Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdir Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2020 11:53 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að bregðast við efnahagslegri kólnun vegna kórónuveirunnar á blaðamannafundi í dag. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ætlar að veita fyrirtækjum sem lenda í kröggum svigrúm gagnvart sköttum og gjöldum og setja aukinn kraft í opinberar framkvæmdir til þess að mæta efnahagslegum áhrifum kórónveirufaraldursins. Ný fjármálaáætlun verður lögð fram í maí vegna gjörbreyttra efnahagslegra forsendna. Aðgerðirnar voru samþykktar á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun og er þeim ætlað að draga úr tjóni, tryggja að neikvæð áhrif á atvinnulíf og efnahag vari sem skemmst og skapi aðstæður fyrir öfluga viðspyrnu í kjölfarið. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni kemur fram að kórónuveirufaraldurinn muni hafa bein áhrif á atvinnulíf og stöðu ríkissjóðs. Geta þjóðarbúsins til að takast á við vandann er sögð góð, en þó sé ljóst að hagkerfið sé berskjaldað fyrir ytri áhrifu. Þegar megi merkja áhrif faraldursins í efnahagslífinu. Til að verja íslenskt efnahagslíf mun ríkisstjórnin beita sér fyrir eftirfarandi aðgerðum: Fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum rekstrarörðugleikum vegna tekjufalls verði veitt svigrúm, t.d. með lengri fresti til að standa skil á sköttum og opinberum gjöldum. Skoðað verði að fella tímabundið niður tekjuöflun sem er íþyngjandi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu, t.d. gistináttaskatt sem verður afnuminn tímabundið. Markaðsátaki verður hleypt af stokkunum erlendis þegar aðstæður skapast til þess að kynna Ísland sem áfangastað, auk átaks til að hvetja til ferðalaga Íslendinga innanlands. Gripið verði til ráðstafana sem örvað geta einkaneyslu og eftirspurn, t.d. með skatta- eða stuðningskerfum. Aukinn kraftur verði settur í framkvæmdir á vegum opinberra aðila á yfirstandandi ári og þeim næstu. Efnt verði til virks samráðs milli stjórnvalda og samtaka fjármálafyrirtækja um viðbrögð þeirra við fyrirsjáanlegum lausafjár- og greiðsluörðugleikum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Innstæður ÍL-sjóðs í Seðlabankanum verði fluttar á innlánsreikninga í bönkum til að styðja við svigrúm banka og lánardrottna til að veita viðskiptamönnum sínum lánafyrirgreiðslu. Fjármálaáætlun frestað Sökum gjörbreyttra efnahagshorfa eru forsendur gildandi ríkisfjármálastefnu sagðar brostnar og er vinna við endurskoðun stefnunnar hafin. Fjármálaráðherra ætlar að fara þess á leit við Alþingi að hún verði tekin til umfjöllunar samhliða fjármálaáætlun, sem verði frestað. Áætlunin ætti að óbreyttu að koma fram fyrir 1. apríl en stefnt er að því að leggja hana fram eftir miðjan maí, enda hafi þá nauðsynlegar forsendur skýrst. Samhliða vinnu við endurskoðun fjármálastefnu er unnið að sérstöku fjárfestingarátaki sem felur í sér verulega hækkun á fjárfestingastigi ríkissjóðs á næstu árum. Áætlunin gerir m.a. ráð fyrir sölu Íslandsbanka að hluta eða öllu leyti á áætlunartímabilinu, en þó eingöngu ef aðstæður til sölu eru hagfelldar. Á vorþingi verður lagt fram frumvarp um afmarkaðar samstarfsfjárfestingar í vegamálum og þannig stuðlað að enn öflugri fjárfestingargetu til framtíðar. Blaðamannafundinn í heild má sjá að neðan. Wuhan-veiran Efnahagsmál Markaðir Samgöngur Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ríkisstjórnin ætlar að veita fyrirtækjum sem lenda í kröggum svigrúm gagnvart sköttum og gjöldum og setja aukinn kraft í opinberar framkvæmdir til þess að mæta efnahagslegum áhrifum kórónveirufaraldursins. Ný fjármálaáætlun verður lögð fram í maí vegna gjörbreyttra efnahagslegra forsendna. Aðgerðirnar voru samþykktar á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun og er þeim ætlað að draga úr tjóni, tryggja að neikvæð áhrif á atvinnulíf og efnahag vari sem skemmst og skapi aðstæður fyrir öfluga viðspyrnu í kjölfarið. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni kemur fram að kórónuveirufaraldurinn muni hafa bein áhrif á atvinnulíf og stöðu ríkissjóðs. Geta þjóðarbúsins til að takast á við vandann er sögð góð, en þó sé ljóst að hagkerfið sé berskjaldað fyrir ytri áhrifu. Þegar megi merkja áhrif faraldursins í efnahagslífinu. Til að verja íslenskt efnahagslíf mun ríkisstjórnin beita sér fyrir eftirfarandi aðgerðum: Fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum rekstrarörðugleikum vegna tekjufalls verði veitt svigrúm, t.d. með lengri fresti til að standa skil á sköttum og opinberum gjöldum. Skoðað verði að fella tímabundið niður tekjuöflun sem er íþyngjandi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu, t.d. gistináttaskatt sem verður afnuminn tímabundið. Markaðsátaki verður hleypt af stokkunum erlendis þegar aðstæður skapast til þess að kynna Ísland sem áfangastað, auk átaks til að hvetja til ferðalaga Íslendinga innanlands. Gripið verði til ráðstafana sem örvað geta einkaneyslu og eftirspurn, t.d. með skatta- eða stuðningskerfum. Aukinn kraftur verði settur í framkvæmdir á vegum opinberra aðila á yfirstandandi ári og þeim næstu. Efnt verði til virks samráðs milli stjórnvalda og samtaka fjármálafyrirtækja um viðbrögð þeirra við fyrirsjáanlegum lausafjár- og greiðsluörðugleikum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Innstæður ÍL-sjóðs í Seðlabankanum verði fluttar á innlánsreikninga í bönkum til að styðja við svigrúm banka og lánardrottna til að veita viðskiptamönnum sínum lánafyrirgreiðslu. Fjármálaáætlun frestað Sökum gjörbreyttra efnahagshorfa eru forsendur gildandi ríkisfjármálastefnu sagðar brostnar og er vinna við endurskoðun stefnunnar hafin. Fjármálaráðherra ætlar að fara þess á leit við Alþingi að hún verði tekin til umfjöllunar samhliða fjármálaáætlun, sem verði frestað. Áætlunin ætti að óbreyttu að koma fram fyrir 1. apríl en stefnt er að því að leggja hana fram eftir miðjan maí, enda hafi þá nauðsynlegar forsendur skýrst. Samhliða vinnu við endurskoðun fjármálastefnu er unnið að sérstöku fjárfestingarátaki sem felur í sér verulega hækkun á fjárfestingastigi ríkissjóðs á næstu árum. Áætlunin gerir m.a. ráð fyrir sölu Íslandsbanka að hluta eða öllu leyti á áætlunartímabilinu, en þó eingöngu ef aðstæður til sölu eru hagfelldar. Á vorþingi verður lagt fram frumvarp um afmarkaðar samstarfsfjárfestingar í vegamálum og þannig stuðlað að enn öflugri fjárfestingargetu til framtíðar. Blaðamannafundinn í heild má sjá að neðan.
Wuhan-veiran Efnahagsmál Markaðir Samgöngur Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira