Kæra hefur ekki áhrif á frekari friðlýsingar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. maí 2020 20:15 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Kæra landeigenda vegna friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum hefur ekki áhrif á frekari áform stjórnvalda um friðlýsingar að sögn umhverfisráðherra. Hann telur að rétt hafi verið staðið að öllu í ferlinu og kveðst ekki óttast hugsanlega skaðabótaskyldu á hendur ríkinu. Umhverfisráðherra undirritaði friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum í ágúst í fyrra. Ákvörðunin byggði á rammaáætlun sem samþykkt var 2013 en með friðlýsingunni er áin vernduð gegn orkuvinnslu sem tillögur höfðu verið uppi um. Mbl.is greindi frá því nýverið að eigendur jarðarinnar Brúar á Jökuldal hafi höfðað dómsmál á heldur ríkinu þar sem þess er krafist, að ákvörðun um friðlýsingu á vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum fyrir orkuvinnslu, verði dæmd ógild. Ráðherra segir að ríkið muni taka til varna í málinu. „Við teljum að það hafi verið staðið rétt að þessari friðlýsingu á allan hátt og við megum ekki gleyma því að það er ákvörðun Alþingis árið 2013 að ráðast í friðlýsingu meðal annars á Jökulsá á Fjöllum. Það sem ég er að gera er að framfylgja þeirri ákvörðun, enda löngu kominn tími til. Það eru sjö ár síðan Alþingi samþykkti þetta og mjög mikilvægt að það sé kominn umhverfisráðherra sem gengur í þau verk að klára þessar friðlýsingar á grundvelli ákvörðunar Alþingis um rammaáætlun.“ Hann kveðst hvorki óttast að ákvörðuninni verði hnekkt, né heldur að ríkið kunni að hafa kallað yfir sig skaðabótaskyldu. „Málið fer bara í þann farveg sem að það fer í þegar að svona ákvarðanir eru bornar undir óháða aðila, þannig að það bara á sinn gang í ferlinu,“ segir umhverfisráðherra. Umrædd friðlýsing var sú fyrsta í verndarflokki rammaáætlunar og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. Þessi kæra, hefur hún einhver áhrif á frekari áform um friðlýsingar? „Nei, hún hefur það ekki.“ Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurþing Skútustaðahreppur Fljótsdalshérað Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Kæra landeigenda vegna friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum hefur ekki áhrif á frekari áform stjórnvalda um friðlýsingar að sögn umhverfisráðherra. Hann telur að rétt hafi verið staðið að öllu í ferlinu og kveðst ekki óttast hugsanlega skaðabótaskyldu á hendur ríkinu. Umhverfisráðherra undirritaði friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum í ágúst í fyrra. Ákvörðunin byggði á rammaáætlun sem samþykkt var 2013 en með friðlýsingunni er áin vernduð gegn orkuvinnslu sem tillögur höfðu verið uppi um. Mbl.is greindi frá því nýverið að eigendur jarðarinnar Brúar á Jökuldal hafi höfðað dómsmál á heldur ríkinu þar sem þess er krafist, að ákvörðun um friðlýsingu á vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum fyrir orkuvinnslu, verði dæmd ógild. Ráðherra segir að ríkið muni taka til varna í málinu. „Við teljum að það hafi verið staðið rétt að þessari friðlýsingu á allan hátt og við megum ekki gleyma því að það er ákvörðun Alþingis árið 2013 að ráðast í friðlýsingu meðal annars á Jökulsá á Fjöllum. Það sem ég er að gera er að framfylgja þeirri ákvörðun, enda löngu kominn tími til. Það eru sjö ár síðan Alþingi samþykkti þetta og mjög mikilvægt að það sé kominn umhverfisráðherra sem gengur í þau verk að klára þessar friðlýsingar á grundvelli ákvörðunar Alþingis um rammaáætlun.“ Hann kveðst hvorki óttast að ákvörðuninni verði hnekkt, né heldur að ríkið kunni að hafa kallað yfir sig skaðabótaskyldu. „Málið fer bara í þann farveg sem að það fer í þegar að svona ákvarðanir eru bornar undir óháða aðila, þannig að það bara á sinn gang í ferlinu,“ segir umhverfisráðherra. Umrædd friðlýsing var sú fyrsta í verndarflokki rammaáætlunar og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. Þessi kæra, hefur hún einhver áhrif á frekari áform um friðlýsingar? „Nei, hún hefur það ekki.“
Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurþing Skútustaðahreppur Fljótsdalshérað Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira