Sjáðu fjörutíu ára gömul mörk Péturs Péturs í bikarúrslitum í Hollandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2020 12:30 Pétur Pétursson í leik með Feyenoord en hann var heldur betur á skotskónum í deild (23 mörk), bikar (7 mörk) og Evrópukeppni (4 mörk) tímabilið 1979-80. Getty/VI Images Pétur Pétursson átti sitt besta tímabil með hollenska liðinu Feyenoord veturinn 1979-80 og endaði magnaða leiktíð sína með eftirminnilegri frammistöðu í sjálfum bikarúrslitaleiknum. Feyenoord vann 3-1 sigur á Ajax í bikarúrslitaleiknum í maí 1980 en þetta var í fyrsta sinn sem þessir erkifjendur mættust í bikarúrslitaleik. Ajax varð hollenskur meistari þetta vor en Feyenoord liðið endaði í fjórða sæti í deildinni. Sigurinn var því mjög sætur fyrir Feyenoord sem var að vinna sinn fyrsta titil í sex ár og Ajax hafði unnið fjóra stóra titla á sama tíma. #OnThisDay photo from 1980. Ruud Krol & Petur Petursson in the thick of the action during the final of the KNVB Beker (the Dutch Cup) between Feyenoord & Ajax at De Kuip. Feyenoord lift the trophy with a 3:1 win. pic.twitter.com/60szPmzXLT— Culture of Football Classics (@CFclassics) May 18, 2019 Pétur hafði líka skorað eitt marka Feyenoord í 4-0 sigri á Ajax í deildarleik í lok september en Pétur náði að skora mark í fyrstu átta leikjum tímabilsins og endaði með 23 mörk í 33 leikjum. Ajax komst í 1-0 í bikarúrslitaleiknum og fékk síðan vítaspyrnu. Markvörður Feyenoord varði hins vegar vítið og kveikti í sínum mönnum. Pétur skoraði fyrra markið sitt úr vítaspyrnu sex mínútum fyrir hálfleik. Hann þurfti að bíða lengi með boltann á punktinum vegna meiðsla markvarðar Ajax en skoraði af miklu öryggi úr spyrnunni. Skoraði 34 mörk í 46 leikjum á tímabilinu Feyenoord komst síðan yfir í 2-1 í seinni hálfleik áður en Pétur innsiglaði sigurinn með sínu öðru marki í leiknum. Pétur skoraði 7 mörk í 7 bikarleikjum þetta tímabil þar af 2 mörk í bæði undanúrslitaleiknum og úrslitaleiknum. Pétur var einnig með 4 mörk í 6 leikjum í UEFA bikarnum þar af þrennu í leik á móti sænska liðinu Malmö. Alls skoraði Pétur því 34 mörk í 46 leikjum í deild, bikar og Evrópukeppni á 1979-80 tímabilinu. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá hollenska bikarúrslitaleiknum sem fram fór 17. maí 1980. Mörk Péturs koma eftir sex mínútur af myndbandinu og eftir sjö og hálfa mínútu. „Þetta var stórkostlegur sigur hjá okkur og frábær endir á keppnistímabilinu. Stemmningin á vellinum var slík að ég gleymi henni ekki i bráð og ég er nokkuð viss á því að af þeim 65.000 áhorfendum, sem á vellinum voru, voru 45—50.000 á okkar bandi," sagði Pétur í viðtalið við Dagblaðið. Stærsti dagurinn á mínum knattspyrnuferli „Það skiptir ekki miklu máli eftir á hvort leikurinn var góður eða slæmur. Aðalmálið er það að við unnum eftirminnilegan sigur og þetta var tvímælalaust stærsti dagurinn á mínum knattspyrnuferli," sagði Pétur enn fremur við blaðamann Dagblaðsins. Morgunblaðið tók viðtal við hann og mynd af honum þegar hann var kominn til Íslands tveimur dögum eftir leikinn. #OnThisDay in 1980 #Feyenoord defeated #Ajax in the #Cupfinal. #PeturPetursson and #JanPeters are celebrating and #RuudKrol is leaving #Ajax pic.twitter.com/Ie1TDS38Zf— OldFootballPhotos (@OldFootball11) May 17, 2017 Fór að kasta upp úti á miðjum vellinum „Ég lék stöðu miðframherja í þessum leik og keyrði mig hreinlega út í leiknum. Þegar ég hafði skorað þriðja markið og Ajax ætlaði að byrja á miðju fékk ég magakrampa og fór að kasta upp úti á miðjum vellinum. Það var ekkert annað fyrir mig að gera en fara út af, enda var ég alveg búinn. Það hafði sitt að segja að ég var búinn að vera mjög taugaspenntur alla vikuna, bæði vegna leiksins og hins að ég hafði fengið ádrátt um að sleppa við að fara í keppnisferð Feyenoord til Suður-Ameríku ef við ynnum og ég stæði mig vel," sagði Pétur í viðtalinu í Morgunblaðinu. Þar kom einnig fram að Pétur ætlaði eftir leikinn að skipta við hinn heimsfræga leikmann Rudi Krol en hann var ekki til í það, enda að spila sinn síðasta leik fyrir Ajax og vildi eiga skyrtuna. Skipti Pétur því við Frank Arnesen. Hollenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra Sjá meira
