Stafrænu ökuskírteinin verði tilbúin í sumar Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2020 10:59 Hefðbundið íslenskt ökuskírteini. Það verður fljótlega aðgengilegt á stafrænu formi. vísir/ktd Rafræn ökuskírteini eru handan við hornið, að sögn nýs markaðsstjóra verkefnastofunnar Stafræns Íslands. Stefnt sé að því að Íslendingar geti sótt ökuskírteinin í símann sinn í sumar. Frekari stafrænar breytingar á stjórnsýslunni eru jafnframt í pípunum. Vigdís Jóhannesdóttir var á dögunum valin úr hópi 116 umsækjenda um markaðsstjórastöðu hjá Stafrænu Íslandi. Ætlunarverk þess er að koma öllum samskiptum hins opinbera á stafrænt form, í takti við fyrirætlanir stjórnvalda. Sú vinna sé þegar hafin en að mati Vigdísar hefur kórónuveiran ýtt undir þá þróun, eins og á fjölmörgum vinnustöðum þar sem fjarvinna er víða í fyrirrúmi. Vigdís ræddi nýju stöðuna og vinnuna framundan í Bítinu í morgun. Þar lagði hún ríka áherslu á vefsíðuna Island.is, sem verður þungamiðjan í tæknivæðingunni sem fyrirhuguð er. Þar verði hægt að nálgast hin ýmsu plögg og skjöl, auk þess að framkvæma rafrænar undirskriftir hjá opinberum stofnunum. Aðspurð um hverju standi til að koma yfir á stafrænt form nefnir Vigdís t.a.m. að rafrænar undirskriftir við fasteignaviðskipti séu til skoðunar. Þá sé jafnframt verið að athuga hvernig hægt sé að gera þinglýsingar stafrænni. Margar hverjar séu mjög almennar og þurfi bara undirskrift en aðrar eru flóknari úrlausnar. Sem fyrr segir er þó ætlun stjórnvalda að öll samskipti þess verði stafræn. Þá nefndi Vigdís jafnframt að vinna við stafræn ökuskírteini sé vel á veg komin en dómsmálaráðherra greindi frá því í upphafi árs að þau væru væntanleg. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að það yrði tilbúið með vorinu en Vigdís segir að nú fari þetta „bara að bresta á.“ Stefnan sé sett á sumarið. Unnið sé hörðum höndum að því að ökuskírteini verði aðgengileg í snjallsímum. Fólk muni nálgast þau inni á Ísland.is og setji ökuskírteinin í „veskið“ í símanum, ekki ósvipað og gert er með greiðslukort og farsíma. Ökuskírteinið sé alþjóðlegt en Vigdís segist þó ekki geta lofað því að öll löggæsluyfirvöld telji það fullgilt. Því sé öruggara að taka hefðbundið ökuskírteini með sér þegar ferðast er um heiminn. Viðtalið við Vigdísi má heyra í spilaranum ofar í fréttinni en hér að neðan má sjá viðbrögð vegfarenda þegar fréttastofan spurði þá um stafræn ökuskírteini í upphafi árs. Stjórnsýsla Samgöngur Tækni Bítið Tengdar fréttir Vigdís talin best 116 umsækjenda Vigdís Jóhannsdóttir varð hlutskörpust þeirra 116 sem sóttu um stöðu markaðsstjóra Stafræns Íslands. 19. maí 2020 16:11 Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 21. maí 2020 07:00 Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. 29. janúar 2020 16:56 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Rafræn ökuskírteini eru handan við hornið, að sögn nýs markaðsstjóra verkefnastofunnar Stafræns Íslands. Stefnt sé að því að Íslendingar geti sótt ökuskírteinin í símann sinn í sumar. Frekari stafrænar breytingar á stjórnsýslunni eru jafnframt í pípunum. Vigdís Jóhannesdóttir var á dögunum valin úr hópi 116 umsækjenda um markaðsstjórastöðu hjá Stafrænu Íslandi. Ætlunarverk þess er að koma öllum samskiptum hins opinbera á stafrænt form, í takti við fyrirætlanir stjórnvalda. Sú vinna sé þegar hafin en að mati Vigdísar hefur kórónuveiran ýtt undir þá þróun, eins og á fjölmörgum vinnustöðum þar sem fjarvinna er víða í fyrirrúmi. Vigdís ræddi nýju stöðuna og vinnuna framundan í Bítinu í morgun. Þar lagði hún ríka áherslu á vefsíðuna Island.is, sem verður þungamiðjan í tæknivæðingunni sem fyrirhuguð er. Þar verði hægt að nálgast hin ýmsu plögg og skjöl, auk þess að framkvæma rafrænar undirskriftir hjá opinberum stofnunum. Aðspurð um hverju standi til að koma yfir á stafrænt form nefnir Vigdís t.a.m. að rafrænar undirskriftir við fasteignaviðskipti séu til skoðunar. Þá sé jafnframt verið að athuga hvernig hægt sé að gera þinglýsingar stafrænni. Margar hverjar séu mjög almennar og þurfi bara undirskrift en aðrar eru flóknari úrlausnar. Sem fyrr segir er þó ætlun stjórnvalda að öll samskipti þess verði stafræn. Þá nefndi Vigdís jafnframt að vinna við stafræn ökuskírteini sé vel á veg komin en dómsmálaráðherra greindi frá því í upphafi árs að þau væru væntanleg. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að það yrði tilbúið með vorinu en Vigdís segir að nú fari þetta „bara að bresta á.“ Stefnan sé sett á sumarið. Unnið sé hörðum höndum að því að ökuskírteini verði aðgengileg í snjallsímum. Fólk muni nálgast þau inni á Ísland.is og setji ökuskírteinin í „veskið“ í símanum, ekki ósvipað og gert er með greiðslukort og farsíma. Ökuskírteinið sé alþjóðlegt en Vigdís segist þó ekki geta lofað því að öll löggæsluyfirvöld telji það fullgilt. Því sé öruggara að taka hefðbundið ökuskírteini með sér þegar ferðast er um heiminn. Viðtalið við Vigdísi má heyra í spilaranum ofar í fréttinni en hér að neðan má sjá viðbrögð vegfarenda þegar fréttastofan spurði þá um stafræn ökuskírteini í upphafi árs.
Stjórnsýsla Samgöngur Tækni Bítið Tengdar fréttir Vigdís talin best 116 umsækjenda Vigdís Jóhannsdóttir varð hlutskörpust þeirra 116 sem sóttu um stöðu markaðsstjóra Stafræns Íslands. 19. maí 2020 16:11 Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 21. maí 2020 07:00 Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. 29. janúar 2020 16:56 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Vigdís talin best 116 umsækjenda Vigdís Jóhannsdóttir varð hlutskörpust þeirra 116 sem sóttu um stöðu markaðsstjóra Stafræns Íslands. 19. maí 2020 16:11
Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 21. maí 2020 07:00
Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. 29. janúar 2020 16:56
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent