23 dagar í Pepsi Max: Hvaða félag verður fljótast að ná í næstu stjörnu á búninginn sinn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2020 12:00 Pálmi Rafn Pálmason fagnar Íslandsmeistaratitlinum í fyrrasumar. Þarna má sjá fimm stjörnu á búningi KR en þeir fengu þá fimmtu fyrir níu árum síðan. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 22 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í fótboltaheiminum er venjan hjá félögum að vera með stjörnur á búningi sínum sem tákn um glæsta sögu og táknar þá hver stjarna fimm landstitla. En hver er staðan hjá íslensku liðunum samkvæmt slíkri stjörnugjöf? Það eru ekki öll félög sem nota stjörnukerfið til að merkja búninga sína en núverandi Íslandsmeistarar úr Vesturbænum eru eitt þeirra enda sigursælasta félag efstu deildar karla. KR er eina íslenska félagið með fimm stjörnur enda vann KR sinn 27. Íslandsmeistaratitil. Það þýðir að nú vantar KR-ingum þrjá titla í sjöttu stjörnuna og þeir væru þá komnir með tveggja stjörnu forskot á næsta lið. Valsmenn voru búnir að finna tvö ár í röð fyrir síðasta tímabil og voru líklegir til að vinna í fyrra en það fór lítið fyrir meistaratöktum þó. Valsmenn eru komnir með 22 titla og vantar, eins og hjá KR, þrjá titla í næstu stjörnu. Þeir gætu þá jafnað KR með því að næla í fimmtu stjörnuna. Framarar og Skagamenn eru bæði með þrjár stjörnur og bæði félög vantar tvo titla upp á næstu stjörnu. Framarar eru ekki beint líklegir enda í B-deildinni, hafa ekki unnið í þrjátíu ár og fengu síðustu stjörnu sína árið 1972. Skagamenn eru þó í efstu deild en þeir unnu síðast Íslandsmeistaratitilinn árið 2001 eða fyrir nítján árum síðan. Það er eini Íslandsmeistaratitill síðan að ÍA liðið vann fimm ár í röð frá 1992 til 1996. Síðustu tvö liðin með stjörnu eru síðan Víkingar og FH-ingar. Víkinga vantar fimm titla í næstu stjörnu en þessa einu fengu þeir eftir síðasta Íslandsmeistaratitil félagsins árið 1991. Það er allt aðra sögu að segja af FH-ingum sem hafa unnið átta Íslandsmeistaratitla frá árinu 2004 og vantar nú aðeins tvo titla í aðra stjörnu á búninginn sinn. Keflvíkingar eru samt næstir því að fá næstu stjörnu því þá vantar aðeins einn titil í hana. Keflavíkurliðið er hins vegar í B-deildinni og varð síðast Íslandsmeistari árið 1973 eða fyrir 47 árum síðan. Eyjamenn, sem eru líka í B-deildinni, unnu sinn þriðja og síðasta Íslandsmeistaratitil árið 1998 og vantar því tvo titla í sína fyrstu stjörnu. Íslensk karlalið með stjörnu á búningnum sínum Fimm stjörnur - KR Fyrsta stjarnan 1928 Önnur stjarnan 1941 Þriðja stjarnan 1955 Fjórða stjarnan 1968 Fimmta stjarnan 2011 - vantar þrjá titla í sjöttu stjörnuna Fjórar stjörnur - Valur Fyrsta stjarnan 1937 Önnur stjarnan 1944 Þriðja stjarnan 1976 Fjórða stjarnan 2007 - vantar þrjá titla í sjöttu stjörnuna Þrjár stjörnur - Fram Fyrsta stjarnan 1917 Önnur stjarnan 1925 Þriðja stjarnan 1972 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Þrjár stjörnur - ÍA Fyrsta stjarnan 1958 Önnur stjarnan 1977 Þriðja stjarnan 1994 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Ein stjarna - Víkingur Fyrsta stjarnan 1991 - vantar fimm titla í sjöttu stjörnuna Ein stjarna - FH Fyrsta stjarnan 2009 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 22 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í fótboltaheiminum er venjan hjá félögum að vera með stjörnur á búningi sínum sem tákn um glæsta sögu og táknar þá hver stjarna fimm landstitla. En hver er staðan hjá íslensku liðunum samkvæmt slíkri stjörnugjöf? Það eru ekki öll félög sem nota stjörnukerfið til að merkja búninga sína en núverandi Íslandsmeistarar úr Vesturbænum eru eitt þeirra enda sigursælasta félag efstu deildar karla. KR er eina íslenska félagið með fimm stjörnur enda vann KR sinn 27. Íslandsmeistaratitil. Það þýðir að nú vantar KR-ingum þrjá titla í sjöttu stjörnuna og þeir væru þá komnir með tveggja stjörnu forskot á næsta lið. Valsmenn voru búnir að finna tvö ár í röð fyrir síðasta tímabil og voru líklegir til að vinna í fyrra en það fór lítið fyrir meistaratöktum þó. Valsmenn eru komnir með 22 titla og vantar, eins og hjá KR, þrjá titla í næstu stjörnu. Þeir gætu þá jafnað KR með því að næla í fimmtu stjörnuna. Framarar og Skagamenn eru bæði með þrjár stjörnur og bæði félög vantar tvo titla upp á næstu stjörnu. Framarar eru ekki beint líklegir enda í B-deildinni, hafa ekki unnið í þrjátíu ár og fengu síðustu stjörnu sína árið 1972. Skagamenn eru þó í efstu deild en þeir unnu síðast Íslandsmeistaratitilinn árið 2001 eða fyrir nítján árum síðan. Það er eini Íslandsmeistaratitill síðan að ÍA liðið vann fimm ár í röð frá 1992 til 1996. Síðustu tvö liðin með stjörnu eru síðan Víkingar og FH-ingar. Víkinga vantar fimm titla í næstu stjörnu en þessa einu fengu þeir eftir síðasta Íslandsmeistaratitil félagsins árið 1991. Það er allt aðra sögu að segja af FH-ingum sem hafa unnið átta Íslandsmeistaratitla frá árinu 2004 og vantar nú aðeins tvo titla í aðra stjörnu á búninginn sinn. Keflvíkingar eru samt næstir því að fá næstu stjörnu því þá vantar aðeins einn titil í hana. Keflavíkurliðið er hins vegar í B-deildinni og varð síðast Íslandsmeistari árið 1973 eða fyrir 47 árum síðan. Eyjamenn, sem eru líka í B-deildinni, unnu sinn þriðja og síðasta Íslandsmeistaratitil árið 1998 og vantar því tvo titla í sína fyrstu stjörnu. Íslensk karlalið með stjörnu á búningnum sínum Fimm stjörnur - KR Fyrsta stjarnan 1928 Önnur stjarnan 1941 Þriðja stjarnan 1955 Fjórða stjarnan 1968 Fimmta stjarnan 2011 - vantar þrjá titla í sjöttu stjörnuna Fjórar stjörnur - Valur Fyrsta stjarnan 1937 Önnur stjarnan 1944 Þriðja stjarnan 1976 Fjórða stjarnan 2007 - vantar þrjá titla í sjöttu stjörnuna Þrjár stjörnur - Fram Fyrsta stjarnan 1917 Önnur stjarnan 1925 Þriðja stjarnan 1972 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Þrjár stjörnur - ÍA Fyrsta stjarnan 1958 Önnur stjarnan 1977 Þriðja stjarnan 1994 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Ein stjarna - Víkingur Fyrsta stjarnan 1991 - vantar fimm titla í sjöttu stjörnuna Ein stjarna - FH Fyrsta stjarnan 2009 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna
Íslensk karlalið með stjörnu á búningnum sínum Fimm stjörnur - KR Fyrsta stjarnan 1928 Önnur stjarnan 1941 Þriðja stjarnan 1955 Fjórða stjarnan 1968 Fimmta stjarnan 2011 - vantar þrjá titla í sjöttu stjörnuna Fjórar stjörnur - Valur Fyrsta stjarnan 1937 Önnur stjarnan 1944 Þriðja stjarnan 1976 Fjórða stjarnan 2007 - vantar þrjá titla í sjöttu stjörnuna Þrjár stjörnur - Fram Fyrsta stjarnan 1917 Önnur stjarnan 1925 Þriðja stjarnan 1972 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Þrjár stjörnur - ÍA Fyrsta stjarnan 1958 Önnur stjarnan 1977 Þriðja stjarnan 1994 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Ein stjarna - Víkingur Fyrsta stjarnan 1991 - vantar fimm titla í sjöttu stjörnuna Ein stjarna - FH Fyrsta stjarnan 2009 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn