Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. mars 2020 11:45 Hér má sjá þá leið sem þjófurinn fór á steypubílnum fór áður en hann var stöðvaður af lögreglu. Grafík/Hjalti Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. Gangandi og hlaupandi vegfarendur á gangstéttum og stígum við Sæbraut átti fótum sínum fjör að launa og þá var gangandi vegfarenda kippt upp í lögreglubíl áður en steypubíllinn kom aðvífandi á mikilli ferð. „Bifreiðin var í gangi og það stökk inn í bílinn einhver maður og fór á honum í burtu niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu, þá fara lögreglumenn á eftir bifreiðinni sem sinnir stöðvunarmerkjum,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hann segir manninn hafa ekið talsvert hratt en bæði merktir og ómerktir lögreglubílar frá öllum stöðvum auk sérsveitar sinntu útkallinu og reyndu að stöðva för bílsins. „Þessum steypubíl var ekið upp á gangstétt og á gangstéttum og hjólastígum á Sæbraut austur úr og það var bara fólk sem var bæði að hlaupa og labba og átti fótum sínum fjör að launa,“ segir Guðmundur. Hann segir manninn ekki hæfan til skýrslutöku þar sem hann sé líklega undir áhrifum efna eða lyfja. Hann verði því væntanlega ekki yfirheyrður fyrr en í kvöld. Guðmundur segir það mildi að enginn hafi slasast. „Sem betur fer slasaðist enginn þarna. Lögreglumaður sem var þarna á lögreglubíl ómerktum hann kippti einni konu upp sem var að labba þarna eftir Sæbrautinni inn í bílinn rétt áður en steypubíllinn kom aðvífandi að á mikilli ferð.“ En fyrir þig sem lögreglumann þá er þetta nú frekar óvenjulegt útkall? „Jú, þetta er náttúrulega stórt tæki og erfitt að stoppa það. Við erum bara með fólksbíla og gríðarleg hætta þarna á ferð.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. Gangandi og hlaupandi vegfarendur á gangstéttum og stígum við Sæbraut átti fótum sínum fjör að launa og þá var gangandi vegfarenda kippt upp í lögreglubíl áður en steypubíllinn kom aðvífandi á mikilli ferð. „Bifreiðin var í gangi og það stökk inn í bílinn einhver maður og fór á honum í burtu niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu, þá fara lögreglumenn á eftir bifreiðinni sem sinnir stöðvunarmerkjum,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hann segir manninn hafa ekið talsvert hratt en bæði merktir og ómerktir lögreglubílar frá öllum stöðvum auk sérsveitar sinntu útkallinu og reyndu að stöðva för bílsins. „Þessum steypubíl var ekið upp á gangstétt og á gangstéttum og hjólastígum á Sæbraut austur úr og það var bara fólk sem var bæði að hlaupa og labba og átti fótum sínum fjör að launa,“ segir Guðmundur. Hann segir manninn ekki hæfan til skýrslutöku þar sem hann sé líklega undir áhrifum efna eða lyfja. Hann verði því væntanlega ekki yfirheyrður fyrr en í kvöld. Guðmundur segir það mildi að enginn hafi slasast. „Sem betur fer slasaðist enginn þarna. Lögreglumaður sem var þarna á lögreglubíl ómerktum hann kippti einni konu upp sem var að labba þarna eftir Sæbrautinni inn í bílinn rétt áður en steypubíllinn kom aðvífandi að á mikilli ferð.“ En fyrir þig sem lögreglumann þá er þetta nú frekar óvenjulegt útkall? „Jú, þetta er náttúrulega stórt tæki og erfitt að stoppa það. Við erum bara með fólksbíla og gríðarleg hætta þarna á ferð.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira