Innlent

Engin ný tilfelli veirunnar fjórða daginn í röð

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá Landspítalanum.
Frá Landspítalanum. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn hér á landi fjórða daginn í röð, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. Staðfest smit eru því, líkt og í gær, 1802. Þá eru virk smit á landinu nú sex, líkt og í gær.

Enginn liggur inni á sjúkrahúsi með Covid-19 þessa stundina og þá hafa alls 1786 náð bata. Tíu eru alls látnir úr veirunni.

Nokkuð hefur fjölgað þeim sem eru í sóttkví. Í gær voru 700 manns skráðir í sóttkví, en þeim hefur nú fjölgað um 152 og eru því 852 talsins. Síðasta sólarhringinn voru 133 sýni tekin, öll á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×