Íslenski boltinn

Spá því að Breiðablik hafi betur gegn Val í toppbaráttunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tekst Blikum að endurheimta titilinn sem þær misstu í hendur Vals á síðustu leiktíð?
Tekst Blikum að endurheimta titilinn sem þær misstu í hendur Vals á síðustu leiktíð? Vísir/Bára

Heimavöllurinn, hlaðvarp sem einblínir á kvennaknattspyrnu hér á landi, gaf á dögunum út spá sína fyrir Pepsi Max deild kvenna í sumar. Talið er að deildin í sumar verði mun jafnari en á síðustu leiktíð þar sem bæði Valur og Breiðablik fóru taplaus í gegnum sumarið.

Fylkir, Selfoss og KR hafa öll styrkt sig gífurlega í vetur og því má reikna með hörku sumri.

Í spá Heimavallarins, sem er í umsjón Huldu Mýrdal og Mistar Rúnarsdóttur, er Blikum spáð titlinum. Þar á eftir koma Valur, Selfoss og Fylkir. 

Þá er nýliðum Þróttar Reykjavíkur og ÍBV spáð falli.

1. Breiðablik

2. Valur

3. Selfoss

4. Fylkir

5. KR

6. Þór/KA

7. Stjarnan

8. FH

9. ÍBV

10. Þróttur Reykjavík


Tengdar fréttir

Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar

Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×