19 dagar í Pepsi Max: Bjarni Guðjóns sá yngsti til að skora tíu mörk fyrir Íslandsmeistaralið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 12:00 Bjarni Guðjónsson fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum árið 1996 á tveimur myndum í á síðum DV en þetta er úrklippa úr mánudagsblaðinu 30. september 1996. Að ofan er hann með föður sínum og þjálfaranum Guðjóni Þórðarsyni en að neðan með liðsfélögum sínum. Skjámynd/Úrklippa úr DV Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 19 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Núverandi aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara KR á athyglisvert met í efstu deild á Íslandi.Bjarni Guðjónsson stimplaði sig inn í efstu deild með ótrúlegum hætti sumarið 1996 þegar hann skoraði 13 mörk í 17 leikjum fyrir lið ÍA. Skagamenn urðu bæði Íslandsmeistarar og bikarmeistarar þetta sumar. Bjarni fékk tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta leik og skoraði fimm mörk í fyrstu umferðunum, tvö mörk á móti Stjörnunni í fyrsta leik og svo þrennu á móti Keflavík í annarri umferðinni.Bjarni skoraði sitt tíunda mark á leiktíðinni í sigurleik á móti Val á Hlíðarenda 16. ágúst 1996. Hann var þá aðeins 17 ára, 5 mánaða og 21 dags gamall. Bjarni varð þá næstyngsti leikmaðurinn til að skora tíu mörk á tímabili í efstu deild á Íslandi en metið á enn Eyleifur Hafsteinsson sem var 17 ára, 3 mánaða og 27 daga þegar hann rauf tíu marka múrinn sumarið 1964. Um leið og Skagamenn urðu Íslandsmeistarar um haustið, þar sem Bjarni skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á KR í hreinum úrslitaleik um titilinn, þá var ljóst að Bjarni hafði slegið met. Bjarni tók þá metið af öðrum Skagamanni, Pétri Péturssyni, en þeir eru ennþá í dag þeir tveir yngstu til að skora tíu mörk eða meira fyrir Íslandsmeistaralið. Pétur var 18 ára, 1 mánaða og 10 daga þegar hann skoraði sitt tíunda mark fyrir ÍA á Íslandsmeistarasumrinu 1977. Aðrir ungir tíu marka menn fyrir Íslandsmeistaralið eru Þórólfur Beck (KR 1959), Ingvar Elísson (ÍA 1960), Steinar Jóhannsson (Keflavík 1971), Guðmundur Þorbjörnsson (Val 1976) og Arnar Gunnlaugsson (ÍA 1992) en þeir voru allir nítján ára þegar þeir náðu þessu. Steinar og Guðmundur voru yngstir af þeim þegar þeir komust yfir tíu marka múrinn. Lárus Guðmundsson (Víkingur 1981) og Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) voru einnig nítján ára á þeim tímabilum en þeir voru samt á tuttugasta aldursári af því að þeir fæddust seint á árinu. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 19 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Núverandi aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara KR á athyglisvert met í efstu deild á Íslandi.Bjarni Guðjónsson stimplaði sig inn í efstu deild með ótrúlegum hætti sumarið 1996 þegar hann skoraði 13 mörk í 17 leikjum fyrir lið ÍA. Skagamenn urðu bæði Íslandsmeistarar og bikarmeistarar þetta sumar. Bjarni fékk tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta leik og skoraði fimm mörk í fyrstu umferðunum, tvö mörk á móti Stjörnunni í fyrsta leik og svo þrennu á móti Keflavík í annarri umferðinni.Bjarni skoraði sitt tíunda mark á leiktíðinni í sigurleik á móti Val á Hlíðarenda 16. ágúst 1996. Hann var þá aðeins 17 ára, 5 mánaða og 21 dags gamall. Bjarni varð þá næstyngsti leikmaðurinn til að skora tíu mörk á tímabili í efstu deild á Íslandi en metið á enn Eyleifur Hafsteinsson sem var 17 ára, 3 mánaða og 27 daga þegar hann rauf tíu marka múrinn sumarið 1964. Um leið og Skagamenn urðu Íslandsmeistarar um haustið, þar sem Bjarni skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á KR í hreinum úrslitaleik um titilinn, þá var ljóst að Bjarni hafði slegið met. Bjarni tók þá metið af öðrum Skagamanni, Pétri Péturssyni, en þeir eru ennþá í dag þeir tveir yngstu til að skora tíu mörk eða meira fyrir Íslandsmeistaralið. Pétur var 18 ára, 1 mánaða og 10 daga þegar hann skoraði sitt tíunda mark fyrir ÍA á Íslandsmeistarasumrinu 1977. Aðrir ungir tíu marka menn fyrir Íslandsmeistaralið eru Þórólfur Beck (KR 1959), Ingvar Elísson (ÍA 1960), Steinar Jóhannsson (Keflavík 1971), Guðmundur Þorbjörnsson (Val 1976) og Arnar Gunnlaugsson (ÍA 1992) en þeir voru allir nítján ára þegar þeir náðu þessu. Steinar og Guðmundur voru yngstir af þeim þegar þeir komust yfir tíu marka múrinn. Lárus Guðmundsson (Víkingur 1981) og Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) voru einnig nítján ára á þeim tímabilum en þeir voru samt á tuttugasta aldursári af því að þeir fæddust seint á árinu.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti