Um sex hundruð manns nú í sóttkví hér á landi Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2020 13:31 Fréttastofa ræddi við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá ríkislögreglustjóra, í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að sex hundruð manns séu nú í sóttkví hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að upp hafi komið annað tilfelli um svokallað yfirborðssmit hér á landi og eru þau því alls tvö en sagt var frá því fyrsta í gær. Alls hefur verið greint frá 69 smitum hér á landi. Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali fréttamanns Stöðvar 2 ræddi við Víði í samhæfingarstöð almannavarna um hádegisbil í dag. Athygli er vakin á því að í viðtalinu segir Víðir að maður á níræðisaldri sé í sóttkví en leiðrétti síðar við fréttastofu að viðkomandi væri á áttræðisaldri, 76 ára. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað tiluppplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. Verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3 auk þess sem fylgst verður með í vaktinni. Enginn alvarlega veikur Víðir segir að enginn af hinum smituðu sé alvarlega veikur þó að einhverjir hafi fengið háan hita. Einhverjum hafi liðið illa, en ekki hefur þurft að flytja neinn á sjúkrahús. Víðir segir hættu á að innanlandssmitum muni fjölga samfara því að fólk sem hefur verið á hættusvæðum snúi aftur til landsins. „Jú, það er hætta á að einhver af þessum aðilum hafi verið komnir með einkenni og það er líka hætta á því að þeir hafi farið í vinnu. Þrátt fyrir að við erum alltaf að ráðleggja fólki, ef það er veikt að vera þá heima. En kannski hafa einkennin þá verið lítil.“ Um hundrað sýni á dag Alls hefur tekist að greina mest hundrað sýni á dag á Landspítalanum og er stefnt að því að vinna með Decode að greiningu og þannig auka afkastagetuna. Vonandi verði hægt að hefjast handa um helgina. Virðist sem að 10 til 12 prósent þeirra sem sýni er tekið af hafa greinst með smit. Hópurinn sem sýni sé tekið af sé hins vegar mjög afmarkaður. Fréttin hefur verið uppfærð. Almannavarnir Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21 Fjögur ný tilfelli Fjögur ný tilfelli af Covid-19 sjúkdómnum, sem nýja kórónuveiran veldur, hafa greinst á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. 10. mars 2020 12:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að sex hundruð manns séu nú í sóttkví hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að upp hafi komið annað tilfelli um svokallað yfirborðssmit hér á landi og eru þau því alls tvö en sagt var frá því fyrsta í gær. Alls hefur verið greint frá 69 smitum hér á landi. Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali fréttamanns Stöðvar 2 ræddi við Víði í samhæfingarstöð almannavarna um hádegisbil í dag. Athygli er vakin á því að í viðtalinu segir Víðir að maður á níræðisaldri sé í sóttkví en leiðrétti síðar við fréttastofu að viðkomandi væri á áttræðisaldri, 76 ára. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað tiluppplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. Verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3 auk þess sem fylgst verður með í vaktinni. Enginn alvarlega veikur Víðir segir að enginn af hinum smituðu sé alvarlega veikur þó að einhverjir hafi fengið háan hita. Einhverjum hafi liðið illa, en ekki hefur þurft að flytja neinn á sjúkrahús. Víðir segir hættu á að innanlandssmitum muni fjölga samfara því að fólk sem hefur verið á hættusvæðum snúi aftur til landsins. „Jú, það er hætta á að einhver af þessum aðilum hafi verið komnir með einkenni og það er líka hætta á því að þeir hafi farið í vinnu. Þrátt fyrir að við erum alltaf að ráðleggja fólki, ef það er veikt að vera þá heima. En kannski hafa einkennin þá verið lítil.“ Um hundrað sýni á dag Alls hefur tekist að greina mest hundrað sýni á dag á Landspítalanum og er stefnt að því að vinna með Decode að greiningu og þannig auka afkastagetuna. Vonandi verði hægt að hefjast handa um helgina. Virðist sem að 10 til 12 prósent þeirra sem sýni er tekið af hafa greinst með smit. Hópurinn sem sýni sé tekið af sé hins vegar mjög afmarkaður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Almannavarnir Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21 Fjögur ný tilfelli Fjögur ný tilfelli af Covid-19 sjúkdómnum, sem nýja kórónuveiran veldur, hafa greinst á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. 10. mars 2020 12:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21
Fjögur ný tilfelli Fjögur ný tilfelli af Covid-19 sjúkdómnum, sem nýja kórónuveiran veldur, hafa greinst á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. 10. mars 2020 12:00