24 dagar í Pepsi Max: Meirihluti þjálfara deildarinnar hafa spilað fyrir KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2020 12:00 Rúnar Kristinsson náði aldrei að verða Íslandsmeistari sem leikmaður KR en hefur aftur á móti gert KR-liðið þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum sem þjálfari. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 24 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Sjö af tólf þjálfurum Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í sumar eru fyrrum leikmenn KR þar af eru fjórir þeirra uppaldir í Vesturbænum. Tímabilið hefst núna í júní, rétt rúmum 23 árum eftir af KR-liðið fór í verkfall eftir að Lúkasi Kostic var sagt upp störfum eftir aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjunum sumarið 1997. Fjórir af núverandi þjálfurum Pepsi Max deildar karla voru þá liðsfélagar í KR-liðinu. Það voru þeir Heimir Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur H. Kristjánsson. Björgólfur Guðmundsson, þáverandi formaður knattspyrnudeildar KR, sagði þá í viðtali við Morgunblaðið að leikmennirnir væru samningsbundnir og að þeim beri að mæta í vinnuna. Leikmenn KR mættu ekki á æfingu frá föstudegi til sunnudags en komu til baka á mánudegi og fóru að æfa hjá nýjum þjálfara liðsins sem var Haraldur Haraldsson. Enginn þessara fyrrnefndu fjögurra leikmanna KR og núverandi þjálfara KR, héldu þó áfram að spila með KR eftir 1997 tímabilið. Heimir Guðjónsson skipti yfir í ÍA og þeir Brynjar Björn Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur H. Kristjánsson fóru allir í atvinnumennsku. Ólafur og Óskar Hrafn spiluðu ekki aftur á Íslandi og Heimir hefur ekki verið í KR síðan. Heimir fór frá ÍA til FH þar sem hann eyddi svo sautján árum sem leikmaður, fyrirliði, aðstoðarþjálfari og þjálfari í Kaplakrika. Brynjar Björn Gunnarsson kom hins vegar til baka í Vesturbæinn og endaði ferilinn sem Íslandsmeistari með KR. Óskar Hrafn þjálfar nú Breiðablik og er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild. Ólafur Kristjánsson, sem þjálfar FH, og Heimir Guðjónsson, sem þjálfar Val, eru tveir reyndustu þjálfarar deildarinnar og Brynjar Björn Gunnarsson gerði flotta hluti á fyrsta ári sínu með HK. Það eru hins vegar fleiri þjálfarar í Pepsi Max deildinni sem hafa spilað með KR í efstu deild. Það eru Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem spilaði allan meistaraflokksferill sinn á Íslandi í KR-búningnum, og svo þeir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis. Arnar spilaði með KR frá 2003 og 2005 og varð Íslandsmeistari á fyrsta tímabilinu. Ágúst Þór Gylfason kom til KR árið 2004 og spilað með félaginu til 2007. Þjálfarar í Pepsi Max deildinni 2020 sem hafa spilað fyrir KR í efstu deild: 140 leikir - Rúnar Kristinsson, KR 124 leikir - Heimir Guðjónsson, FH 71 leikur - Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki 66 leikir - Brynjar Björn Gunnarsson, HK 41 leikur - Ágúst Þór Gylfason, Gróttu 34 leikir - Arnar Gunnlaugsson, Víkingi 29 leikir - Ólafur H. Kristjánsson, FH Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 24 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Sjö af tólf þjálfurum Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í sumar eru fyrrum leikmenn KR þar af eru fjórir þeirra uppaldir í Vesturbænum. Tímabilið hefst núna í júní, rétt rúmum 23 árum eftir af KR-liðið fór í verkfall eftir að Lúkasi Kostic var sagt upp störfum eftir aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjunum sumarið 1997. Fjórir af núverandi þjálfurum Pepsi Max deildar karla voru þá liðsfélagar í KR-liðinu. Það voru þeir Heimir Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur H. Kristjánsson. Björgólfur Guðmundsson, þáverandi formaður knattspyrnudeildar KR, sagði þá í viðtali við Morgunblaðið að leikmennirnir væru samningsbundnir og að þeim beri að mæta í vinnuna. Leikmenn KR mættu ekki á æfingu frá föstudegi til sunnudags en komu til baka á mánudegi og fóru að æfa hjá nýjum þjálfara liðsins sem var Haraldur Haraldsson. Enginn þessara fyrrnefndu fjögurra leikmanna KR og núverandi þjálfara KR, héldu þó áfram að spila með KR eftir 1997 tímabilið. Heimir Guðjónsson skipti yfir í ÍA og þeir Brynjar Björn Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur H. Kristjánsson fóru allir í atvinnumennsku. Ólafur og Óskar Hrafn spiluðu ekki aftur á Íslandi og Heimir hefur ekki verið í KR síðan. Heimir fór frá ÍA til FH þar sem hann eyddi svo sautján árum sem leikmaður, fyrirliði, aðstoðarþjálfari og þjálfari í Kaplakrika. Brynjar Björn Gunnarsson kom hins vegar til baka í Vesturbæinn og endaði ferilinn sem Íslandsmeistari með KR. Óskar Hrafn þjálfar nú Breiðablik og er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild. Ólafur Kristjánsson, sem þjálfar FH, og Heimir Guðjónsson, sem þjálfar Val, eru tveir reyndustu þjálfarar deildarinnar og Brynjar Björn Gunnarsson gerði flotta hluti á fyrsta ári sínu með HK. Það eru hins vegar fleiri þjálfarar í Pepsi Max deildinni sem hafa spilað með KR í efstu deild. Það eru Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem spilaði allan meistaraflokksferill sinn á Íslandi í KR-búningnum, og svo þeir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis. Arnar spilaði með KR frá 2003 og 2005 og varð Íslandsmeistari á fyrsta tímabilinu. Ágúst Þór Gylfason kom til KR árið 2004 og spilað með félaginu til 2007. Þjálfarar í Pepsi Max deildinni 2020 sem hafa spilað fyrir KR í efstu deild: 140 leikir - Rúnar Kristinsson, KR 124 leikir - Heimir Guðjónsson, FH 71 leikur - Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki 66 leikir - Brynjar Björn Gunnarsson, HK 41 leikur - Ágúst Þór Gylfason, Gróttu 34 leikir - Arnar Gunnlaugsson, Víkingi 29 leikir - Ólafur H. Kristjánsson, FH
Þjálfarar í Pepsi Max deildinni 2020 sem hafa spilað fyrir KR í efstu deild: 140 leikir - Rúnar Kristinsson, KR 124 leikir - Heimir Guðjónsson, FH 71 leikur - Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki 66 leikir - Brynjar Björn Gunnarsson, HK 41 leikur - Ágúst Þór Gylfason, Gróttu 34 leikir - Arnar Gunnlaugsson, Víkingi 29 leikir - Ólafur H. Kristjánsson, FH
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira