Sex látnir í fangaóeirðum á Ítalíu Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2020 16:18 Fangar klifruðu upp á þakið á San Vittore-fangelsinu í Mílanó og héldu á laki sem þeir höfðu letrað á „Náðun“. AP/Antonio Calanni Óeirðir brutust út í á þriðja tug fangelsa á Ítalíu vegna aðgerða sem er ætlað að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Sex fangar létu lífið eftir að þeir brutust inn í sjúkrastofu og tóku of stóran skammt af kvalastillandi lyfi. Fjölskylduheimsóknir í fangelsi hafa verið bannaðar til þess að koma í veg fyrir að kórónuveiran breiðist út í yfirfullum fangelsum landsins. Fangar eru afar ósáttir við ráðstafanirnar og létu hug sinn í ljós með óeirðum í dag og í gær. Í stærstu óeirðunum í Modena kveiktu fangar í dýnum og sex létust þegar þeir tóku of stóran skammt af lyifi sem er gefið vegna ópíóíðafíknar, að sögn AP-fréttastofunnar. Í San Vittore-fangelsinu í Mílanó klifruðu fangar upp á þak og héldu á lofti laki sem á stóð „Náðun“. Fangelsismál á Ítalíu hafa verið í ólestri lengi. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sektað landið fyrir slæman aðbúnað í fangelsum. Ítölsk fangelsi eru jafnframt yfirfull. Í sumum þeirra eru fangar hátt í tvöfalt fleiri en þau eru hönnuð til að hýsa. Kórónuveiran hefur breiðst hratt á Ítalíu undanfarnar vikur og hafa 366 manns látið lífið af völdum hennar. Yfirvöld settu á umfangsmiklar ferðatakmarkanir fyrir um sextán milljónir íbúa í Langbarðalandi og nokkrum héruðum á Mið- og Norður-Ítalíu um helgina. Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06 Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Óeirðir brutust út í á þriðja tug fangelsa á Ítalíu vegna aðgerða sem er ætlað að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Sex fangar létu lífið eftir að þeir brutust inn í sjúkrastofu og tóku of stóran skammt af kvalastillandi lyfi. Fjölskylduheimsóknir í fangelsi hafa verið bannaðar til þess að koma í veg fyrir að kórónuveiran breiðist út í yfirfullum fangelsum landsins. Fangar eru afar ósáttir við ráðstafanirnar og létu hug sinn í ljós með óeirðum í dag og í gær. Í stærstu óeirðunum í Modena kveiktu fangar í dýnum og sex létust þegar þeir tóku of stóran skammt af lyifi sem er gefið vegna ópíóíðafíknar, að sögn AP-fréttastofunnar. Í San Vittore-fangelsinu í Mílanó klifruðu fangar upp á þak og héldu á lofti laki sem á stóð „Náðun“. Fangelsismál á Ítalíu hafa verið í ólestri lengi. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sektað landið fyrir slæman aðbúnað í fangelsum. Ítölsk fangelsi eru jafnframt yfirfull. Í sumum þeirra eru fangar hátt í tvöfalt fleiri en þau eru hönnuð til að hýsa. Kórónuveiran hefur breiðst hratt á Ítalíu undanfarnar vikur og hafa 366 manns látið lífið af völdum hennar. Yfirvöld settu á umfangsmiklar ferðatakmarkanir fyrir um sextán milljónir íbúa í Langbarðalandi og nokkrum héruðum á Mið- og Norður-Ítalíu um helgina.
Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06 Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06
Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55