Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna Sylvía Hall skrifar 17. maí 2020 12:42 Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands. Vísir/Getty Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. Auður Björgólfs er metinn á 1.563 milljónir punda, sem samsvarar um 275 milljörðum króna, og situr hann í 92. sæti listans. Þetta kemur fram á vef Kjarnans þar sem fram kemur að Björgólfur falli um eitt sæti á listanum milli ára. Hann hafi setið í 91. sæti listans árið 2018 og eignir hans hafi síðan þá dregist saman um 16 milljarða króna. Listinn er samansettur af fólki sem býr og starfar í Bretlandi, en Björgólfur hefur verið búsettur í London um árabil og er eini Íslendingurinn á listanum. Hann hefur verið umsvifamikill í viðskiptum hér á landi sem og erlendis en auður hans er aðallega í gegnum fjárfestingafélagið Novator ehf. Frumkvöðullinn Sir James Dyson situr í efsta sæti listans en auðæfi hans jukust um 633 milljarða íslenskra króna milli ára. Hann er frægastur fyrir að hafa fundið upp pokalausar ryksugur á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í fyrsta sinn sem Dyson nær efsta sæti listans en hann tekur við toppsætinu af bræðrunum Sri og Gopi Hinduja sem eiga fjölskyldufyrirtækið Hinduja Group, en félagið hefur verið umsvifamikið í fjárfestingum í fjármálastarfsemi, heilbrigðisstarfsemi og iðnaði. Bretland Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. Auður Björgólfs er metinn á 1.563 milljónir punda, sem samsvarar um 275 milljörðum króna, og situr hann í 92. sæti listans. Þetta kemur fram á vef Kjarnans þar sem fram kemur að Björgólfur falli um eitt sæti á listanum milli ára. Hann hafi setið í 91. sæti listans árið 2018 og eignir hans hafi síðan þá dregist saman um 16 milljarða króna. Listinn er samansettur af fólki sem býr og starfar í Bretlandi, en Björgólfur hefur verið búsettur í London um árabil og er eini Íslendingurinn á listanum. Hann hefur verið umsvifamikill í viðskiptum hér á landi sem og erlendis en auður hans er aðallega í gegnum fjárfestingafélagið Novator ehf. Frumkvöðullinn Sir James Dyson situr í efsta sæti listans en auðæfi hans jukust um 633 milljarða íslenskra króna milli ára. Hann er frægastur fyrir að hafa fundið upp pokalausar ryksugur á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í fyrsta sinn sem Dyson nær efsta sæti listans en hann tekur við toppsætinu af bræðrunum Sri og Gopi Hinduja sem eiga fjölskyldufyrirtækið Hinduja Group, en félagið hefur verið umsvifamikið í fjárfestingum í fjármálastarfsemi, heilbrigðisstarfsemi og iðnaði.
Bretland Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira