Fræg í sóttkví Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2020 11:30 Sóttkví í tengslum við Covid-19 sjúkdóminn stendur yfir í 14 daga. myndir/aðsendar/vilhelm Um sex hundruð manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Einstaklingar sem hafa verið á ferðalagi á skilgreindum áhættusvæðum á undangengnum 14 dögum eða hafa umgengist sjúklinga með sýkinguna, þarf að setja í sóttkví. Fram hefur komið að nokkrir þekktir einstaklingar hér á landi séu í sóttkví og má þar meðal annars nefna að Bjarni Ákason og eiginkona hans Eva Dögg Sigurgeirsdóttir hafa verið saman í sóttkví síðustu daga. Sigurður Leifsson og Finnur Jóhannsson hafa einnig báðir verið í sóttkví með eiginkonum sínum sem hefur samt sem áður ekki stöðvað þá að komast í ketilbjöllutíma í Laugum í World Class eins og Vísir greindi frá á dögunum. Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi, hefur einnig þurft að vera í sóttkví í heimahúsi síðustu daga og það sama má segja um Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Margir að spyrja af hverju ég er í sóttkví https://t.co/OSBP2krRJP— Katrín Atladóttir (@katrinat) March 10, 2020 Liv Bergþórsdóttir, fyrrverandi stjórnarformaður WOW air og forstjóri NOVA, varð að fara í sóttkví á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni á dögunum og síðan fór athafnarmaðurinn Magnús Scheving fór í sjálfskipaða sóttkví í sumarbústað sínum við Þingvallarvatn. Þá er Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, og knattspyrnumaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður Stjörnunnar, einnig í sóttkví þessa dagana eins og mörg hundruð Íslendingar. Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið í um tíu daga í sóttkví eftir skíðaferð. Sigmar Vilhjálmsson, sem lengi var kenndur við Fabrikkuna en er í dag talsmaður svínabænda, eggjabænda og kjúklingabænda, er sömuleiðis í sóttkví, á þriðja degi. Hann virðist njóta lífsins eins og hægt er, tekur til hendinni í eldhúsinu og nýtur þess að vinir hans hafa fært honum bakkelsi. Þá er söngvarinn góðkunni Eyjólfur Kristjánsson í sóttkví. Eyfi sló í gegn í Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur og nýtir mögulega tímann til að viðhalda sporunum sem hann lærði þar. Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja og fyrrverandi Ungfrú Ísland, er í sóttkví ásamt Árna Harðarsyni eiginmanni sínum og aðstoðarforstjóra Alvogen. Þá má nefna Bjarna Thor Kristinsson óperusöngvara sem er á þriðja degi í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð. Wuhan-veiran Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Um sex hundruð manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Einstaklingar sem hafa verið á ferðalagi á skilgreindum áhættusvæðum á undangengnum 14 dögum eða hafa umgengist sjúklinga með sýkinguna, þarf að setja í sóttkví. Fram hefur komið að nokkrir þekktir einstaklingar hér á landi séu í sóttkví og má þar meðal annars nefna að Bjarni Ákason og eiginkona hans Eva Dögg Sigurgeirsdóttir hafa verið saman í sóttkví síðustu daga. Sigurður Leifsson og Finnur Jóhannsson hafa einnig báðir verið í sóttkví með eiginkonum sínum sem hefur samt sem áður ekki stöðvað þá að komast í ketilbjöllutíma í Laugum í World Class eins og Vísir greindi frá á dögunum. Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi, hefur einnig þurft að vera í sóttkví í heimahúsi síðustu daga og það sama má segja um Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Margir að spyrja af hverju ég er í sóttkví https://t.co/OSBP2krRJP— Katrín Atladóttir (@katrinat) March 10, 2020 Liv Bergþórsdóttir, fyrrverandi stjórnarformaður WOW air og forstjóri NOVA, varð að fara í sóttkví á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni á dögunum og síðan fór athafnarmaðurinn Magnús Scheving fór í sjálfskipaða sóttkví í sumarbústað sínum við Þingvallarvatn. Þá er Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, og knattspyrnumaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður Stjörnunnar, einnig í sóttkví þessa dagana eins og mörg hundruð Íslendingar. Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið í um tíu daga í sóttkví eftir skíðaferð. Sigmar Vilhjálmsson, sem lengi var kenndur við Fabrikkuna en er í dag talsmaður svínabænda, eggjabænda og kjúklingabænda, er sömuleiðis í sóttkví, á þriðja degi. Hann virðist njóta lífsins eins og hægt er, tekur til hendinni í eldhúsinu og nýtur þess að vinir hans hafa fært honum bakkelsi. Þá er söngvarinn góðkunni Eyjólfur Kristjánsson í sóttkví. Eyfi sló í gegn í Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur og nýtir mögulega tímann til að viðhalda sporunum sem hann lærði þar. Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja og fyrrverandi Ungfrú Ísland, er í sóttkví ásamt Árna Harðarsyni eiginmanni sínum og aðstoðarforstjóra Alvogen. Þá má nefna Bjarna Thor Kristinsson óperusöngvara sem er á þriðja degi í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð.
Wuhan-veiran Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira