Blikar á varðbergi vegna veirunnar en starfsemin óskert | Einn þjálfari í sóttkví Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2020 10:00 Margmenni kemur saman í Fífunni á hverjum einasta degi. Vísir/Vilhelm Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, þeirrar fjölmennustu á landinu, segir að félagið sé á varðbergi vegna kórónuveirunnar. Einn þjálfari í yngri flokkum Breiðabliks er í sóttkví en ekki hefur komið upp smit hjá iðkendum. Um 1500-1600 iðka fótbolta hjá Breiðabliki og Fífan er afar fjölfarin. „Við erum varkárir. Félagið hefur frestað viðburðum; golfsýningu, herrakvöldi og svo er árshátíð í apríl sem getur vel verið að verði frestað. Allt hefur þetta áhrif á tekjurnar inn í félagið,“ sagði Eysteinn í samtali við Vísi. „Við fylgjum öllum fyrirmælum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og störfum náið með Kópavogsbæ. Við fundum reglulega og tökum stöðuna dag frá degi.“ Fyrr í vikunni greindu Blikar foreldrum iðkenda frá því að þjálfari yngri flokka væri kominn í sóttkví. „Einn þjálfari er í sóttkví og foreldrum var tilkynnt um það á mánudaginn,“ sagði Eysteinn. Eysteinn Pétur Lárusson er framkvæmdastjóri Breiðabliks.mynd/breiðablik Hann segir að Blikar hafi gripið til ráðstafana til að minnka líkurnar á smiti. „Eitt af því sem við erum að undirbúa er að starfsfólk geti unnið heima. Við erum með sprittstanda við alla innganga og það er oftar þrifið; spritta handrið, hurðahúna og fleira á þeim rýmum sem eru fjölförnust,“ sagði Eysteinn. Blikar hafa hingað til ekki fellt niður æfingar eða skert starfsemi sína. „Við höldum okkar striki þangað til annað er ákveðið,“ sagði Eysteinn. En hefur iðkendum á æfingum fækkað hjá Breiðabliki eftir kórónuveiran fór að breiðast út? „Ég er ekki alveg með puttann á þeim púlsi en í fljótu bragði get ég ekki séð það,“ sagði Eysteinn. En eru Blikar með viðbragðsáætlun ef smit kemur upp? „Þá leitum við til Kópavogsbæjar og almannavarna og fylgjum þeim í einu og öllu. Við erum alveg viðbúnir því að þurfa að grípa til skertrar starfsemi. En við förum ekki þá leið nema það verði tilmælin og það komi upp tilvik,“ sagði Eysteinn að endingu. Íslenski boltinn Kópavogur Wuhan-veiran Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, þeirrar fjölmennustu á landinu, segir að félagið sé á varðbergi vegna kórónuveirunnar. Einn þjálfari í yngri flokkum Breiðabliks er í sóttkví en ekki hefur komið upp smit hjá iðkendum. Um 1500-1600 iðka fótbolta hjá Breiðabliki og Fífan er afar fjölfarin. „Við erum varkárir. Félagið hefur frestað viðburðum; golfsýningu, herrakvöldi og svo er árshátíð í apríl sem getur vel verið að verði frestað. Allt hefur þetta áhrif á tekjurnar inn í félagið,“ sagði Eysteinn í samtali við Vísi. „Við fylgjum öllum fyrirmælum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og störfum náið með Kópavogsbæ. Við fundum reglulega og tökum stöðuna dag frá degi.“ Fyrr í vikunni greindu Blikar foreldrum iðkenda frá því að þjálfari yngri flokka væri kominn í sóttkví. „Einn þjálfari er í sóttkví og foreldrum var tilkynnt um það á mánudaginn,“ sagði Eysteinn. Eysteinn Pétur Lárusson er framkvæmdastjóri Breiðabliks.mynd/breiðablik Hann segir að Blikar hafi gripið til ráðstafana til að minnka líkurnar á smiti. „Eitt af því sem við erum að undirbúa er að starfsfólk geti unnið heima. Við erum með sprittstanda við alla innganga og það er oftar þrifið; spritta handrið, hurðahúna og fleira á þeim rýmum sem eru fjölförnust,“ sagði Eysteinn. Blikar hafa hingað til ekki fellt niður æfingar eða skert starfsemi sína. „Við höldum okkar striki þangað til annað er ákveðið,“ sagði Eysteinn. En hefur iðkendum á æfingum fækkað hjá Breiðabliki eftir kórónuveiran fór að breiðast út? „Ég er ekki alveg með puttann á þeim púlsi en í fljótu bragði get ég ekki séð það,“ sagði Eysteinn. En eru Blikar með viðbragðsáætlun ef smit kemur upp? „Þá leitum við til Kópavogsbæjar og almannavarna og fylgjum þeim í einu og öllu. Við erum alveg viðbúnir því að þurfa að grípa til skertrar starfsemi. En við förum ekki þá leið nema það verði tilmælin og það komi upp tilvik,“ sagði Eysteinn að endingu.
Íslenski boltinn Kópavogur Wuhan-veiran Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira