24 dagar í Pepsi Max: Meirihluti þjálfara deildarinnar hafa spilað fyrir KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2020 12:00 Rúnar Kristinsson náði aldrei að verða Íslandsmeistari sem leikmaður KR en hefur aftur á móti gert KR-liðið þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum sem þjálfari. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 24 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Sjö af tólf þjálfurum Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í sumar eru fyrrum leikmenn KR þar af eru fjórir þeirra uppaldir í Vesturbænum. Tímabilið hefst núna í júní, rétt rúmum 23 árum eftir af KR-liðið fór í verkfall eftir að Lúkasi Kostic var sagt upp störfum eftir aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjunum sumarið 1997. Fjórir af núverandi þjálfurum Pepsi Max deildar karla voru þá liðsfélagar í KR-liðinu. Það voru þeir Heimir Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur H. Kristjánsson. Björgólfur Guðmundsson, þáverandi formaður knattspyrnudeildar KR, sagði þá í viðtali við Morgunblaðið að leikmennirnir væru samningsbundnir og að þeim beri að mæta í vinnuna. Leikmenn KR mættu ekki á æfingu frá föstudegi til sunnudags en komu til baka á mánudegi og fóru að æfa hjá nýjum þjálfara liðsins sem var Haraldur Haraldsson. Enginn þessara fyrrnefndu fjögurra leikmanna KR og núverandi þjálfara KR, héldu þó áfram að spila með KR eftir 1997 tímabilið. Heimir Guðjónsson skipti yfir í ÍA og þeir Brynjar Björn Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur H. Kristjánsson fóru allir í atvinnumennsku. Ólafur og Óskar Hrafn spiluðu ekki aftur á Íslandi og Heimir hefur ekki verið í KR síðan. Heimir fór frá ÍA til FH þar sem hann eyddi svo sautján árum sem leikmaður, fyrirliði, aðstoðarþjálfari og þjálfari í Kaplakrika. Brynjar Björn Gunnarsson kom hins vegar til baka í Vesturbæinn og endaði ferilinn sem Íslandsmeistari með KR. Óskar Hrafn þjálfar nú Breiðablik og er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild. Ólafur Kristjánsson, sem þjálfar FH, og Heimir Guðjónsson, sem þjálfar Val, eru tveir reyndustu þjálfarar deildarinnar og Brynjar Björn Gunnarsson gerði flotta hluti á fyrsta ári sínu með HK. Það eru hins vegar fleiri þjálfarar í Pepsi Max deildinni sem hafa spilað með KR í efstu deild. Það eru Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem spilaði allan meistaraflokksferill sinn á Íslandi í KR-búningnum, og svo þeir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis. Arnar spilaði með KR frá 2003 og 2005 og varð Íslandsmeistari á fyrsta tímabilinu. Ágúst Þór Gylfason kom til KR árið 2004 og spilað með félaginu til 2007. Þjálfarar í Pepsi Max deildinni 2020 sem hafa spilað fyrir KR í efstu deild: 140 leikir - Rúnar Kristinsson, KR 124 leikir - Heimir Guðjónsson, FH 71 leikur - Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki 66 leikir - Brynjar Björn Gunnarsson, HK 41 leikur - Ágúst Þór Gylfason, Gróttu 34 leikir - Arnar Gunnlaugsson, Víkingi 29 leikir - Ólafur H. Kristjánsson, FH Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 24 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Sjö af tólf þjálfurum Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í sumar eru fyrrum leikmenn KR þar af eru fjórir þeirra uppaldir í Vesturbænum. Tímabilið hefst núna í júní, rétt rúmum 23 árum eftir af KR-liðið fór í verkfall eftir að Lúkasi Kostic var sagt upp störfum eftir aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjunum sumarið 1997. Fjórir af núverandi þjálfurum Pepsi Max deildar karla voru þá liðsfélagar í KR-liðinu. Það voru þeir Heimir Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur H. Kristjánsson. Björgólfur Guðmundsson, þáverandi formaður knattspyrnudeildar KR, sagði þá í viðtali við Morgunblaðið að leikmennirnir væru samningsbundnir og að þeim beri að mæta í vinnuna. Leikmenn KR mættu ekki á æfingu frá föstudegi til sunnudags en komu til baka á mánudegi og fóru að æfa hjá nýjum þjálfara liðsins sem var Haraldur Haraldsson. Enginn þessara fyrrnefndu fjögurra leikmanna KR og núverandi þjálfara KR, héldu þó áfram að spila með KR eftir 1997 tímabilið. Heimir Guðjónsson skipti yfir í ÍA og þeir Brynjar Björn Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur H. Kristjánsson fóru allir í atvinnumennsku. Ólafur og Óskar Hrafn spiluðu ekki aftur á Íslandi og Heimir hefur ekki verið í KR síðan. Heimir fór frá ÍA til FH þar sem hann eyddi svo sautján árum sem leikmaður, fyrirliði, aðstoðarþjálfari og þjálfari í Kaplakrika. Brynjar Björn Gunnarsson kom hins vegar til baka í Vesturbæinn og endaði ferilinn sem Íslandsmeistari með KR. Óskar Hrafn þjálfar nú Breiðablik og er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild. Ólafur Kristjánsson, sem þjálfar FH, og Heimir Guðjónsson, sem þjálfar Val, eru tveir reyndustu þjálfarar deildarinnar og Brynjar Björn Gunnarsson gerði flotta hluti á fyrsta ári sínu með HK. Það eru hins vegar fleiri þjálfarar í Pepsi Max deildinni sem hafa spilað með KR í efstu deild. Það eru Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem spilaði allan meistaraflokksferill sinn á Íslandi í KR-búningnum, og svo þeir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis. Arnar spilaði með KR frá 2003 og 2005 og varð Íslandsmeistari á fyrsta tímabilinu. Ágúst Þór Gylfason kom til KR árið 2004 og spilað með félaginu til 2007. Þjálfarar í Pepsi Max deildinni 2020 sem hafa spilað fyrir KR í efstu deild: 140 leikir - Rúnar Kristinsson, KR 124 leikir - Heimir Guðjónsson, FH 71 leikur - Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki 66 leikir - Brynjar Björn Gunnarsson, HK 41 leikur - Ágúst Þór Gylfason, Gróttu 34 leikir - Arnar Gunnlaugsson, Víkingi 29 leikir - Ólafur H. Kristjánsson, FH
Þjálfarar í Pepsi Max deildinni 2020 sem hafa spilað fyrir KR í efstu deild: 140 leikir - Rúnar Kristinsson, KR 124 leikir - Heimir Guðjónsson, FH 71 leikur - Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki 66 leikir - Brynjar Björn Gunnarsson, HK 41 leikur - Ágúst Þór Gylfason, Gróttu 34 leikir - Arnar Gunnlaugsson, Víkingi 29 leikir - Ólafur H. Kristjánsson, FH
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn