Lífið

Harður árekstur í miðjum þætti af Framkomu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Konráð lenti í því að ökumaður kom akandi í veg fyrir hann á Selfossi.
Konráð lenti í því að ökumaður kom akandi í veg fyrir hann á Selfossi.

Í síðasta þætti af Framkomu með Fannari Sveinssyni fylgdi hann eftir þeim Víði Reynissyni, Sindra Sindrasyni og Konráði Val Sveinssyni, knapa, áður en þeir komu fram.

Sindri Sindrason var að undirbúa sig fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2, Víðir fyrir daglegu upplýsingafundi almannavarna og áður en Konráð tók þátt á hestamóti.

Óheppilegt atvik átti sér stað þegar Fannar ræddi við Konráð á leiðinni á hestamótið en þá lenti Konráð í árekstri og það nokkuð hörðum.

„Er bara í miðju viðtali og er ekkert að spá í neinu öðru þegar allt í einu finnst mér eins og bíllinn springi, og stuttu seinna átta ég mig á því að við lentum í bílslysi,“ segir Fannar.

„Við erum að keyra upp aðalgötuna á Selfossi fram hjá Landsbankanum og á vinstri hönd er Krónan. Þá kemur bifreið í veg fyrir okkur og við förum inn í hliðina á honum.“

Hér að neðan má sjá atvikið.

Klippa: Harður árekstur í miðjum þætti af Framkomu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×