Grundvallarbreytingar á námslánakerfi ná fram að ganga Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2020 12:23 Allt bendir til að frumvarp menntamálaráðherra um Menntasjóð verði að lögum eftir að það var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd í dag. VísirVilhelm Frumvarp menntamálaráðherra um menntasjóð var afgreitt út úr allsherjar- og menntamálanefnd í morgun. Frumvarpið felur í sér umtalsverðar breytingar á lánum til námsmanna sem að hluta til geta orðið styrkir og ábyrgðamannakerfið verður að fullu lagt niður. Samkvæmt frumvarpinu geta þeir sem taka lán hjá Menntasjóði, sem tæki við af Lánasjóði íslenskra námsmanna, fengið 30 prósentum af lánum sínum breytt í styrk ljúki þeir námi innan tilgreinds tíma. Námsstyrkur verði veittur vegna framfærslu barna og við námslok geti lántakandi valið hvort hann endurgreiði lánið með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi. Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar segir nýja lánakerfið mun réttlátara en lögin um LÍN sem hafi gengið sér til húðar.Vísir/Vilhelm Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar segir frumvarpið fela í sér grundvallarbreytingar á stuðning- og lánakerfi námsmanna. „Grunnhugmyndin og grunnhugsunin í þessu frumvarpi er eiginlega sú að efla stuðning við námsmenn með þessum tvíþætta hætti. Annars vegar með námslánum og hins vegar með námsstyrkjum. Sem eiga að fela í sér hvatningu til betri námsframvindu og búa til réttlátara og nútímalegra kerfi í kring um þetta allt saman heldur en gamla löggjöfin gerði,“ segir Páll. Meirihluti nefndarinnar leggur einnig til að námsmenn geti valið hvort afborganir verði tekjutengdar ef námslok eru á því ári sem þeir ná fjörtíu ára aldri, sem er fimm árum lengur en gert var ráð fyrir í frumvarpinu. Endurgreiðslum lána ljúki við 65 ára aldur að uppfylltum skilyrðum og lán vegna skólagjalda verða lögfest. Námslánakerfið nýja á að standa undir sér sjálft en styrkjahlutinn kemur úr ríkisjóði. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra lagði frumvarpið um Menntasjóð fram í nóvember í fyrra. Ríkisstjórnin lagði síðan til breytingartillögu í tengslum við lífskjarasamninganna um að ábyrgðir lána sem tekin voru fyrir árið 2009 yrðu felldar niður.Vísir/Vilhelm „Þannig að ég held að fyrir allan meginþorra námsmanna í landinu sem er á annað borð að byggja á þessu komi þetta mun betur út. Þessi lagasetning yrði bæði mjög tímabær og þörf. Enda hefur hitt kerfið gengið sér til húðar,“ segir formaður nefndarinnar. Hann vonist til að hægt verða að ljúka annarri umræðu um málið í næstu viku. Greiðslubyrði námsmanna að loknu námi ætti því að minnka töluvert. Síðan hafi komið breytingartillaga frá ríkisstjórninni í tengslum við lífskjarasamningana. „Sem felur í sér niðurfellingu á gjaldskyldu ábyrgðarmanna á eldri lánum. Sem hefur verið mikið til umræðu og hefur í rauninni skapað mikið óréttlæti. Það er að segja kröfugerð á hendur þeim sem hafa gengist undir ábyrgðir á tilteknu tímabili,“ segir Páll Magnússon. Áður hafði ábyrgðamannakerfið verið lagt niður gagnvart lánum sem tekin voru eftir árið 2009 og heyra því ábyrgðir að fullu sögunni til nái frumvarpið fram að ganga sem verður að teljast mjög líklegt. Námslán Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Alþingi Tengdar fréttir Afborganir námslána lækka Stjórnvöld hafa í hyggju að lækka bæðði vexti og endurgreiðsluhlutfall af eldri námslánum. 15. apríl 2020 11:56 Segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar og hún sé spennt að sjá það mál klárast í þinginu. 24. