Hagkerfi Kína dróst saman í fyrsta sinn í áratugi Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2020 09:12 Samdrátturinn var 6,8 prósent en á sama fjórðungi í fyrra var 6,4 prósenta hagvöxtur í Kína. AP/Mark Schiefelbein Hagkerfi Kína dróst saman á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan yfirvöld landsins byrjuðu að taka hagtölur saman yfir ársfjórðunga árið 1992. Samdrátturinn var 6,8 prósent en á sama fjórðungi í fyrra var 6,4 prósenta hagvöxtur í Kína. Hagfræðingar höfðu búist við slæmum samdrætti, þar sem gripið var til umfangsmikilla aðgerða gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar fyrr á þessu ári og fólki víða gert að halda sig heima. Hann er þó verri en gert hafði verið ráð fyrir, samkvæmt frétt BBC. Tölurnar þykja til marks um að það verði erfiðara en áður hefur verið talið að koma atvinnulífinu og hagkerfinu í sama horf á nýjan leik. South China Morning Post segir þetta í fyrsta sinn sem samdráttur verði í Kína síðan 1976. Meðalhagvöxtur Kína á síðustu tveimur áratugum hefur verið um níu prósent. Sérfræðingar hafa þó lengi og ítrekað dregið nákvæmni hagtalna frá Kína í efa. Yfirvöld landsins hafa sagst ætla að auka neyslu í Kína en það er ekki eina vandamálið. Samdráttur hagkerfa víða um heim og minni neysla hefur og mun áfram koma verulega niður á útflutningi frá Kína. Það gæti gert hagkerfi landsins erfitt að ná sér aftur á strik, ef svo má að orði komast. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hagkerfi Kína dróst saman á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan yfirvöld landsins byrjuðu að taka hagtölur saman yfir ársfjórðunga árið 1992. Samdrátturinn var 6,8 prósent en á sama fjórðungi í fyrra var 6,4 prósenta hagvöxtur í Kína. Hagfræðingar höfðu búist við slæmum samdrætti, þar sem gripið var til umfangsmikilla aðgerða gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar fyrr á þessu ári og fólki víða gert að halda sig heima. Hann er þó verri en gert hafði verið ráð fyrir, samkvæmt frétt BBC. Tölurnar þykja til marks um að það verði erfiðara en áður hefur verið talið að koma atvinnulífinu og hagkerfinu í sama horf á nýjan leik. South China Morning Post segir þetta í fyrsta sinn sem samdráttur verði í Kína síðan 1976. Meðalhagvöxtur Kína á síðustu tveimur áratugum hefur verið um níu prósent. Sérfræðingar hafa þó lengi og ítrekað dregið nákvæmni hagtalna frá Kína í efa. Yfirvöld landsins hafa sagst ætla að auka neyslu í Kína en það er ekki eina vandamálið. Samdráttur hagkerfa víða um heim og minni neysla hefur og mun áfram koma verulega niður á útflutningi frá Kína. Það gæti gert hagkerfi landsins erfitt að ná sér aftur á strik, ef svo má að orði komast.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira