Carragher segir að Ndombele sé „YouTube leikmaður“ sem gangi um eins og gamalmenni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2020 13:00 Tanguy Ndombele hefur ekki fundið sig hjá Tottenham. vísir/getty Jamie Carragher segir að Tanguy Ndombele, dýrasti leikmaður í sögu Tottenham, sé „YouTube leikmaður“ sem gangi um völlinn eins og gamalmenni. Ndombele var tekinn af velli í hálfleik þegar Tottenham gerði 1-1 jafntefli við Burnley í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Eftir leikinn gagnrýndi José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, Ndombele nokkuð harkalega. Carragher tók undir gagnrýni Mourinhos. „Það er munur á því að vera með frábæra hæfileika og vera frábær leikmaður. Hann er eins og YouTube leikmaður,“ sagði Carragher í Monday Night Football á Sky Sports í gær. „Hann getur heillað fólk á YouTube en þegar þú horfir á hann spila gerir hann ekki nóg til að réttlæta verðmiðann.“ Carragher segir að Ndombele sé einfaldlega of latur og það fari greinilega í taugarnar á Mourinho. „Hann er mjög góður með boltann. Hann kemur boltanum vel frá sér og tapar honum mjög sjaldan. En á þessum 45 mínútum tók hann ekki einn sprett. Hann labbar bara um og hreyfist ekki þangað til boltinn kemur til hans,“ sagði Carragher um 65 milljóna punda manninn Ndombele. „Annað hvort getur hann ekki eða vill ekki hlaupa. Líkamstjáningin minnir mann svolítið á Yaya Touré. Hann skokkar um, labbar eins og gamalmenni. Mourinho hafði rétt fyrir sér. Hann er ekki hrifinn af honum. Hann hlýtur að vera mjög latur á æfingum og Mourinho missti þolinmæðina.“ Ndombele sló í gegn hjá Lyon á síðasta tímabili. Hann hefur leikið sex leiki fyrir franska landsliðið. Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni í dag: Meiðslahrjáðir Tottenham og stórskemmtilegt lið Atalanta Meistaradeildin snýr aftur á skjá landsmanna í kvöld er síðari leikirnir í 16-liða úrslitunum fara að rúlla. 10. mars 2020 06:00 Enn eitt áfallið fyrir Mourinho: Bergwijn gæti verið frá út leiktíðina Ökklameiðsli Steven Bergwijn, vængmanns Tottenham, gera það að verkum að ólíklegt er að hann spili aftur á leiktíðinni. Þetta staðfestir Jose Mourinho, stjóri liðsins. 9. mars 2020 18:38 Burnley og Tottenham skildu jöfn á Turf Moor Burnley og Tottenham sættust á skiptan hlut í ensku úrvalsdeildinni í dag. 7. mars 2020 19:30 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Sjá meira
Jamie Carragher segir að Tanguy Ndombele, dýrasti leikmaður í sögu Tottenham, sé „YouTube leikmaður“ sem gangi um völlinn eins og gamalmenni. Ndombele var tekinn af velli í hálfleik þegar Tottenham gerði 1-1 jafntefli við Burnley í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Eftir leikinn gagnrýndi José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, Ndombele nokkuð harkalega. Carragher tók undir gagnrýni Mourinhos. „Það er munur á því að vera með frábæra hæfileika og vera frábær leikmaður. Hann er eins og YouTube leikmaður,“ sagði Carragher í Monday Night Football á Sky Sports í gær. „Hann getur heillað fólk á YouTube en þegar þú horfir á hann spila gerir hann ekki nóg til að réttlæta verðmiðann.“ Carragher segir að Ndombele sé einfaldlega of latur og það fari greinilega í taugarnar á Mourinho. „Hann er mjög góður með boltann. Hann kemur boltanum vel frá sér og tapar honum mjög sjaldan. En á þessum 45 mínútum tók hann ekki einn sprett. Hann labbar bara um og hreyfist ekki þangað til boltinn kemur til hans,“ sagði Carragher um 65 milljóna punda manninn Ndombele. „Annað hvort getur hann ekki eða vill ekki hlaupa. Líkamstjáningin minnir mann svolítið á Yaya Touré. Hann skokkar um, labbar eins og gamalmenni. Mourinho hafði rétt fyrir sér. Hann er ekki hrifinn af honum. Hann hlýtur að vera mjög latur á æfingum og Mourinho missti þolinmæðina.“ Ndombele sló í gegn hjá Lyon á síðasta tímabili. Hann hefur leikið sex leiki fyrir franska landsliðið.
Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni í dag: Meiðslahrjáðir Tottenham og stórskemmtilegt lið Atalanta Meistaradeildin snýr aftur á skjá landsmanna í kvöld er síðari leikirnir í 16-liða úrslitunum fara að rúlla. 10. mars 2020 06:00 Enn eitt áfallið fyrir Mourinho: Bergwijn gæti verið frá út leiktíðina Ökklameiðsli Steven Bergwijn, vængmanns Tottenham, gera það að verkum að ólíklegt er að hann spili aftur á leiktíðinni. Þetta staðfestir Jose Mourinho, stjóri liðsins. 9. mars 2020 18:38 Burnley og Tottenham skildu jöfn á Turf Moor Burnley og Tottenham sættust á skiptan hlut í ensku úrvalsdeildinni í dag. 7. mars 2020 19:30 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Sjá meira
Í beinni í dag: Meiðslahrjáðir Tottenham og stórskemmtilegt lið Atalanta Meistaradeildin snýr aftur á skjá landsmanna í kvöld er síðari leikirnir í 16-liða úrslitunum fara að rúlla. 10. mars 2020 06:00
Enn eitt áfallið fyrir Mourinho: Bergwijn gæti verið frá út leiktíðina Ökklameiðsli Steven Bergwijn, vængmanns Tottenham, gera það að verkum að ólíklegt er að hann spili aftur á leiktíðinni. Þetta staðfestir Jose Mourinho, stjóri liðsins. 9. mars 2020 18:38
Burnley og Tottenham skildu jöfn á Turf Moor Burnley og Tottenham sættust á skiptan hlut í ensku úrvalsdeildinni í dag. 7. mars 2020 19:30