Skyndiheimsóknir, GPS og myndbönd notuð svo ensku liðin svindli ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 08:30 Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni æfa í sérstökum vestum sem mæla alls konar upplýsingar eins og staðsetningu, hreyfingar og hjartslátt. Þau gefa miklar upplýsingar um hvernig liðin æfa. Hér eru Sadio Mane og Alex Oxlade-Chamberlain með slík vesti á æfingu með Liverpool. Getty/Andrew Powell Englendingar ætla að passa upp á það að ensku úrvalsdeildarliðin fylgi þeim reglum sem hafa verið settar nú þegar leikmenn liðanna hefja æfingar á ný. Ensku úrvalsdeildarliðin hefja æfingar á nýjan leik í dag með það markmið að hægt verði að spila aftur leiki frá og með 12. júní. Til að byrja með mega liðin hins vegar aðeins æfa í litlum hópum og það verður passað upp á það að þær reglur verði virtar. Premier League clubs can expect surprise inspections, GPS tracking and video analysis as they prepare for the season to resume.Read more:https://t.co/F2WCaJ4GPq pic.twitter.com/HuqT2mVB3R— BBC Sport (@BBCSport) May 19, 2020 „Smá saman stefnum við að koma því þannig við að það verði eftirlitsmaður á hverjum æfingavelli,“ sagði Richard Garlick, yfirmaður fótboltamála hjá ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin mun einnig hafa aðgang að GPS-mælingum leikmanna sem og myndböndum af æfingum liðanna. Það mun enginn komast upp með það að svindla á reglunum. „Með því fáum við vissu um það að það sé verið að fylgja öllum reglum. Við ætlum síðan að fá inn sjálfstæðan eftirlitshóp á næstu dögum og þessi hópur getur dottið inn á æfingar án þess að gera boð á undan sér,“ sagði Richard Garlick. Auk þess að leikmenn mega ekki vera fleiri en fimm í hverjum æfingahópi þá má hver og einn leikmaður ekki æfa lengur en í 75 mínútum. Það verður líka að fylgja öllum reglum um samskiptafjarlægð á þessum æfingum. Premier League plan to swoop on clubs training sessions with surprise inspections to make sure social distancing protocols are being adhered to https://t.co/cFnJPKSIXM— Dan Roan (@danroan) May 18, 2020 12. júní átti að vera dagurinn sem enska úrvalsdeildin fer aftur af stað en í grein breska ríkisútvarpsins er búist við því að því seinki eitthvað. „12. júní var viðmið en við vorum ekki búin að festa neinn upphafsdag. Við viljum samt auðvitað ekki vera að færa þetta til og frá. Það á eftir að fara fram umræða um þetta. Allt mun velta mikið á því hvenær liðin geta farið að æfa á fullu með eðlilegum hætti. Þangað til getum við ekki ákveðið neitt og að sjálfsögðu þurfum við að vera sveigjanleg,“ sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin munu líka spila á fimm helgum í röð og svo fjórum sinnum líka í miðri viku til þess að ná að klára þær níu umferðir sem eru eftir af mótinu. Enska úrvalsdeildin myndi með því klárast í júlí en það má lítið út af bregða ef deildin á ekki að klárast í ágúst, mánuðinum þar sem næsta tímabil byrjar í venjulegu árferði. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira
Englendingar ætla að passa upp á það að ensku úrvalsdeildarliðin fylgi þeim reglum sem hafa verið settar nú þegar leikmenn liðanna hefja æfingar á ný. Ensku úrvalsdeildarliðin hefja æfingar á nýjan leik í dag með það markmið að hægt verði að spila aftur leiki frá og með 12. júní. Til að byrja með mega liðin hins vegar aðeins æfa í litlum hópum og það verður passað upp á það að þær reglur verði virtar. Premier League clubs can expect surprise inspections, GPS tracking and video analysis as they prepare for the season to resume.Read more:https://t.co/F2WCaJ4GPq pic.twitter.com/HuqT2mVB3R— BBC Sport (@BBCSport) May 19, 2020 „Smá saman stefnum við að koma því þannig við að það verði eftirlitsmaður á hverjum æfingavelli,“ sagði Richard Garlick, yfirmaður fótboltamála hjá ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin mun einnig hafa aðgang að GPS-mælingum leikmanna sem og myndböndum af æfingum liðanna. Það mun enginn komast upp með það að svindla á reglunum. „Með því fáum við vissu um það að það sé verið að fylgja öllum reglum. Við ætlum síðan að fá inn sjálfstæðan eftirlitshóp á næstu dögum og þessi hópur getur dottið inn á æfingar án þess að gera boð á undan sér,“ sagði Richard Garlick. Auk þess að leikmenn mega ekki vera fleiri en fimm í hverjum æfingahópi þá má hver og einn leikmaður ekki æfa lengur en í 75 mínútum. Það verður líka að fylgja öllum reglum um samskiptafjarlægð á þessum æfingum. Premier League plan to swoop on clubs training sessions with surprise inspections to make sure social distancing protocols are being adhered to https://t.co/cFnJPKSIXM— Dan Roan (@danroan) May 18, 2020 12. júní átti að vera dagurinn sem enska úrvalsdeildin fer aftur af stað en í grein breska ríkisútvarpsins er búist við því að því seinki eitthvað. „12. júní var viðmið en við vorum ekki búin að festa neinn upphafsdag. Við viljum samt auðvitað ekki vera að færa þetta til og frá. Það á eftir að fara fram umræða um þetta. Allt mun velta mikið á því hvenær liðin geta farið að æfa á fullu með eðlilegum hætti. Þangað til getum við ekki ákveðið neitt og að sjálfsögðu þurfum við að vera sveigjanleg,“ sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin munu líka spila á fimm helgum í röð og svo fjórum sinnum líka í miðri viku til þess að ná að klára þær níu umferðir sem eru eftir af mótinu. Enska úrvalsdeildin myndi með því klárast í júlí en það má lítið út af bregða ef deildin á ekki að klárast í ágúst, mánuðinum þar sem næsta tímabil byrjar í venjulegu árferði.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira