Blikar bjartsýnir á að halda stærsta mótið Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 20:10 Símamótið er afar vinsælt en væntanlega fá stelpurnar ekki að koma saman í eins stórum og þéttum hópi og á þessari mynd. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Við stefnum ótrauð á það að halda mótið,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, um Símamótið sem Blikar halda árlega. Það er jafnan fjölmennasta krakkamót hvers fótboltasumars. Vegna aðgerða yfirvalda til að sporna við kórónuveirufaraldrinum hefur skapast óvissa um það hvort fjölmenn krakkamót í fótbolta geti farið fram í sumar. Í byrjun maí verða fyrstu skref tekin í því að aflétta samkomubanni en óljóst er hve lengi „tveggja metra reglan“ mun gilda og hve fjölmennar samkomur verða leyfðar í sumar. Eysteinn er þó bjartsýnn og segir Blika með lausnir í huga svo að hægt verði að fylgja öllum tilmælum: „Við þurfum að fara aðrar leiðir, hólfa þetta meira niður. Við erum heppin með það hér í Kópavogi að við höfum frábæra aðstöðu sem að bæjarfélagið hefur byggt upp og hugsum með okkur að fara líka með mótið að hluta til í Fagralundinn, þar sem við erum með stórt svæði, og jafnvel á fleiri svæði. Þannig hólfum við þetta niður til að verða við þessum tilmælum. Ég held að það ætti að vera hægt,“ sagði Eysteinn í Sportinu í dag. Breiðablik er með gríðarlega marga iðkendur í yngri flokkum og mun þurfa að skipta æfingahópum sínum upp og teikna upp ýmsar lausnir til að fara eftir tilmælum yfirvalda þegar æfingar verða leyfðar á nýjan leik 4. maí. Lið félagsins spila jafnan gríðarlega mikinn fjölda leikja á hverju sumri og Eysteinn segir ljóst að þeir gætu orðið færri á þessu tímabili: „Við erum náttúrulega með ótrúlega mikinn fjölda af leikjum og auðvitað hefur þetta áhrif. Auðvitað þarf hugsanlega eitthvað að fækka leikjum, það má vel vera. En aðstaðan er fyrir hendi og við erum með alveg ótrúlega marga velli, þannig að við ættum að geta komið þessu öllu fyrir. En sjálfsagt verður að fara með þetta eitthvað inn í haustið. Í meistaraflokkunum okkar erum við komin með heilsársvöll sem við vorum ekki með áður, og ættum alveg að geta ráðið við það.“ Klippa: Sportið í dag - Framkvæmdastjóri Breiðabliks um Símamótið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Krakkar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Kópavogur Breiðablik Tengdar fréttir Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
„Við stefnum ótrauð á það að halda mótið,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, um Símamótið sem Blikar halda árlega. Það er jafnan fjölmennasta krakkamót hvers fótboltasumars. Vegna aðgerða yfirvalda til að sporna við kórónuveirufaraldrinum hefur skapast óvissa um það hvort fjölmenn krakkamót í fótbolta geti farið fram í sumar. Í byrjun maí verða fyrstu skref tekin í því að aflétta samkomubanni en óljóst er hve lengi „tveggja metra reglan“ mun gilda og hve fjölmennar samkomur verða leyfðar í sumar. Eysteinn er þó bjartsýnn og segir Blika með lausnir í huga svo að hægt verði að fylgja öllum tilmælum: „Við þurfum að fara aðrar leiðir, hólfa þetta meira niður. Við erum heppin með það hér í Kópavogi að við höfum frábæra aðstöðu sem að bæjarfélagið hefur byggt upp og hugsum með okkur að fara líka með mótið að hluta til í Fagralundinn, þar sem við erum með stórt svæði, og jafnvel á fleiri svæði. Þannig hólfum við þetta niður til að verða við þessum tilmælum. Ég held að það ætti að vera hægt,“ sagði Eysteinn í Sportinu í dag. Breiðablik er með gríðarlega marga iðkendur í yngri flokkum og mun þurfa að skipta æfingahópum sínum upp og teikna upp ýmsar lausnir til að fara eftir tilmælum yfirvalda þegar æfingar verða leyfðar á nýjan leik 4. maí. Lið félagsins spila jafnan gríðarlega mikinn fjölda leikja á hverju sumri og Eysteinn segir ljóst að þeir gætu orðið færri á þessu tímabili: „Við erum náttúrulega með ótrúlega mikinn fjölda af leikjum og auðvitað hefur þetta áhrif. Auðvitað þarf hugsanlega eitthvað að fækka leikjum, það má vel vera. En aðstaðan er fyrir hendi og við erum með alveg ótrúlega marga velli, þannig að við ættum að geta komið þessu öllu fyrir. En sjálfsagt verður að fara með þetta eitthvað inn í haustið. Í meistaraflokkunum okkar erum við komin með heilsársvöll sem við vorum ekki með áður, og ættum alveg að geta ráðið við það.“ Klippa: Sportið í dag - Framkvæmdastjóri Breiðabliks um Símamótið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Krakkar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Kópavogur Breiðablik Tengdar fréttir Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00
Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45