Framdi skotárás eftir að hafa verið beðinn um að vera með grímu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2020 21:08 Maðurinn er nú í haldi lögreglunnar í Aurora í Denver. Vísir/EPA Lögreglan í Aurora í Colorado-ríki í Bandaríkjunum hefur handtekið 27 ára mann sem grunaður er um skotárás. Hann er sagður hafa byrjað að skjóta á starfsmann veitingastaðarins Waffle House, eftir að starfsmaðurinn bað manninn um að bera grímu inni á staðnum. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Denver Post. Samkvæmt handtökuskýrslu segja starfsmenn veitingastaðarins að maðurinn, sem heitir Kelvin Watson, hafi komið inn á staðinn rétt eftir miðnætti á fimmtudag. Þjónustustúlka hafi bent honum á að hann þyrfti að vera með grímu til þess að fá afgreiðslu og að staðurinn byði aðeins upp á mat til að taka með, sökum kórónuveirufaraldursins. Watson er þá sagður hafa farið út af staðnum. Hann hafi þó fljótt snúið haldandi á grímu. Honum var þá tjáð að hann fengi ekki afgreiðslu nema hann setti grímuna á andlitið. Þá hafi hann sett skammbyssu á afgreiðsluborðið og sagt kokki staðarins að hann gæti „skotið hann í tætlur.“ Hann hafi síðan yfirgefið staðinn. Þá segir í skýrslunni að Watson hafi snúið aftur á staðinn um sólarhring síðar og þá slegið kokkinn, þann sama og hann hafði haft í hótunum við kvöldið áður, þegar honum var tjáð að hann fengi ekki afgreiðslu án grímu. Hann hafi síðan skotið kokkinn í bringuna áður en hann hljópst á brott. Lögreglu tókst þó að hafa hendur í hári hans. Kokkurinn var útskrifaður af spítala síðdegis á föstudag. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Lögreglan í Aurora í Colorado-ríki í Bandaríkjunum hefur handtekið 27 ára mann sem grunaður er um skotárás. Hann er sagður hafa byrjað að skjóta á starfsmann veitingastaðarins Waffle House, eftir að starfsmaðurinn bað manninn um að bera grímu inni á staðnum. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Denver Post. Samkvæmt handtökuskýrslu segja starfsmenn veitingastaðarins að maðurinn, sem heitir Kelvin Watson, hafi komið inn á staðinn rétt eftir miðnætti á fimmtudag. Þjónustustúlka hafi bent honum á að hann þyrfti að vera með grímu til þess að fá afgreiðslu og að staðurinn byði aðeins upp á mat til að taka með, sökum kórónuveirufaraldursins. Watson er þá sagður hafa farið út af staðnum. Hann hafi þó fljótt snúið haldandi á grímu. Honum var þá tjáð að hann fengi ekki afgreiðslu nema hann setti grímuna á andlitið. Þá hafi hann sett skammbyssu á afgreiðsluborðið og sagt kokki staðarins að hann gæti „skotið hann í tætlur.“ Hann hafi síðan yfirgefið staðinn. Þá segir í skýrslunni að Watson hafi snúið aftur á staðinn um sólarhring síðar og þá slegið kokkinn, þann sama og hann hafði haft í hótunum við kvöldið áður, þegar honum var tjáð að hann fengi ekki afgreiðslu án grímu. Hann hafi síðan skotið kokkinn í bringuna áður en hann hljópst á brott. Lögreglu tókst þó að hafa hendur í hári hans. Kokkurinn var útskrifaður af spítala síðdegis á föstudag.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira