Kæra hefur ekki áhrif á frekari friðlýsingar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. maí 2020 20:15 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Kæra landeigenda vegna friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum hefur ekki áhrif á frekari áform stjórnvalda um friðlýsingar að sögn umhverfisráðherra. Hann telur að rétt hafi verið staðið að öllu í ferlinu og kveðst ekki óttast hugsanlega skaðabótaskyldu á hendur ríkinu. Umhverfisráðherra undirritaði friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum í ágúst í fyrra. Ákvörðunin byggði á rammaáætlun sem samþykkt var 2013 en með friðlýsingunni er áin vernduð gegn orkuvinnslu sem tillögur höfðu verið uppi um. Mbl.is greindi frá því nýverið að eigendur jarðarinnar Brúar á Jökuldal hafi höfðað dómsmál á heldur ríkinu þar sem þess er krafist, að ákvörðun um friðlýsingu á vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum fyrir orkuvinnslu, verði dæmd ógild. Ráðherra segir að ríkið muni taka til varna í málinu. „Við teljum að það hafi verið staðið rétt að þessari friðlýsingu á allan hátt og við megum ekki gleyma því að það er ákvörðun Alþingis árið 2013 að ráðast í friðlýsingu meðal annars á Jökulsá á Fjöllum. Það sem ég er að gera er að framfylgja þeirri ákvörðun, enda löngu kominn tími til. Það eru sjö ár síðan Alþingi samþykkti þetta og mjög mikilvægt að það sé kominn umhverfisráðherra sem gengur í þau verk að klára þessar friðlýsingar á grundvelli ákvörðunar Alþingis um rammaáætlun.“ Hann kveðst hvorki óttast að ákvörðuninni verði hnekkt, né heldur að ríkið kunni að hafa kallað yfir sig skaðabótaskyldu. „Málið fer bara í þann farveg sem að það fer í þegar að svona ákvarðanir eru bornar undir óháða aðila, þannig að það bara á sinn gang í ferlinu,“ segir umhverfisráðherra. Umrædd friðlýsing var sú fyrsta í verndarflokki rammaáætlunar og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. Þessi kæra, hefur hún einhver áhrif á frekari áform um friðlýsingar? „Nei, hún hefur það ekki.“ Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurþing Skútustaðahreppur Fljótsdalshérað Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Kæra landeigenda vegna friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum hefur ekki áhrif á frekari áform stjórnvalda um friðlýsingar að sögn umhverfisráðherra. Hann telur að rétt hafi verið staðið að öllu í ferlinu og kveðst ekki óttast hugsanlega skaðabótaskyldu á hendur ríkinu. Umhverfisráðherra undirritaði friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum í ágúst í fyrra. Ákvörðunin byggði á rammaáætlun sem samþykkt var 2013 en með friðlýsingunni er áin vernduð gegn orkuvinnslu sem tillögur höfðu verið uppi um. Mbl.is greindi frá því nýverið að eigendur jarðarinnar Brúar á Jökuldal hafi höfðað dómsmál á heldur ríkinu þar sem þess er krafist, að ákvörðun um friðlýsingu á vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum fyrir orkuvinnslu, verði dæmd ógild. Ráðherra segir að ríkið muni taka til varna í málinu. „Við teljum að það hafi verið staðið rétt að þessari friðlýsingu á allan hátt og við megum ekki gleyma því að það er ákvörðun Alþingis árið 2013 að ráðast í friðlýsingu meðal annars á Jökulsá á Fjöllum. Það sem ég er að gera er að framfylgja þeirri ákvörðun, enda löngu kominn tími til. Það eru sjö ár síðan Alþingi samþykkti þetta og mjög mikilvægt að það sé kominn umhverfisráðherra sem gengur í þau verk að klára þessar friðlýsingar á grundvelli ákvörðunar Alþingis um rammaáætlun.“ Hann kveðst hvorki óttast að ákvörðuninni verði hnekkt, né heldur að ríkið kunni að hafa kallað yfir sig skaðabótaskyldu. „Málið fer bara í þann farveg sem að það fer í þegar að svona ákvarðanir eru bornar undir óháða aðila, þannig að það bara á sinn gang í ferlinu,“ segir umhverfisráðherra. Umrædd friðlýsing var sú fyrsta í verndarflokki rammaáætlunar og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. Þessi kæra, hefur hún einhver áhrif á frekari áform um friðlýsingar? „Nei, hún hefur það ekki.“
Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurþing Skútustaðahreppur Fljótsdalshérað Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira