Hjartnæm kveðja Óla Stef til Guðjóns Vals: „Þessum manni ætla ég ekki að valda vonbrigðum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2020 07:30 Ólafur Stefánsson sendi fyrrum kollega sínum úr landsliðinu góðar kveðjur. vísir/s2s Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna undir lok síðasta mánaðar eftir ansi sigursælan feril. Guðjón Valur fór á 22 stórmót með íslenska landsliðinu og fékk margar góðar kveðjur í sérstökum uppgjörsþætti af Seinni bylgjunni. Þar á meðal var ein frá Ólafi Stefánssyni. Ólafur og Guðjón Valur léku lengi vel saman með landsliðinu og gerðu það einnig hjá AG í Kaupmannahöfn en Ólafur hrósaði Guðjóni mikið í innslaginu. Hann skaut einnig á sinn gamla félaga og sagði að hann yrði örugglega byrjaður aftur eftir ár. Guðjón Valur hafði þetta að segja eftir kveðjuna: „Þetta er það sem gerir okkur Íslendinga sérstaka er að það tala allir saman og allir eru viljugir til að gefa af sér. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að vera herbergisfélaga Óla í mörg ár og að fylgjast með honum og hafa lært af honum. Ótrúlegur,“ sagði Guðjón. „Ótrúlegt hvað hann hefur hjálpað manni og hann og Aron eru bestu leikmennirnir sem maður hefur spilað með í landsliðsbúningi. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið hann veit um handbolta og hvernig hann skilur hann og sér hann. Það er eitthvað sem var nýtt fyrir mér sem hornamann.“ Guðjón Valur segir að Ólafur hafi komið til sín fyrir eitt mótið og sagt við hann að liðið mætti aldrei sjá þá tvo rífast. Guðjón Valur sagði að það hafi verið ákveðin skilaboð til sín. „Eins og hann sagði þá erum við eins og senterarar. Við eigum að hlaupa og sjá um hraðaupphlaupið en ég lærði mikið af því að tala við handbolta og uppsetningu á liði og hvernig maður á að haga sér. Hann kom til mín fyrir eitthvað mótið og sagði: Liðið sér okkur aldrei rífast. Sama hvað þú segir og sama hvað ég segi. Hinn segir já og við dílum við þetta upp á herbergi.“ „Við vorum ekkert að öskra og vera með eitthvað vitleysu en það var mikilvægt fyrir hann og heiður fyrir mig að hann tók mig. Ég vissi að ég væri vara fyrirliði og þegar hann var ekki á svæðinu tók ég við en þegar hann sagði þetta þá sagði ég: Þessum manni ætla ég ekki að valda vonbrigðum. Ef hann biður mig um eitthvað þá geri ég það. Ég sagði bara já. Hann hafði rétt fyrir sér og þá var aldrei neitt vesen.“ Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja frá Óla Stef Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna undir lok síðasta mánaðar eftir ansi sigursælan feril. Guðjón Valur fór á 22 stórmót með íslenska landsliðinu og fékk margar góðar kveðjur í sérstökum uppgjörsþætti af Seinni bylgjunni. Þar á meðal var ein frá Ólafi Stefánssyni. Ólafur og Guðjón Valur léku lengi vel saman með landsliðinu og gerðu það einnig hjá AG í Kaupmannahöfn en Ólafur hrósaði Guðjóni mikið í innslaginu. Hann skaut einnig á sinn gamla félaga og sagði að hann yrði örugglega byrjaður aftur eftir ár. Guðjón Valur hafði þetta að segja eftir kveðjuna: „Þetta er það sem gerir okkur Íslendinga sérstaka er að það tala allir saman og allir eru viljugir til að gefa af sér. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að vera herbergisfélaga Óla í mörg ár og að fylgjast með honum og hafa lært af honum. Ótrúlegur,“ sagði Guðjón. „Ótrúlegt hvað hann hefur hjálpað manni og hann og Aron eru bestu leikmennirnir sem maður hefur spilað með í landsliðsbúningi. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið hann veit um handbolta og hvernig hann skilur hann og sér hann. Það er eitthvað sem var nýtt fyrir mér sem hornamann.“ Guðjón Valur segir að Ólafur hafi komið til sín fyrir eitt mótið og sagt við hann að liðið mætti aldrei sjá þá tvo rífast. Guðjón Valur sagði að það hafi verið ákveðin skilaboð til sín. „Eins og hann sagði þá erum við eins og senterarar. Við eigum að hlaupa og sjá um hraðaupphlaupið en ég lærði mikið af því að tala við handbolta og uppsetningu á liði og hvernig maður á að haga sér. Hann kom til mín fyrir eitthvað mótið og sagði: Liðið sér okkur aldrei rífast. Sama hvað þú segir og sama hvað ég segi. Hinn segir já og við dílum við þetta upp á herbergi.“ „Við vorum ekkert að öskra og vera með eitthvað vitleysu en það var mikilvægt fyrir hann og heiður fyrir mig að hann tók mig. Ég vissi að ég væri vara fyrirliði og þegar hann var ekki á svæðinu tók ég við en þegar hann sagði þetta þá sagði ég: Þessum manni ætla ég ekki að valda vonbrigðum. Ef hann biður mig um eitthvað þá geri ég það. Ég sagði bara já. Hann hafði rétt fyrir sér og þá var aldrei neitt vesen.“ Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja frá Óla Stef Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira