Sportpakkinn: Allir nema einn af þeim tuttugu bestu í heimi með á Players í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 17:00 Norður Írinn Rory McIlroy fagnar hér með bikarinn eftir sigur á Players meistaramótinu í fyrra. Getty/David Cannon Svo gott sem allir bestu kylfingar heims eru samankomnir á Flórída þar sem þeir keppa á Players meistaramótinu sem er í margra augum fimmta risamótið. Arnar Björnsson skoðaði mótið fram undan. Players meistaramótið hefst á TPC Sawgrass golfvellinum í Ponte Vedra Beach í Flórída á morgun. Þetta verður í 39. sinn sem mótið er spilað á þessum sögufræga velli. „Það er gott að vera mættur aftur á Sawgrass völlinn“, sagði Rory McIllroy sem freistar þess að verja titilinn sem hann vann í fyrra. Tuttugu efstu menn heimslistans eru allir á meðal keppenda nema sá sem er í 11. sætinu, sá kappi heitir Tiger Woods. „Mér finnst ég sjá margt sameiginlegt með byrjunina á þessu ári og því síðasta. Ég er búinn að spila á nokkrum mótum og hef verið í toppbaráttunni en ekki alveg náð að nýta tækifærin. Það væri frábært að endurtaka leikinn frá í fyrra,“ sagði McIllroy hafði betur í baráttunni við Jim Furyk í fyrra og vann með einu höggi. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um mótið hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Aðeins einn kylfingur af þeim tuttugu bestu í heimi missir af Players í ár „Á þessum stað á ferlinum finnst mér ég bera nokkra ábyrgð, ekki aðeins fyrir sjálfan mig heldur aðra kylfinga líka. Ég er búinn að vera á toppnum í rúman áratug. Mér líður betur, sjálfstraustið er til staðar og ég trúi á ákveðin gildi. Ég hef ekki legið á skoðunum mínum um ýmislegt í íþróttinni á undanförnum árum. Með það er ég ánægður en er ekki að reyna að setja einhver fordæmi en ég vil taka þátt í samræðum og það er það sem ég reyni að gera,“ segir hinn 30 ára Norður Íri. McIllroy heldur efsta sætinu á heimslistanum og er búinn að vera þar í hundrað vikur. „Ég er stoltur af því að hafa verið í tvö ár á toppnum og það er góð tilfinning. Tiger Woods var á listanum í 683 vikur. Það er ótrúlegt, í raun alveg fáránlegt.“ Það er til mikils að vinna, verðlaunaféð hefur verið hækkað úr 12 milljónum dollara í 15 milljónir. Rory McIllroy fékk í fyrra 2,25 milljónir dollara en sigurvegarinn í ár fær 2,7 milljónir í sinn hlut, tæplega 350 milljónir króna. Stöð 2 golf sýnir beint frá mótinu alla fjóra keppnisdagana, fyrsta útsendingin verður á morgun frá klukkan 17. Golf Sportpakkinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Sjá meira
Svo gott sem allir bestu kylfingar heims eru samankomnir á Flórída þar sem þeir keppa á Players meistaramótinu sem er í margra augum fimmta risamótið. Arnar Björnsson skoðaði mótið fram undan. Players meistaramótið hefst á TPC Sawgrass golfvellinum í Ponte Vedra Beach í Flórída á morgun. Þetta verður í 39. sinn sem mótið er spilað á þessum sögufræga velli. „Það er gott að vera mættur aftur á Sawgrass völlinn“, sagði Rory McIllroy sem freistar þess að verja titilinn sem hann vann í fyrra. Tuttugu efstu menn heimslistans eru allir á meðal keppenda nema sá sem er í 11. sætinu, sá kappi heitir Tiger Woods. „Mér finnst ég sjá margt sameiginlegt með byrjunina á þessu ári og því síðasta. Ég er búinn að spila á nokkrum mótum og hef verið í toppbaráttunni en ekki alveg náð að nýta tækifærin. Það væri frábært að endurtaka leikinn frá í fyrra,“ sagði McIllroy hafði betur í baráttunni við Jim Furyk í fyrra og vann með einu höggi. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um mótið hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Aðeins einn kylfingur af þeim tuttugu bestu í heimi missir af Players í ár „Á þessum stað á ferlinum finnst mér ég bera nokkra ábyrgð, ekki aðeins fyrir sjálfan mig heldur aðra kylfinga líka. Ég er búinn að vera á toppnum í rúman áratug. Mér líður betur, sjálfstraustið er til staðar og ég trúi á ákveðin gildi. Ég hef ekki legið á skoðunum mínum um ýmislegt í íþróttinni á undanförnum árum. Með það er ég ánægður en er ekki að reyna að setja einhver fordæmi en ég vil taka þátt í samræðum og það er það sem ég reyni að gera,“ segir hinn 30 ára Norður Íri. McIllroy heldur efsta sætinu á heimslistanum og er búinn að vera þar í hundrað vikur. „Ég er stoltur af því að hafa verið í tvö ár á toppnum og það er góð tilfinning. Tiger Woods var á listanum í 683 vikur. Það er ótrúlegt, í raun alveg fáránlegt.“ Það er til mikils að vinna, verðlaunaféð hefur verið hækkað úr 12 milljónum dollara í 15 milljónir. Rory McIllroy fékk í fyrra 2,25 milljónir dollara en sigurvegarinn í ár fær 2,7 milljónir í sinn hlut, tæplega 350 milljónir króna. Stöð 2 golf sýnir beint frá mótinu alla fjóra keppnisdagana, fyrsta útsendingin verður á morgun frá klukkan 17.
Golf Sportpakkinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Sjá meira