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Frumvarp menntamálaráðherra um menntasjóð var afgreitt út úr allsherjar- og menntamálanefnd í morgun. Frumvarpið felur í sér umtalsverðar breytingar á lánum til námsmanna sem að hluta til geta orðið styrkir og ábyrgðamannakerfið verður að fullu lagt niður. Samkvæmt frumvarpinu geta þeir sem taka lán hjá Menntasjóði, sem tæki við af Lánasjóði íslenskra námsmanna, fengið 30 prósentum af lánum sínum breytt í styrk ljúki þeir námi innan tilgreinds tíma. Námsstyrkur verði veittur vegna framfærslu barna og við námslok geti lántakandi valið hvort hann endurgreiði lánið með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi. Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar segir nýja lánakerfið mun réttlátara en lögin um LÍN sem hafi gengið sér til húðar.Vísir/Vilhelm Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar segir frumvarpið fela í sér grundvallarbreytingar á stuðning- og lánakerfi námsmanna. „Grunnhugmyndin og grunnhugsunin í þessu frumvarpi er eiginlega sú að efla stuðning við námsmenn með þessum tvíþætta hætti. Annars vegar með námslánum og hins vegar með námsstyrkjum. Sem eiga að fela í sér hvatningu til betri námsframvindu og búa til réttlátara og nútímalegra kerfi í kring um þetta allt saman heldur en gamla löggjöfin gerði,“ segir Páll. Meirihluti nefndarinnar leggur einnig til að námsmenn geti valið hvort afborganir verði tekjutengdar ef námslok eru á því ári sem þeir ná fjörtíu ára aldri, sem er fimm árum lengur en gert var ráð fyrir í frumvarpinu. Endurgreiðslum lána ljúki við 65 ára aldur að uppfylltum skilyrðum og lán vegna skólagjalda verða lögfest. Námslánakerfið nýja á að standa undir sér sjálft en styrkjahlutinn kemur úr ríkisjóði. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra lagði frumvarpið um Menntasjóð fram í nóvember í fyrra. Ríkisstjórnin lagði síðan til breytingartillögu í tengslum við lífskjarasamninganna um að ábyrgðir lána sem tekin voru fyrir árið 2009 yrðu felldar niður.Vísir/Vilhelm „Þannig að ég held að fyrir allan meginþorra námsmanna í landinu sem er á annað borð að byggja á þessu komi þetta mun betur út. Þessi lagasetning yrði bæði mjög tímabær og þörf. Enda hefur hitt kerfið gengið sér til húðar,“ segir formaður nefndarinnar. Hann vonist til að hægt verða að ljúka annarri umræðu um málið í næstu viku. Greiðslubyrði námsmanna að loknu námi ætti því að minnka töluvert. Síðan hafi komið breytingartillaga frá ríkisstjórninni í tengslum við lífskjarasamningana. „Sem felur í sér niðurfellingu á gjaldskyldu ábyrgðarmanna á eldri lánum. Sem hefur verið mikið til umræðu og hefur í rauninni skapað mikið óréttlæti. Það er að segja kröfugerð á hendur þeim sem hafa gengist undir ábyrgðir á tilteknu tímabili,“ segir Páll Magnússon. Áður hafði ábyrgðamannakerfið verið lagt niður gagnvart lánum sem tekin voru eftir árið 2009 og heyra því ábyrgðir að fullu sögunni til nái frumvarpið fram að ganga sem verður að teljast mjög líklegt.
Námslán Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Alþingi Tengdar fréttir Afborganir námslána lækka Stjórnvöld hafa í hyggju að lækka bæðði vexti og endurgreiðsluhlutfall af eldri námslánum. 15. apríl 2020 11:56 Segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar og hún sé spennt að sjá það mál klárast í þinginu. 24. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Afborganir námslána lækka Stjórnvöld hafa í hyggju að lækka bæðði vexti og endurgreiðsluhlutfall af eldri námslánum. 15. apríl 2020 11:56
Segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar og hún sé spennt að sjá það mál klárast í þinginu. 24. febrúar 2020 07:00