Enski boltinn

Leikmaður Chelsea handtekinn og fyrirsæta sem heimsótti hann endaði á sjúkrahúsi

Sindri Sverrisson skrifar
Callum Hudson-Odoi var handtekinn í nótt.
Callum Hudson-Odoi var handtekinn í nótt. VÍSIR/GETTY

Enski landsliðsmaðurinn Callum Hudson-Odoi hefur verið handtekinn og fyrirsæta sem hann bauð heim til sín flutt á sjúkrahús eftir átök þeirra á milli.

Enska blaðið Daily Mail greinir frá þessu og segir að hinn 19 ára gamli Hudson-Odoi sé í gæsluvarðhaldi. Lögregla var kölluð til á heimili hans laust fyrir klukkan fjögur í nótt, eftir símtal frá konunni sem heimsótti Chelsea-manninn. Sjúkrabíll var einnig kallaður til. Lögregla mætti aftur á vettvang í dag til að rannsaka málið.

Hudson-Odoi kynntist fyrirsætunni, sem ekki er nafngreind, á netinu og sendi bifreið eftir henni þrátt fyrir að heimsóknin stangist á við reglur um einangrun vegna kórónuveirufaraldursins. Hann greindi frá því í mars að hann hefði greinst með Covid-19 og kvaðst í byrjun apríl hafa jafnað sig að fullu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×