Enski boltinn

Farið að líða eins og þetta sé byrjunin á endanum á fótboltatímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Lineker verður meðal áhorfenda á Anfield í kvöld.
Gary Lineker verður meðal áhorfenda á Anfield í kvöld. Getty/Dave J Hogan

Gary Lineker hefur ekki góða tilfinningu fyrir því að það takist að klára ensku úrvalsdeildina í vor.

Gary Lineker, knattspyrnugoðsögn og umsjónarmaður Match of the Day þáttarins á breska ríkisútvarpinu, virðist ekki vera mjög bjartsýnn að það takist að klára ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili.

Eftir að fréttist af frestun leiks Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þá tjáði Gary Lineker sig um stöðuna á Twitter síðu sína.

Lineker var á leið til Liverpool þar sem hann mun fjalla um leik Liverpool og Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Ef marka má þessi orð hans þá hefur hann tilfinningu fyrir því að það gæti verið búið að fresta ensku úrvalsdeildinni á næstunni og um leið áður en Liverpool liðið tryggir sér titilinn.

Víðs vegar um Evrópu hafa knattspyrnusambönd ákveðið að gera hlé á deildinni sinni og hafa um leið búið til stórt vandamál því það væri vonlaust að koma öllum þeim leikjum fyrir á síðustu vikum tímabilsins.

Í þeim löndum á síðan eftir að taka ákvörðun um hvort að hver verði krýndur meistari eða hvort að allt tímabilið verði í raun strokað út úr bókunum. Það er sem dæmdi versta mögulega niðurstaðan fyrir Liverpool liðið sem hefur beðið eftir því í 30 ár að verða meistari en á sigurinn vísann í ár.


Tengdar fréttir

Sigurhátið Liverpool gæti þurft að fara fram í kyrrþey

Svo gæti farið að stuðningsmenn Liverpool fá ekki tækifæri til að fagna því saman þegar liðið vinnur loks enska meistaratitilinn eftir þrjátíu ára bið. Kórónuveiran gæti lokað á allt slíkt en það er samt spurning hvort stuðningsmenn Liverpool geti hreinlega haldið aftur af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×