Stafrænu ökuskírteinin verði tilbúin í sumar Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2020 10:59 Hefðbundið íslenskt ökuskírteini. Það verður fljótlega aðgengilegt á stafrænu formi. vísir/ktd Rafræn ökuskírteini eru handan við hornið, að sögn nýs markaðsstjóra verkefnastofunnar Stafræns Íslands. Stefnt sé að því að Íslendingar geti sótt ökuskírteinin í símann sinn í sumar. Frekari stafrænar breytingar á stjórnsýslunni eru jafnframt í pípunum. Vigdís Jóhannesdóttir var á dögunum valin úr hópi 116 umsækjenda um markaðsstjórastöðu hjá Stafrænu Íslandi. Ætlunarverk þess er að koma öllum samskiptum hins opinbera á stafrænt form, í takti við fyrirætlanir stjórnvalda. Sú vinna sé þegar hafin en að mati Vigdísar hefur kórónuveiran ýtt undir þá þróun, eins og á fjölmörgum vinnustöðum þar sem fjarvinna er víða í fyrirrúmi. Vigdís ræddi nýju stöðuna og vinnuna framundan í Bítinu í morgun. Þar lagði hún ríka áherslu á vefsíðuna Island.is, sem verður þungamiðjan í tæknivæðingunni sem fyrirhuguð er. Þar verði hægt að nálgast hin ýmsu plögg og skjöl, auk þess að framkvæma rafrænar undirskriftir hjá opinberum stofnunum. Aðspurð um hverju standi til að koma yfir á stafrænt form nefnir Vigdís t.a.m. að rafrænar undirskriftir við fasteignaviðskipti séu til skoðunar. Þá sé jafnframt verið að athuga hvernig hægt sé að gera þinglýsingar stafrænni. Margar hverjar séu mjög almennar og þurfi bara undirskrift en aðrar eru flóknari úrlausnar. Sem fyrr segir er þó ætlun stjórnvalda að öll samskipti þess verði stafræn. Þá nefndi Vigdís jafnframt að vinna við stafræn ökuskírteini sé vel á veg komin en dómsmálaráðherra greindi frá því í upphafi árs að þau væru væntanleg. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að það yrði tilbúið með vorinu en Vigdís segir að nú fari þetta „bara að bresta á.“ Stefnan sé sett á sumarið. Unnið sé hörðum höndum að því að ökuskírteini verði aðgengileg í snjallsímum. Fólk muni nálgast þau inni á Ísland.is og setji ökuskírteinin í „veskið“ í símanum, ekki ósvipað og gert er með greiðslukort og farsíma. Ökuskírteinið sé alþjóðlegt en Vigdís segist þó ekki geta lofað því að öll löggæsluyfirvöld telji það fullgilt. Því sé öruggara að taka hefðbundið ökuskírteini með sér þegar ferðast er um heiminn. Viðtalið við Vigdísi má heyra í spilaranum ofar í fréttinni en hér að neðan má sjá viðbrögð vegfarenda þegar fréttastofan spurði þá um stafræn ökuskírteini í upphafi árs. Stjórnsýsla Samgöngur Tækni Bítið Tengdar fréttir Vigdís talin best 116 umsækjenda Vigdís Jóhannsdóttir varð hlutskörpust þeirra 116 sem sóttu um stöðu markaðsstjóra Stafræns Íslands. 19. maí 2020 16:11 Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 21. maí 2020 07:00 Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. 29. janúar 2020 16:56 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Rafræn ökuskírteini eru handan við hornið, að sögn nýs markaðsstjóra verkefnastofunnar Stafræns Íslands. Stefnt sé að því að Íslendingar geti sótt ökuskírteinin í símann sinn í sumar. Frekari stafrænar breytingar á stjórnsýslunni eru jafnframt í pípunum. Vigdís Jóhannesdóttir var á dögunum valin úr hópi 116 umsækjenda um markaðsstjórastöðu hjá Stafrænu Íslandi. Ætlunarverk þess er að koma öllum samskiptum hins opinbera á stafrænt form, í takti við fyrirætlanir stjórnvalda. Sú vinna sé þegar hafin en að mati Vigdísar hefur kórónuveiran ýtt undir þá þróun, eins og á fjölmörgum vinnustöðum þar sem fjarvinna er víða í fyrirrúmi. Vigdís ræddi nýju stöðuna og vinnuna framundan í Bítinu í morgun. Þar lagði hún ríka áherslu á vefsíðuna Island.is, sem verður þungamiðjan í tæknivæðingunni sem fyrirhuguð er. Þar verði hægt að nálgast hin ýmsu plögg og skjöl, auk þess að framkvæma rafrænar undirskriftir hjá opinberum stofnunum. Aðspurð um hverju standi til að koma yfir á stafrænt form nefnir Vigdís t.a.m. að rafrænar undirskriftir við fasteignaviðskipti séu til skoðunar. Þá sé jafnframt verið að athuga hvernig hægt sé að gera þinglýsingar stafrænni. Margar hverjar séu mjög almennar og þurfi bara undirskrift en aðrar eru flóknari úrlausnar. Sem fyrr segir er þó ætlun stjórnvalda að öll samskipti þess verði stafræn. Þá nefndi Vigdís jafnframt að vinna við stafræn ökuskírteini sé vel á veg komin en dómsmálaráðherra greindi frá því í upphafi árs að þau væru væntanleg. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að það yrði tilbúið með vorinu en Vigdís segir að nú fari þetta „bara að bresta á.“ Stefnan sé sett á sumarið. Unnið sé hörðum höndum að því að ökuskírteini verði aðgengileg í snjallsímum. Fólk muni nálgast þau inni á Ísland.is og setji ökuskírteinin í „veskið“ í símanum, ekki ósvipað og gert er með greiðslukort og farsíma. Ökuskírteinið sé alþjóðlegt en Vigdís segist þó ekki geta lofað því að öll löggæsluyfirvöld telji það fullgilt. Því sé öruggara að taka hefðbundið ökuskírteini með sér þegar ferðast er um heiminn. Viðtalið við Vigdísi má heyra í spilaranum ofar í fréttinni en hér að neðan má sjá viðbrögð vegfarenda þegar fréttastofan spurði þá um stafræn ökuskírteini í upphafi árs.
Stjórnsýsla Samgöngur Tækni Bítið Tengdar fréttir Vigdís talin best 116 umsækjenda Vigdís Jóhannsdóttir varð hlutskörpust þeirra 116 sem sóttu um stöðu markaðsstjóra Stafræns Íslands. 19. maí 2020 16:11 Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 21. maí 2020 07:00 Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. 29. janúar 2020 16:56 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Vigdís talin best 116 umsækjenda Vigdís Jóhannsdóttir varð hlutskörpust þeirra 116 sem sóttu um stöðu markaðsstjóra Stafræns Íslands. 19. maí 2020 16:11
Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 21. maí 2020 07:00
Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. 29. janúar 2020 16:56