Bíl var ekið inn í verslun sem selur hefðbundnar slæður í Sydney í Ástralíu í dag og slösuðust ellefu manns auk ökumannsins í atvikinu. Talskona lögregluembættisins í Nýju Suður Wales segir að ekkert bendi til að atvikið hafi verið hryðjuverk.
Ökumaður bílsins ók fyrst á ökutæki sem var kyrrstætt á rauðu ljósi áður en hann ók inn í búðina. Atvikið gerðist klukkan 15:15 á staðartíma en miðað við myndbönd sem birst hafa á samfélagsmiðlum virðist ökumaður bílsins gera sig tilbúinn til að aka á fullri ferð inn í verslunina.
#BREAKING: There's a major emergency unfolding at Greenacre, after a car ploughed straight into a shop with dozens of people inside. @hansinclair9 #9News pic.twitter.com/EXe9SD0FIS
— Nine News Sydney (@9NewsSyd) May 21, 2020
Maðurinn sem ók bílnum slasaðist við atvikið auk ellefu viðskiptavina verslunarinnar sem flestir eru konur á aldrinum 18 til 30 ára. Þær voru allar inni í versluninni þegar bílnum var ekið inn í hana. Fram kemur í frétt Guardian að viðbragðsaðilar telji áverka hinna slösuðu ekki lífshættulega.
#BREAKING: Distressing footage of a car slamming into #HijabHouse days before Eid in Greenacre NSW. Numerous girls injured. pic.twitter.com/r8KjUfgCTG
— Rayane Tamer (@rayane_tamer) May 21, 2020