Pétur Pétursson átti sitt besta tímabil með hollenska liðinu Feyenoord veturinn 1979-80 og endaði magnaða leiktíð sína með eftirminnilegri frammistöðu í sjálfum bikarúrslitaleiknum. Feyenoord vann 3-1 sigur á Ajax í bikarúrslitaleiknum í maí 1980 en þetta var í fyrsta sinn sem þessir erkifjendur mættust í bikarúrslitaleik. Ajax varð hollenskur meistari þetta vor en Feyenoord liðið endaði í fjórða sæti í deildinni. Sigurinn var því mjög sætur fyrir Feyenoord sem var að vinna sinn fyrsta titil í sex ár og Ajax hafði unnið fjóra stóra titla á sama tíma. #OnThisDay photo from 1980. Ruud Krol & Petur Petursson in the thick of the action during the final of the KNVB Beker (the Dutch Cup) between Feyenoord & Ajax at De Kuip. Feyenoord lift the trophy with a 3:1 win. pic.twitter.com/60szPmzXLT— Culture of Football Classics (@CFclassics) May 18, 2019 Pétur hafði líka skorað eitt marka Feyenoord í 4-0 sigri á Ajax í deildarleik í lok september en Pétur náði að skora mark í fyrstu átta leikjum tímabilsins og endaði með 23 mörk í 33 leikjum. Ajax komst í 1-0 í bikarúrslitaleiknum og fékk síðan vítaspyrnu. Markvörður Feyenoord varði hins vegar vítið og kveikti í sínum mönnum. Pétur skoraði fyrra markið sitt úr vítaspyrnu sex mínútum fyrir hálfleik. Hann þurfti að bíða lengi með boltann á punktinum vegna meiðsla markvarðar Ajax en skoraði af miklu öryggi úr spyrnunni. Skoraði 34 mörk í 46 leikjum á tímabilinu Feyenoord komst síðan yfir í 2-1 í seinni hálfleik áður en Pétur innsiglaði sigurinn með sínu öðru marki í leiknum. Pétur skoraði 7 mörk í 7 bikarleikjum þetta tímabil þar af 2 mörk í bæði undanúrslitaleiknum og úrslitaleiknum. Pétur var einnig með 4 mörk í 6 leikjum í UEFA bikarnum þar af þrennu í leik á móti sænska liðinu Malmö. Alls skoraði Pétur því 34 mörk í 46 leikjum í deild, bikar og Evrópukeppni á 1979-80 tímabilinu. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá hollenska bikarúrslitaleiknum sem fram fór 17. maí 1980. Mörk Péturs koma eftir sex mínútur af myndbandinu og eftir sjö og hálfa mínútu. „Þetta var stórkostlegur sigur hjá okkur og frábær endir á keppnistímabilinu. Stemmningin á vellinum var slík að ég gleymi henni ekki i bráð og ég er nokkuð viss á því að af þeim 65.000 áhorfendum, sem á vellinum voru, voru 45—50.000 á okkar bandi," sagði Pétur í viðtalið við Dagblaðið. Stærsti dagurinn á mínum knattspyrnuferli „Það skiptir ekki miklu máli eftir á hvort leikurinn var góður eða slæmur. Aðalmálið er það að við unnum eftirminnilegan sigur og þetta var tvímælalaust stærsti dagurinn á mínum knattspyrnuferli," sagði Pétur enn fremur við blaðamann Dagblaðsins. Morgunblaðið tók viðtal við hann og mynd af honum þegar hann var kominn til Íslands tveimur dögum eftir leikinn. #OnThisDay in 1980 #Feyenoord defeated #Ajax in the #Cupfinal. #PeturPetursson and #JanPeters are celebrating and #RuudKrol is leaving #Ajax pic.twitter.com/Ie1TDS38Zf— OldFootballPhotos (@OldFootball11) May 17, 2017 Fór að kasta upp úti á miðjum vellinum „Ég lék stöðu miðframherja í þessum leik og keyrði mig hreinlega út í leiknum. Þegar ég hafði skorað þriðja markið og Ajax ætlaði að byrja á miðju fékk ég magakrampa og fór að kasta upp úti á miðjum vellinum. Það var ekkert annað fyrir mig að gera en fara út af, enda var ég alveg búinn. Það hafði sitt að segja að ég var búinn að vera mjög taugaspenntur alla vikuna, bæði vegna leiksins og hins að ég hafði fengið ádrátt um að sleppa við að fara í keppnisferð Feyenoord til Suður-Ameríku ef við ynnum og ég stæði mig vel," sagði Pétur í viðtalinu í Morgunblaðinu. Þar kom einnig fram að Pétur ætlaði eftir leikinn að skipta við hinn heimsfræga leikmann Rudi Krol en hann var ekki til í það, enda að spila sinn síðasta leik fyrir Ajax og vildi eiga skyrtuna. Skipti Pétur því við Frank Arnesen.
Hollenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra Sjá meira