Nýsköpunarvikan í Reykjavík 30. september - 7. október Melkorka Sigríður Magnúsdóttir skrifar 21. maí 2020 11:30 Plástrar úr fiskroði, sódavatn úr sjó, sálfræðiþjónusta með stuðningi gervigreindar, hringur á fingri sem framlenging hljóðfæris, notkun hjálpargreindar í baráttunni gegn peningaþvætti, íslenskt wasabi og lengi mætti áfram telja. Þetta hljómar kannski eins og dystópísk framtíðarsýn en allt eru þetta starfandi fyrirtæki sprottin úr íslensku hugviti. En hvað eiga öll þessi ólíku fyrirtæki sameiginlegt? Þau hafa öll sótt aðstoð í stuðningsumhverfi frumkvöðla og sprotafyrirtækja. Þau hafa tekið þátt í viðskiptahröðlum, lausnarmótum (e. hackathons), hlotið ráðgjöf, fjármagn úr fjárfestinga og/eða rannsóknarsjóðum, sótt ráðstefnur og viðburði, nýtt sér skrifstofuaðstöðu í frumkvöðlasetrum og myndað tengslanet við aðra frumkvöðla hérlendis og erlendis svo fátt eitt sé nefnt. Allt hefur þetta hjálpað til við uppbyggingu viðkvæmra sprotafyrirtækja og skapað fjölmörg störf. Í raun skiptir slíkur stuðningur sköpum og skilur á á milli hvort sprotafyrirtæki lifi af eða ekki. Í aðgerðarpakka stjórnvalda eru margar góðar hugmyndir til stuðnings frumkvöðlafyrirtækjum. Spurningin er hins vegar hvernig hægt sé að styðja við stuðningsumhverfið sjálft sem í gegnum tíðina hefur hjálpað ófáum sprotafyrirtækjum á legg? Eftirfarandi eru tillögur um hvernig nýta megi fjármagn til að skapa frekari störf og þekkingu í íslenskum sprotaheimi: Efla verkefni sem ætlað er að hraða ferli frá hugmynd til fyrirtækis Niðurgreiða skrifstofuhúsnæði í frumkvöðlasetrum og klösum Búa til öflugan vettvang þar sem hægt er að deila þekkingu milli frumkvöðla og fyrirtækja Styðja verkefni sem ætlað er að vekja athygli á nýsköpun Styðja og efla frumkvöðlastarf nemenda á mennta- og háskólastigi, t.d. með nýsköpunar- áföngum, nemendahröðlum, vinnustofum og frumkvöðlafræðslu. Nýsköpunarvikan verður haldin í fyrsta skipti í Reykjavík 30. september- 7. október næstkomandi. Markmið vikunnar er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi, vekja athygli á frumkvöðlum, sprotafyrirtækjum og nýsköpun innan stöndugra fyrirtækja. Þátttökuaðilar standa fyrir ólíkum viðburðum og gefst þar tækifæri til að kynna eigin nýsköpun, deila þekkingu og víkka tengslanetið. Hingað til hefur líka vantað vettvang þar sem erlendir sérfræðingar, frumkvöðlar og fjárfestar geta kynnst því sem á sér stað í íslenskri nýsköpun. Markmiðið er að nýsköpunarvikan geti orðið vettvangur viðskiptasambanda og skiptimarkaður hugmynda. Hugvit og sköpunarkraftur er verðmætasta auðlind sem við Íslendingar eigum og fjárfesting í stuðningsumhverfi frumkvöðla mun skila sér í frumkvöðlafyrirtækjum sem eru betur undirbúnari fyrir þá löngu vegferð sem framundan er. Höfundur er einn af stofnendum Nýsköpunarvikunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Plástrar úr fiskroði, sódavatn úr sjó, sálfræðiþjónusta með stuðningi gervigreindar, hringur á fingri sem framlenging hljóðfæris, notkun hjálpargreindar í baráttunni gegn peningaþvætti, íslenskt wasabi og lengi mætti áfram telja. Þetta hljómar kannski eins og dystópísk framtíðarsýn en allt eru þetta starfandi fyrirtæki sprottin úr íslensku hugviti. En hvað eiga öll þessi ólíku fyrirtæki sameiginlegt? Þau hafa öll sótt aðstoð í stuðningsumhverfi frumkvöðla og sprotafyrirtækja. Þau hafa tekið þátt í viðskiptahröðlum, lausnarmótum (e. hackathons), hlotið ráðgjöf, fjármagn úr fjárfestinga og/eða rannsóknarsjóðum, sótt ráðstefnur og viðburði, nýtt sér skrifstofuaðstöðu í frumkvöðlasetrum og myndað tengslanet við aðra frumkvöðla hérlendis og erlendis svo fátt eitt sé nefnt. Allt hefur þetta hjálpað til við uppbyggingu viðkvæmra sprotafyrirtækja og skapað fjölmörg störf. Í raun skiptir slíkur stuðningur sköpum og skilur á á milli hvort sprotafyrirtæki lifi af eða ekki. Í aðgerðarpakka stjórnvalda eru margar góðar hugmyndir til stuðnings frumkvöðlafyrirtækjum. Spurningin er hins vegar hvernig hægt sé að styðja við stuðningsumhverfið sjálft sem í gegnum tíðina hefur hjálpað ófáum sprotafyrirtækjum á legg? Eftirfarandi eru tillögur um hvernig nýta megi fjármagn til að skapa frekari störf og þekkingu í íslenskum sprotaheimi: Efla verkefni sem ætlað er að hraða ferli frá hugmynd til fyrirtækis Niðurgreiða skrifstofuhúsnæði í frumkvöðlasetrum og klösum Búa til öflugan vettvang þar sem hægt er að deila þekkingu milli frumkvöðla og fyrirtækja Styðja verkefni sem ætlað er að vekja athygli á nýsköpun Styðja og efla frumkvöðlastarf nemenda á mennta- og háskólastigi, t.d. með nýsköpunar- áföngum, nemendahröðlum, vinnustofum og frumkvöðlafræðslu. Nýsköpunarvikan verður haldin í fyrsta skipti í Reykjavík 30. september- 7. október næstkomandi. Markmið vikunnar er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi, vekja athygli á frumkvöðlum, sprotafyrirtækjum og nýsköpun innan stöndugra fyrirtækja. Þátttökuaðilar standa fyrir ólíkum viðburðum og gefst þar tækifæri til að kynna eigin nýsköpun, deila þekkingu og víkka tengslanetið. Hingað til hefur líka vantað vettvang þar sem erlendir sérfræðingar, frumkvöðlar og fjárfestar geta kynnst því sem á sér stað í íslenskri nýsköpun. Markmiðið er að nýsköpunarvikan geti orðið vettvangur viðskiptasambanda og skiptimarkaður hugmynda. Hugvit og sköpunarkraftur er verðmætasta auðlind sem við Íslendingar eigum og fjárfesting í stuðningsumhverfi frumkvöðla mun skila sér í frumkvöðlafyrirtækjum sem eru betur undirbúnari fyrir þá löngu vegferð sem framundan er. Höfundur er einn af stofnendum Nýsköpunarvikunnar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun