregur úr okkur kraft. Að stunda einhverskonar andlega iðkun eins og hugleiðslu, lestur, handavinnu eða hugarvinnu getur verið róandi og jarðtengt okkur og mörgum gagnast einnig vel að hreyfa sig. Fara í kraftmikla göngutúra og anda að sér fersku lofti,“ skrifaði Halldóra. Hún segir félagslega þáttinn mikilvægan og fátt gæti komið í stað mannlegra samskipta. Félagsleg einangrun gæti magnað upp kvíða og fólk með geðraskanir hefði fundið fyrir því. Því væri mikilvægt að leita sér hjálpar. „Það að hafa samband, vera til staðar og hlusta er mögulega eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir aðrar manneskjur á þessum tímum. Við höfum öll okkar bjargráð og best er að skipuleggja og endurskoða hvernig þau gagnast okkur best.“ Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Sameinuðu þjóðirnar hvetja til átaks í geðheilbrigðismálum Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. 14. maí 2020 12:19 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira
Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. Fólk leiti sér síður hjálpar og byrgi vandamálin inni. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að nýleg könnun hafi leitt það í ljós að reglubundnum heimsóknum til geðlækna hefur fækkað en neyðartilfellum fjölgað. Geðlæknar óttist mikið álag þegar takmörkunum verði aflétt þar sem fólk virðist veigra sér við að leita sér hjálpar á meðan mikið álag er á heilbrigðiskerfinu vegna Covid-19. Því er biðlað til fólks að nýta sér þau úrræði sem eru í boði og áréttað að langflestar þjónustur sem sinna geðheilbrigðismálum séu enn starfandi þrátt fyrir skerta þjónustu á mörgum sviðum samfélagsins. Í könnun á vegum geðheilbrigðissamtakanna Rethink Mental Illness kom í ljós að fjöldi fólks taldi geðheilsu sína hafa versnað frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á með miklum þunga. Rútínuleysi hafi leitt til þess að fólk upplifði minna öryggi og ánægju. Mikilvægt að gæta að grunnþörfum Rauði krossinn hefur vakið athygli á andlegri líðan landsmanna á þessum tímum og áréttað mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á hér á landi hringdu tvöfalt fleiri í Hjálparsíma Rauða krossins og fólk upplifði meiri kvíða. Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar fræðslu- og bataseturs Rauða krossins í Reykjavík fyrir fólk með geðraskanir, sagði í skoðanapistli hér á Vísi að andleg heilsa væri ekki síður mikilvæg en handþvottur á tímum Covid-19. Mikil fjölmiðlaumfjöllun gæti valdið kvíða og það væri mikilvægt að vera vakandi fyrir einkennum. „Helstu bjargráðin eru að gæta að grunnþörfunum. Að passa rútínuna, gæta að svefnvenjum, mataræði og hreyfingu og forðast áfengi og tóbak og allt sem deyfir og dregur úr okkur kraft. Að stunda einhverskonar andlega iðkun eins og hugleiðslu, lestur, handavinnu eða hugarvinnu getur verið róandi og jarðtengt okkur og mörgum gagnast einnig vel að hreyfa sig. Fara í kraftmikla göngutúra og anda að sér fersku lofti,“ skrifaði Halldóra. Hún segir félagslega þáttinn mikilvægan og fátt gæti komið í stað mannlegra samskipta. Félagsleg einangrun gæti magnað upp kvíða og fólk með geðraskanir hefði fundið fyrir því. Því væri mikilvægt að leita sér hjálpar. „Það að hafa samband, vera til staðar og hlusta er mögulega eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir aðrar manneskjur á þessum tímum. Við höfum öll okkar bjargráð og best er að skipuleggja og endurskoða hvernig þau gagnast okkur best.“
Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Sameinuðu þjóðirnar hvetja til átaks í geðheilbrigðismálum Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. 14. maí 2020 12:19 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira
Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00
Sameinuðu þjóðirnar hvetja til átaks í geðheilbrigðismálum Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. 14. maí 2020 12:19