Skilur að fólk sé pirrað á flóknum reglum Sylvía Hall skrifar 17. maí 2020 11:38 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum. Nýjar reglur kveða meðal annars á um að fólk megi ekki bjóða ættingjum og vinum í heimsókn en fasteignasölum sé heimilt að bjóða væntanlegum kaupendum að skoða fasteignir. Á vef Reuters kemur fram að skoðanakönnun dagblaðsins Observer sýndi vaxandi óánægju meðal almennings í landinu út í stjórnvöld og að um 42 prósent væru mótfallin aðgerðum yfirvalda. Johnson sagðist skilja það að sumir yrðu óánægðir með nýju reglurnar. „Við erum að reyna að gera eitthvað sem hefur aldrei verið gert áður – að færa landið úr samfélagslegum höftum á þann hátt að það sé öruggt og fórni ekki erfiðisvinnu ykkar allra,“ skrifaði Johnson í grein í blaðinu Mail on Sunday. „Ég skil að það sem við erum að biðja um núna er flóknara en að vera einfaldlega heima hjá sér, en þetta er flókið vandamál og við þurfum að treysta á skynsemi fólksins í Bretlandi.“ Breyttar reglur voru kynntar á miðvikudag og má fólk nú snúa til vinnu ef það getur ekki unnið heima hjá sér. Það er þó beðið um að forðast almenningssamgöngur ef það hefur tök á því. Reglurnar gilda þó ekki um fólk í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi þar sem tilslakanir hafa ekki verið kynntar. Fólk í Bretlandi er beðið um að forðast almenningssamgöngur ef það hefur tök á.Vísir/Getty Vill „næstum eðlilegt“ ástand í júlí Aðgerðir yfirvalda í Bretlandi hafa líkt og annars staðar haft veruleg áhrif á hagkerfi landsins. Tölur í síðustu viku sýndu að það hefði dregist saman um 5,8 prósent og efnahagsumsvif gætu minnkað um 25 prósent frá apríl fram í júní. Væri það mesta minnkun í yfir þrjá áratugi. Ráðherrann Michael Gove sagði ekki hægt að hafa hagkerfið, þjónustu og skóla lokaða mikið lengur því heilsufarsáhrif þess gætu einnig verið neikvæð. Ríkisstjórnin ynni að því að ráða átján þúsund manns í smitrakningareymi til þess að ná tökum á útbreiðslunni. Götublaðið The Sun fullyrti að Johnson hefði lýst því yfir innan Íhaldsflokksins að hann vildi ná „næstum eðlilegu“ ástandi í júlí, en til þess þyrfti almenningur að fylgja fyrirmælum yfirvalda. „Ef við fylgjum öll fyrirmælum, þá getum við hægt og rólega losað okkur við þetta flækjustig og þessar hömlur og gert það auðveldara fyrir fjölskyldur að hittast aftur,“ skrifaði Johnson í Mail on Sunday og bætti við að það þyrfti að gerast hægt og á réttum tíma. Um 240 þúsund hafa greinst með kórónuveiruna í Bretlandi og tæplega 35 þúsund látist. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að útgöngu- og samkomubann leiði til „flóðbylgju geðkvilla“ Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. 16. maí 2020 15:42 Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22 Fleiri deyja á dvalarheimilum en sjúkrahúsum á Bretlandi Rúmlega 40 þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 á Bretlandi. Það er hæsta talan í Evrópu og eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, eða minnst 80.684. 12. maí 2020 10:56 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum. Nýjar reglur kveða meðal annars á um að fólk megi ekki bjóða ættingjum og vinum í heimsókn en fasteignasölum sé heimilt að bjóða væntanlegum kaupendum að skoða fasteignir. Á vef Reuters kemur fram að skoðanakönnun dagblaðsins Observer sýndi vaxandi óánægju meðal almennings í landinu út í stjórnvöld og að um 42 prósent væru mótfallin aðgerðum yfirvalda. Johnson sagðist skilja það að sumir yrðu óánægðir með nýju reglurnar. „Við erum að reyna að gera eitthvað sem hefur aldrei verið gert áður – að færa landið úr samfélagslegum höftum á þann hátt að það sé öruggt og fórni ekki erfiðisvinnu ykkar allra,“ skrifaði Johnson í grein í blaðinu Mail on Sunday. „Ég skil að það sem við erum að biðja um núna er flóknara en að vera einfaldlega heima hjá sér, en þetta er flókið vandamál og við þurfum að treysta á skynsemi fólksins í Bretlandi.“ Breyttar reglur voru kynntar á miðvikudag og má fólk nú snúa til vinnu ef það getur ekki unnið heima hjá sér. Það er þó beðið um að forðast almenningssamgöngur ef það hefur tök á því. Reglurnar gilda þó ekki um fólk í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi þar sem tilslakanir hafa ekki verið kynntar. Fólk í Bretlandi er beðið um að forðast almenningssamgöngur ef það hefur tök á.Vísir/Getty Vill „næstum eðlilegt“ ástand í júlí Aðgerðir yfirvalda í Bretlandi hafa líkt og annars staðar haft veruleg áhrif á hagkerfi landsins. Tölur í síðustu viku sýndu að það hefði dregist saman um 5,8 prósent og efnahagsumsvif gætu minnkað um 25 prósent frá apríl fram í júní. Væri það mesta minnkun í yfir þrjá áratugi. Ráðherrann Michael Gove sagði ekki hægt að hafa hagkerfið, þjónustu og skóla lokaða mikið lengur því heilsufarsáhrif þess gætu einnig verið neikvæð. Ríkisstjórnin ynni að því að ráða átján þúsund manns í smitrakningareymi til þess að ná tökum á útbreiðslunni. Götublaðið The Sun fullyrti að Johnson hefði lýst því yfir innan Íhaldsflokksins að hann vildi ná „næstum eðlilegu“ ástandi í júlí, en til þess þyrfti almenningur að fylgja fyrirmælum yfirvalda. „Ef við fylgjum öll fyrirmælum, þá getum við hægt og rólega losað okkur við þetta flækjustig og þessar hömlur og gert það auðveldara fyrir fjölskyldur að hittast aftur,“ skrifaði Johnson í Mail on Sunday og bætti við að það þyrfti að gerast hægt og á réttum tíma. Um 240 þúsund hafa greinst með kórónuveiruna í Bretlandi og tæplega 35 þúsund látist.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að útgöngu- og samkomubann leiði til „flóðbylgju geðkvilla“ Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. 16. maí 2020 15:42 Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22 Fleiri deyja á dvalarheimilum en sjúkrahúsum á Bretlandi Rúmlega 40 þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 á Bretlandi. Það er hæsta talan í Evrópu og eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, eða minnst 80.684. 12. maí 2020 10:56 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Óttast að útgöngu- og samkomubann leiði til „flóðbylgju geðkvilla“ Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. 16. maí 2020 15:42
Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22
Fleiri deyja á dvalarheimilum en sjúkrahúsum á Bretlandi Rúmlega 40 þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 á Bretlandi. Það er hæsta talan í Evrópu og eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, eða minnst 80.684. 12. maí 2020 10:56