Segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. maí 2020 20:30 Pétur G. Markan er samskiptastjóri Biskupsstofu. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Samskiptastjóri Biskupsstofu segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum. Nokkuð hefur verið um afbókanir á hjónavígslum í sumar en bókanir séu hafnar að nýju og taka perstar eftir því að fólk kjósi fámennari vígslur. Þegar samkomubannið miðaðist við að mest mættu 20 manns koma saman varð ljóst að ekki gátu allir sótt útfarir ástvina. Ákváðu margir að bíða með minningarathafnir þar til slakað yrði á fjöldatakmörkunum. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum. „Það voru óskaplega margar jarðarfarir sem fóru fram á tímum kórónuveirufaraldurs sem voru gestalaustar, við köllum það kannski ekki í kyrrþey en fóru fram án þess að aðstandendur gætu verið nægilega margir. þannig að það bíða margar minningarathafnir sumarsins,“ sagði Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Áður er faraldur kórónuveirunnar skall á þá stefndi í að slegið yrði met í hjónavígslum hjá kirkjunni í sumar. Nokkuð var um afbókanir en nú sé fólk að bóka vígslur að nýju og kjósi að þær séu fámennar. „Og kannski finna kjarnann aftur í ákvörðuninni. Það er að fólk er að gefast saman í ást og það skipti ekki öllu máli hvort það verði 300 manna veisla eða 50 manna veisla. Þetta eru prestar að finna fyrir núna,“ sagði Pétur. Hallgrímskirkja Vísir/Vilhelm Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum landsins í morgun. Ekki mega þó fleiri en fimmtíu sækja hverja kirkju og enn verður tveggja metra reglan í gildi. Í Bessastaðakirkju fór messuhald fram með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem efnt var til umhverfismessu en sóknarfólk tók til hendinni og plokkaði rusl á svæðinu. „Og er svolítið einkennandi fyrir það sem kirkjan vill standa fyrir í framtíðinni. Hún er umhverfiskirkja og vill vera leiðandi í þessum málaflokki og það birtist allskonar eins og að standa fyrir plokki,“ sagði Pétur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum í morgun Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum klukkan ellefu í morgun. Biskup Íslands segir að þrátt fyrir að helgihald geti nú farið fram inni í kirkjum standi til að halda áfram að streyma messum á netinu. 17. maí 2020 12:53 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Samskiptastjóri Biskupsstofu segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum. Nokkuð hefur verið um afbókanir á hjónavígslum í sumar en bókanir séu hafnar að nýju og taka perstar eftir því að fólk kjósi fámennari vígslur. Þegar samkomubannið miðaðist við að mest mættu 20 manns koma saman varð ljóst að ekki gátu allir sótt útfarir ástvina. Ákváðu margir að bíða með minningarathafnir þar til slakað yrði á fjöldatakmörkunum. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum. „Það voru óskaplega margar jarðarfarir sem fóru fram á tímum kórónuveirufaraldurs sem voru gestalaustar, við köllum það kannski ekki í kyrrþey en fóru fram án þess að aðstandendur gætu verið nægilega margir. þannig að það bíða margar minningarathafnir sumarsins,“ sagði Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Áður er faraldur kórónuveirunnar skall á þá stefndi í að slegið yrði met í hjónavígslum hjá kirkjunni í sumar. Nokkuð var um afbókanir en nú sé fólk að bóka vígslur að nýju og kjósi að þær séu fámennar. „Og kannski finna kjarnann aftur í ákvörðuninni. Það er að fólk er að gefast saman í ást og það skipti ekki öllu máli hvort það verði 300 manna veisla eða 50 manna veisla. Þetta eru prestar að finna fyrir núna,“ sagði Pétur. Hallgrímskirkja Vísir/Vilhelm Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum landsins í morgun. Ekki mega þó fleiri en fimmtíu sækja hverja kirkju og enn verður tveggja metra reglan í gildi. Í Bessastaðakirkju fór messuhald fram með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem efnt var til umhverfismessu en sóknarfólk tók til hendinni og plokkaði rusl á svæðinu. „Og er svolítið einkennandi fyrir það sem kirkjan vill standa fyrir í framtíðinni. Hún er umhverfiskirkja og vill vera leiðandi í þessum málaflokki og það birtist allskonar eins og að standa fyrir plokki,“ sagði Pétur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum í morgun Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum klukkan ellefu í morgun. Biskup Íslands segir að þrátt fyrir að helgihald geti nú farið fram inni í kirkjum standi til að halda áfram að streyma messum á netinu. 17. maí 2020 12:53 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum í morgun Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum klukkan ellefu í morgun. Biskup Íslands segir að þrátt fyrir að helgihald geti nú farið fram inni í kirkjum standi til að halda áfram að streyma messum á netinu. 17. maí 2020 12:53