Svana gjörbreytti húsinu: „Mér finnst ég búa á hóteli“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. mars 2020 14:03 Svana Símonar keypti sér einbýlishús í nóvember og gerði það upp í sínum stíl. Mynd/Svana Svana Símonar og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu sér hús á síðasta ári og gerðu ýmsar breytingar áður en þau fluttu inn. Svana deildi útkomunni í Facebook hópnum Skreytum hús og vakti það mikla athygli. Hjónin eru hrifin af svörtu og völdu meðal annars að skipta út hvítri eldhúsinnréttingu fyrir svarta. „Við byrjuðum framkvæmdir 29. nóvember og fluttum inn þremur vikum seinna, korter í jól,“ segir Svana í samtali við Vísi. „Vorum þá búin að rífa alla veggi í eldhúsi og stofu, parketleggja með hjálp frá Vigni mági mínum snillingi og mála alla hæðina, brjóta niður fyrir nýju hurðargati og fylla upp í annað. Svo vorum við búin að koma eldhúsinnréttingunni upp með hjálp frá smið. Ég sá samt um að skrúfa allar skúffur og skápa saman með hjálp frá vinum.“ Svana segir að þau hjónin hafi reynt að mála í stað þess að henda en þurftu þó að brjóta niður veggi til þess að opna rýmið.Mynd/Svana Hjónin eru í fullri vinnu og gerðu þetta með börnin en sjá ekki eftir því að hafa farið af stað í þetta krefjandi verkefni. „Ég mæli ekki endilega með þessu en með jákvæðni og dass af þolinmæði tókst þetta,“ segir Svana. Þau breyttu eldhúsinu, ganginum, baðherberginu og svefnherberginu sínu síðustu mánuði en reyndu að láta framkvæmdirnar vera ekki of kostnaðarsamar. Svefnherbergisgangurinn fyrir og eftir breytingar. Mynd/Svana Svana hefur áður breytt húsi á Akureyri með ódýrum og sniðugum lausnum. Fjallað var um breytingarnar á Vísi fyrir tveimur árum. Sjá einnig - Tóku hús í gegn á Akureyri: Það þarf ekki að vera dýrt að gera heimilið fallegra Svarti liturinn er í miklu uppáhaldi hjá Svönu.Mynd/Svana „Við tókum bara í gegn það sem var komið á tíma og þurftum að gera, nýttum allt sem hægt var að nýta, eins og á baðinu og allar hurðar.“ Svana valdi að lakka flísarnar í stað þess að brjóta þær upp og setja nýjar.Mynd/Svana Svana vandaði einstaklega mikið litavalið á rýminu, til þess að láta það henta betur þeirra stíl. „Litapallettan er úr Sérefni, þeir heita deep sarcelles á alrýminu, dark sarcelles á baðinu og arninum, intence sarcelles í svefnherberginu. Dásamlegir og hlýir að mínu mati. Mér finnst ég búa á hóteli. Ég lakkaði múrsteinavegginn með lakki frá Sérefni sem heitir superfinish og það kom út eins og flauelsáferð, mjög töff. Við máluðum hurðar með superfinish og baðflísarnar með wapex 660“ Svefnherbergið er dökkt og kósýMynd/Svana Hún er ánægð með allar breytingarnar sem þau gerðu og á erfitt með að velja hvað stendur upp úr. „Ég myndi líklega vera alltaf inn í svefnherbergi ef það væri í boði en annars er ég rosalega glöð með eldhúsið okkar. Skápaplássið er geggjað og það er orðið virkilega gaman að elda.“ Borðplatan í eldhúsinu er filmuð spónaplata.Mynd/Svana Hún bætir því svo við að reyndar sé það eiginmaðurinn sem eldi oftast. „Það er vel hægt að gera fallegt án þess að rífa allt út, málningin gerir kraftaverk,“ segir Svana að lokum. Áhugasamir geta fylgst með Svönu á Instagram. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Svana Símonar og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu sér hús á síðasta ári og gerðu ýmsar breytingar áður en þau fluttu inn. Svana deildi útkomunni í Facebook hópnum Skreytum hús og vakti það mikla athygli. Hjónin eru hrifin af svörtu og völdu meðal annars að skipta út hvítri eldhúsinnréttingu fyrir svarta. „Við byrjuðum framkvæmdir 29. nóvember og fluttum inn þremur vikum seinna, korter í jól,“ segir Svana í samtali við Vísi. „Vorum þá búin að rífa alla veggi í eldhúsi og stofu, parketleggja með hjálp frá Vigni mági mínum snillingi og mála alla hæðina, brjóta niður fyrir nýju hurðargati og fylla upp í annað. Svo vorum við búin að koma eldhúsinnréttingunni upp með hjálp frá smið. Ég sá samt um að skrúfa allar skúffur og skápa saman með hjálp frá vinum.“ Svana segir að þau hjónin hafi reynt að mála í stað þess að henda en þurftu þó að brjóta niður veggi til þess að opna rýmið.Mynd/Svana Hjónin eru í fullri vinnu og gerðu þetta með börnin en sjá ekki eftir því að hafa farið af stað í þetta krefjandi verkefni. „Ég mæli ekki endilega með þessu en með jákvæðni og dass af þolinmæði tókst þetta,“ segir Svana. Þau breyttu eldhúsinu, ganginum, baðherberginu og svefnherberginu sínu síðustu mánuði en reyndu að láta framkvæmdirnar vera ekki of kostnaðarsamar. Svefnherbergisgangurinn fyrir og eftir breytingar. Mynd/Svana Svana hefur áður breytt húsi á Akureyri með ódýrum og sniðugum lausnum. Fjallað var um breytingarnar á Vísi fyrir tveimur árum. Sjá einnig - Tóku hús í gegn á Akureyri: Það þarf ekki að vera dýrt að gera heimilið fallegra Svarti liturinn er í miklu uppáhaldi hjá Svönu.Mynd/Svana „Við tókum bara í gegn það sem var komið á tíma og þurftum að gera, nýttum allt sem hægt var að nýta, eins og á baðinu og allar hurðar.“ Svana valdi að lakka flísarnar í stað þess að brjóta þær upp og setja nýjar.Mynd/Svana Svana vandaði einstaklega mikið litavalið á rýminu, til þess að láta það henta betur þeirra stíl. „Litapallettan er úr Sérefni, þeir heita deep sarcelles á alrýminu, dark sarcelles á baðinu og arninum, intence sarcelles í svefnherberginu. Dásamlegir og hlýir að mínu mati. Mér finnst ég búa á hóteli. Ég lakkaði múrsteinavegginn með lakki frá Sérefni sem heitir superfinish og það kom út eins og flauelsáferð, mjög töff. Við máluðum hurðar með superfinish og baðflísarnar með wapex 660“ Svefnherbergið er dökkt og kósýMynd/Svana Hún er ánægð með allar breytingarnar sem þau gerðu og á erfitt með að velja hvað stendur upp úr. „Ég myndi líklega vera alltaf inn í svefnherbergi ef það væri í boði en annars er ég rosalega glöð með eldhúsið okkar. Skápaplássið er geggjað og það er orðið virkilega gaman að elda.“ Borðplatan í eldhúsinu er filmuð spónaplata.Mynd/Svana Hún bætir því svo við að reyndar sé það eiginmaðurinn sem eldi oftast. „Það er vel hægt að gera fallegt án þess að rífa allt út, málningin gerir kraftaverk,“ segir Svana að lokum. Áhugasamir geta fylgst með Svönu á Instagram.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira